Hraunbreiðan orðin rúmir sex ferkílómetrar Lovísa Arnardóttir skrifar 9. apríl 2024 15:46 Mynd sem sérfræðingur Náttúrufræðistofnunar tók í eftirlitsflugi í gær. Flatarmál hraunbreiðunnar er orðið 6,14 km2 og rúmmál 31,3 milljón m3. Mynd/Birgir V. Óskarsson/Náttúrufræðistofnun) Þrátt fyrir að dregið hafi úr krafti eldgossins eru ekki merki um að heildar kvikuflæði frá dýpi sé að minnka. Það er samanlagt magn sem safnast saman undir Svartsengi auk þeirra kviku sem flæðir upp á yfirborð í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar kemur líka fram að landris haldi áfram í Svartsengi og að hraði þess hafi aukist undanfarna viku á sama tíma og dregið hefur úr krafti eldgossins Þá segir að erfitt sé að spá fyrir um endalok eldgossins. Það geti haldið áfram í lengri tíma með stöðugu flæði eða stöðvast á næstunni. „Þar sem kvika safnast áfram undir Svartsengi og þrýstingur þar eykst er líka möguleiki á að kraftur eldgossins aukist aftur, líkt og gerðist í Fagradalsfjalli 2021. Ef eldgosið stöðvast á næstunni er líklegast að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi og svipuð atburðarás, eins og sést hefur síðustu mánuði, muni endurtaka sig,“ segir í frétt Veðurstofunnar. Þá segir að skjálftavirkni við kvikugang við Grindavík sé áfram mjög lítil en sé helst á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells en einnig aðeins í vestanverðri Grindavík. Við Fagradalsfjall sé viðvarandi smáskjálftavirkni á um sex til sjö kílómetra dýpi. Hættumatskort sem var uppfært í dag. Mynd/Veðurstofan Í frétt Veðurstofunnar segir að hættumat hafi verið uppfært og gildi til 16. apríl, að öllu óbreyttu. Engar breytingar voru gerðar á hættumatinu og er enn talin hætta af völdum gasmengunar metin mikil á öllum svæðum nema Sundhnúksgígaröðinni (svæði 3) þar sem hún er metin mjög mikil. Hætta á svæði 4 (Grindavík) og svæði 6 eru áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungu, sprunguhreyfinga, hraunflæðis og gasmengunar. Gasmengun til vesturs og norðvesturs Á morgun er austan og suðaustanátt og berst þá gasmengunin til vesturs og norðvesturs frá gosstöðvunum. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með loftgæðum í kringum eldgosið í byggð á Reykjanesskaga. Dregið hefur jafnt og þétt úr krafi eldgossins síðustu daga. Það sýna niðurstöður mælinga sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands sem fóru í mælingaflug yfir hraunbreiðuna í gær. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar segir að meðalhraunflæði frá gígunum á milli 3. og 8. apríl sé metið 3,6 ± 0,7 m3/s. Byggt á gögnum sem Verkfræðistofan Efla safnaði þann 3. apríl í drónaflugi var meðalhraunflæðið metið 6,6 ± 0,3 m3/s frá 27. mars til 3. apríl. Flatarmál hraunbreiðunnar er orðið 6,14 km2 og rúmmál 31,3 milljón m3. Á kortinu má sjá útbreiðslu og þykkt þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Mynd/Veðurstofan Undanfarna daga hefur hraun runnið að mestu til suðurs frá gígnum en tímabundið rann það skammt til norðurs á sunnudagskvöld í kjölfar þess að gígbarmurinn brast. Hraunið hefur þykknað mest nærri gígnum og skammt sunnan þeirra þar sem mest virkni er í hraunbreiðunni. Engin greinileg merki eru um framrás hrauns við varnargarða norðan Grindavíkur, Suðurstrandarveg eða Melhólsnámu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar kemur líka fram að landris haldi áfram í Svartsengi og að hraði þess hafi aukist undanfarna viku á sama tíma og dregið hefur úr krafti eldgossins Þá segir að erfitt sé að spá fyrir um endalok eldgossins. Það geti haldið áfram í lengri tíma með stöðugu flæði eða stöðvast á næstunni. „Þar sem kvika safnast áfram undir Svartsengi og þrýstingur þar eykst er líka möguleiki á að kraftur eldgossins aukist aftur, líkt og gerðist í Fagradalsfjalli 2021. Ef eldgosið stöðvast á næstunni er líklegast að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi og svipuð atburðarás, eins og sést hefur síðustu mánuði, muni endurtaka sig,“ segir í frétt Veðurstofunnar. Þá segir að skjálftavirkni við kvikugang við Grindavík sé áfram mjög lítil en sé helst á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells en einnig aðeins í vestanverðri Grindavík. Við Fagradalsfjall sé viðvarandi smáskjálftavirkni á um sex til sjö kílómetra dýpi. Hættumatskort sem var uppfært í dag. Mynd/Veðurstofan Í frétt Veðurstofunnar segir að hættumat hafi verið uppfært og gildi til 16. apríl, að öllu óbreyttu. Engar breytingar voru gerðar á hættumatinu og er enn talin hætta af völdum gasmengunar metin mikil á öllum svæðum nema Sundhnúksgígaröðinni (svæði 3) þar sem hún er metin mjög mikil. Hætta á svæði 4 (Grindavík) og svæði 6 eru áfram metin mikil vegna jarðfalls ofan í sprungu, sprunguhreyfinga, hraunflæðis og gasmengunar. Gasmengun til vesturs og norðvesturs Á morgun er austan og suðaustanátt og berst þá gasmengunin til vesturs og norðvesturs frá gosstöðvunum. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með loftgæðum í kringum eldgosið í byggð á Reykjanesskaga. Dregið hefur jafnt og þétt úr krafi eldgossins síðustu daga. Það sýna niðurstöður mælinga sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands sem fóru í mælingaflug yfir hraunbreiðuna í gær. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Veðurstofunnar. Þar segir að meðalhraunflæði frá gígunum á milli 3. og 8. apríl sé metið 3,6 ± 0,7 m3/s. Byggt á gögnum sem Verkfræðistofan Efla safnaði þann 3. apríl í drónaflugi var meðalhraunflæðið metið 6,6 ± 0,3 m3/s frá 27. mars til 3. apríl. Flatarmál hraunbreiðunnar er orðið 6,14 km2 og rúmmál 31,3 milljón m3. Á kortinu má sjá útbreiðslu og þykkt þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Mynd/Veðurstofan Undanfarna daga hefur hraun runnið að mestu til suðurs frá gígnum en tímabundið rann það skammt til norðurs á sunnudagskvöld í kjölfar þess að gígbarmurinn brast. Hraunið hefur þykknað mest nærri gígnum og skammt sunnan þeirra þar sem mest virkni er í hraunbreiðunni. Engin greinileg merki eru um framrás hrauns við varnargarða norðan Grindavíkur, Suðurstrandarveg eða Melhólsnámu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira