Íslenski boltinn

Aðal­mar­k­vörðurinn fram­lengir á meðan vara­mar­k­vörðurinn riftir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Kristófer, markvörður Fylkis, hefur framlengt samning sinn.
Ólafur Kristófer, markvörður Fylkis, hefur framlengt samning sinn. Vísir/Diego

Ólafur Kristófer Helgason hefur framlengt samning sinn við Fylki til ársins 2027. Á sama tíma fékk Jón Rivine samningi sínum við félagið rift.

Hinn 21 árs gamli Ólafur Kristófer er aðalmarkvörður Fylkis og hefur verið undanfarin ár. Hann stóð vaktina þegar liðið tapaði 4-3 fyrir KR í 1. umferð Bestu deildar karla.

Þrátt fyrir að fá á sig heldur ódýr mörk hafa Fylkismenn ákveðið að framlengja við hinn unga og efnilega Ólaf Kristófer. Samningur hans hefði runnið út að tímabilinu loknu en hann hefur nú framlengt til ársins 2027.

Á sama tíma hefur Fótbolti.net greint frá því að Jón Ívan Rivine hafi fengið samningi sínum við Fylki rift. Hann gekk í raðir félagsins fyrir síðustu leiktíð eftir að hafa leikið með Gróttu og KV þar áður.

Hinn 27 ára gamli Jón Ívan lék aðeins einn leik á síðustu leiktíð, í 4-2 sigri á Sindra í Mjólkurbikarnum.

Guðmundur Rafn Ingason var varamarkvörður gegn KR og þá samdi Fylkir við Hilmar Þór Kjærnested í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×