„Þetta er sama fólkið með sömu stefnu í nýjum stólum“ Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2024 15:40 Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar og hún lét ríkisstjórnina heyra það í ræðustól þingsins þá er Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra hélt stefnuræðu sína. Vísir/Arnar Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar var fyrst upp í ræðupúlt eftir að Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra flutti ávarp sitt á þingi og hún gaf ekki mikið fyrir afrekaskrá ríkisstjórnarinnar. „Förum aðeins yfir þá stöðu sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig,“ sagði Kristrún meðal annars og rakti þá: Vextir háir — verðbólga mikil — og hömlulaus húsnæðismarkaður. Ófjármögnuð útgjöld upp á 80 milljarða næstu árin. Ófjármögnuð útgjöld vegna Grindavíkur. Og hún hélt áfram að renna yfir „afrekin“ sem væru engin fjármálaáætlun, samgönguáætlun sem situr föst, framkvæmdastopp í orku- og samgöngumálum… „Já, algjört framkvæmdastopp! Frá ríkisstjórn sem ætlaði að kenna sig við innviði.“ Stóra núllið Kristrún kynnti það sem hún kallaði Stóra núllið frá 2017 eða þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við: „Framkvæmdir við 0 ný jarðgöng á Íslandi — 0 nýjar virkjanir yfir 10 MW — og 0 ný virkjanaleyfi í gildi. Hvort sem litið er til virkjana sem nýta vatnsafl, jarðvarma, vind eða aðra orkugjafa. Þetta er sú staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig — og sem þessi svokallaða nýja ríkisstjórn fær í arf. Kristrún sagði ekkert standa eftir þegar verk þessarar ríkisstjórnar væru skoðuð annað en að þeir væru að veita hver öðrum stöðuhækkun. Sama fólkið, með sömu stefnu í nýjum stólum.Vísir/Vilhelm Og nú er talað og talað og talað um einhverja stórsókn í orkumálum. En tekið skýrt fram að það sé engin stefnubreyting samt hjá þessari ríkisstjórn — og engar nýjar aðgerðir kynntar.“ Kristrún spurði hvað væri eiginlega hægt að segja? Sama væri með útlendingamálin þar sem ríkisstjórnin hafi séð um það alveg sjálf að skapa stærstu vandamálin með undanþágum, hringlandahætti og illa unnum lagafrumvörpum. Og nú er sagt að sé allt að fara að smella — án stefnubreytingar. „Hvað er þá verið að gefa í skyn? Að fráfarandi forsætisráðherra hafi verið vandamálið? Eða er þetta kannski bara tómt tal hjá ríkisstjórninni — enn einu sinni — til að réttlæta þrásetu sína án árangurs?“ Að veita hver öðrum stöðuhækkun koll af kolli Kristrún sagði þjóðina gera kröfu um árangur og það kalli á stefnubreytingu. En það sé ekki nóg að höfuð ríkisstjórnarinnar fari í forsetaframboð. „Og að veita svo öðrum ráðherrum stöðuhækkun, koll af kolli — að því er virðist allra helst þeim sem hafa gert alvarlegustu afglöpin í sínum fyrri embættum. Þetta er sama fólkið, með sömu stefnu í nýjum stólum.“ Ekkert hafi hins vegar breyst sem skipti fólkið í landinu nokkru máli. Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Magga Stína hrópaði að Bjarna af þingpöllunum Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu, var vísað af pöllum Alþingis eftir að hún hrópaði að forsætisráðherra Bjarna Benediktssyni á meðan hann flutti yfirlýsingu sína á þingi í dag. 10. apríl 2024 15:18 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
„Förum aðeins yfir þá stöðu sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig,“ sagði Kristrún meðal annars og rakti þá: Vextir háir — verðbólga mikil — og hömlulaus húsnæðismarkaður. Ófjármögnuð útgjöld upp á 80 milljarða næstu árin. Ófjármögnuð útgjöld vegna Grindavíkur. Og hún hélt áfram að renna yfir „afrekin“ sem væru engin fjármálaáætlun, samgönguáætlun sem situr föst, framkvæmdastopp í orku- og samgöngumálum… „Já, algjört framkvæmdastopp! Frá ríkisstjórn sem ætlaði að kenna sig við innviði.“ Stóra núllið Kristrún kynnti það sem hún kallaði Stóra núllið frá 2017 eða þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við: „Framkvæmdir við 0 ný jarðgöng á Íslandi — 0 nýjar virkjanir yfir 10 MW — og 0 ný virkjanaleyfi í gildi. Hvort sem litið er til virkjana sem nýta vatnsafl, jarðvarma, vind eða aðra orkugjafa. Þetta er sú staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig — og sem þessi svokallaða nýja ríkisstjórn fær í arf. Kristrún sagði ekkert standa eftir þegar verk þessarar ríkisstjórnar væru skoðuð annað en að þeir væru að veita hver öðrum stöðuhækkun. Sama fólkið, með sömu stefnu í nýjum stólum.Vísir/Vilhelm Og nú er talað og talað og talað um einhverja stórsókn í orkumálum. En tekið skýrt fram að það sé engin stefnubreyting samt hjá þessari ríkisstjórn — og engar nýjar aðgerðir kynntar.“ Kristrún spurði hvað væri eiginlega hægt að segja? Sama væri með útlendingamálin þar sem ríkisstjórnin hafi séð um það alveg sjálf að skapa stærstu vandamálin með undanþágum, hringlandahætti og illa unnum lagafrumvörpum. Og nú er sagt að sé allt að fara að smella — án stefnubreytingar. „Hvað er þá verið að gefa í skyn? Að fráfarandi forsætisráðherra hafi verið vandamálið? Eða er þetta kannski bara tómt tal hjá ríkisstjórninni — enn einu sinni — til að réttlæta þrásetu sína án árangurs?“ Að veita hver öðrum stöðuhækkun koll af kolli Kristrún sagði þjóðina gera kröfu um árangur og það kalli á stefnubreytingu. En það sé ekki nóg að höfuð ríkisstjórnarinnar fari í forsetaframboð. „Og að veita svo öðrum ráðherrum stöðuhækkun, koll af kolli — að því er virðist allra helst þeim sem hafa gert alvarlegustu afglöpin í sínum fyrri embættum. Þetta er sama fólkið, með sömu stefnu í nýjum stólum.“ Ekkert hafi hins vegar breyst sem skipti fólkið í landinu nokkru máli.
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Magga Stína hrópaði að Bjarna af þingpöllunum Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu, var vísað af pöllum Alþingis eftir að hún hrópaði að forsætisráðherra Bjarna Benediktssyni á meðan hann flutti yfirlýsingu sína á þingi í dag. 10. apríl 2024 15:18 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Magga Stína hrópaði að Bjarna af þingpöllunum Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu, var vísað af pöllum Alþingis eftir að hún hrópaði að forsætisráðherra Bjarna Benediktssyni á meðan hann flutti yfirlýsingu sína á þingi í dag. 10. apríl 2024 15:18
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent