Frá þessu segir í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að þetta rómaða þorp sé þekkt fyrir að vera heimkynni jólasveinsins. Rovaniemi er höfuðstaður Lapplands.
„Flogið verður 7. desember frá Keflavíkurflugvelli til Rovaniemi-flugvallar en heimferðin er degi síðar. Íslendingum býðst því einstakt tækifæri til að heimsækja þessa finnsku töfraveröld.
Hægt er að hitta jólasveininn og eiginkonu hans í jólasveinaþorpinu Santapark alla daga ársins, en um 600 þúsund manns leggja leið sína þangað á ári hverju.
Rovaniemi er líflegt háskólaþorp en þar búa 65 þúsund manns og um það bil 12 þúsund hreindýr eru á svæðinu.
Þar er hægt að fara í norðurljósaskoðunarferð á hundasleða eða sofa undir stjörnunum í glerkúluhúsi. Hvað svo sem verður fyrir valinu er ljóst að ef ætlunin er að koma sér í jólaskap með góðum fyrirvara í ár, þá mun ferð til Rovaniemi engan svíkja,“ segir í tilkynningunni.