Ætlar að virkja meira Árni Sæberg skrifar 9. apríl 2024 14:40 Bjarni Benediktsson leiðir nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, sem tekur við forsætisráðuneytinu í kvöld, segir að virkja þurfi meira til þess að nýta sjálfbæra orku betur. Bjarni segir að allir hljóti að vera sammála um að við eigum mikið af grænni orku, sem hægt sé að nýta í orkuskiptin. Þau séu snar þáttur í orkuskiptum. „Þannig að það er ólíðandi að á Íslandi sé verið að ræða um orkuskort og að við náum ekki markmiðum okkar í orkuskiptum vegna þess að við sækjum ekki grænu orkuna sem við þó höfum og er jafnvel komin inn í rammaáætlun í nýtingarflokk.“ Kerfið of svifaseint Bjarni segir að þetta segi okkur að ferlar séu of þungir og stjórnkerfið í orkumálum of svifaseint. Við því sé Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, orku- loftslagsráðherra, að bregðast með sérstökum starfshópi. „Við viljum líka koma næsta áfanga af rammaáætlun í gegn, þó að það verði kannski svona aðeins minni í sniðum, tryggja að framboðið af orkunýtingarkostum sé til staðar og við ætlum einfaldlega að gera það sem þarf til þess að það falli saman markmið okkar um orkuskipti og uppbyggingu iðnaðar og starfa í landinu, sókn til framfara.“ Meira virkjað Bjarni segir að ráðuneyti hans vilji halda áfram að byggja ný verðmæt störf og hafa hagvöxt í landinu, meðal annars á grunni grænnar orku. Hann telji að um þetta geti tekist góð sátt, sér í lagi þegar orkuskortur blasi við og loftslagsmarkmið séu jafnvel ekki að nást. Verður virkjað meira? „Já, það verður gert meira. Það þarf að gera meira.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Orkuskipti Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Sjálfstæðisflokkurinn Umhverfismál Alþingi Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður næsti forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur við sem fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra. 9. apríl 2024 14:03 Viðbrögð á samfélagsmiðlum: „Í hvaða trúðalýðræði lifum við?“ Netverjar hafa ekki setið á skoðunum sínum um væntanleg stólaskipti í ríkisstjórn landsins. Tíðinda er að vænta af viðræðum ríkisstjórnarflokkanna klukkan 14 en þá hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu. 9. apríl 2024 13:18 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira
Bjarni segir að allir hljóti að vera sammála um að við eigum mikið af grænni orku, sem hægt sé að nýta í orkuskiptin. Þau séu snar þáttur í orkuskiptum. „Þannig að það er ólíðandi að á Íslandi sé verið að ræða um orkuskort og að við náum ekki markmiðum okkar í orkuskiptum vegna þess að við sækjum ekki grænu orkuna sem við þó höfum og er jafnvel komin inn í rammaáætlun í nýtingarflokk.“ Kerfið of svifaseint Bjarni segir að þetta segi okkur að ferlar séu of þungir og stjórnkerfið í orkumálum of svifaseint. Við því sé Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, orku- loftslagsráðherra, að bregðast með sérstökum starfshópi. „Við viljum líka koma næsta áfanga af rammaáætlun í gegn, þó að það verði kannski svona aðeins minni í sniðum, tryggja að framboðið af orkunýtingarkostum sé til staðar og við ætlum einfaldlega að gera það sem þarf til þess að það falli saman markmið okkar um orkuskipti og uppbyggingu iðnaðar og starfa í landinu, sókn til framfara.“ Meira virkjað Bjarni segir að ráðuneyti hans vilji halda áfram að byggja ný verðmæt störf og hafa hagvöxt í landinu, meðal annars á grunni grænnar orku. Hann telji að um þetta geti tekist góð sátt, sér í lagi þegar orkuskortur blasi við og loftslagsmarkmið séu jafnvel ekki að nást. Verður virkjað meira? „Já, það verður gert meira. Það þarf að gera meira.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkumál Orkuskipti Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Sjálfstæðisflokkurinn Umhverfismál Alþingi Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður næsti forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur við sem fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra. 9. apríl 2024 14:03 Viðbrögð á samfélagsmiðlum: „Í hvaða trúðalýðræði lifum við?“ Netverjar hafa ekki setið á skoðunum sínum um væntanleg stólaskipti í ríkisstjórn landsins. Tíðinda er að vænta af viðræðum ríkisstjórnarflokkanna klukkan 14 en þá hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu. 9. apríl 2024 13:18 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira
Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins verður næsti forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur við sem fjármálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra. 9. apríl 2024 14:03
Viðbrögð á samfélagsmiðlum: „Í hvaða trúðalýðræði lifum við?“ Netverjar hafa ekki setið á skoðunum sínum um væntanleg stólaskipti í ríkisstjórn landsins. Tíðinda er að vænta af viðræðum ríkisstjórnarflokkanna klukkan 14 en þá hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu. 9. apríl 2024 13:18