Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að veðrið er að mestu gengið niður en gera megi ráð fyrir austan skafrenningi til fjalla á Tröllaskaga í dag en lítilli úrkomu. Á Austfjörðum spáir hægri norðaustanátt með lítilsháttar éljum en lægir og styttir upp með deginum, segir ennfremur.
Þá segir að fáar snjóflóðatilkynningar hafi borist síðustu daga en skyggni hefur verið lítið.
„Gera þarf ráð fyrir að snjórinn geti enn verið óstöðugur og að fólk sem heldur til fjalla geti sett af stað snjóflóð þegar það ferðast um brattar brekkur,“ segir að lokum.