„Verður erfitt sumar fyrir Böðvar vin minn“ Andri Már Eggertsson skrifar 8. apríl 2024 22:45 Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, var ekki sáttur með Ívar Orra Kristjánsson, dómara leiksins, Vísir/Anton Brink Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, var svekktur eftir 2-0 tap gegn Breiðabliki í 1. umferð Bestu deildarinnar. „Þeir voru betri í fyrri hálfleik og voru að spila boltanum á milli sín en fengu ekki mörg færi. Mér fannst við skapa nokkrar góðar stöður á vellinum. Við settum pressu á þá í seinni hálfleik en náðum ekki að reka endahnútinn á það,“ sagði Björn Daníel Sverrisson í samtali við Vísi eftir leik. Björn Daníel var ekki sáttur með að FH hafi ekki fengið vítaspyrnu þegar Damir Muminovic tók Sigurð Bjart Hallsson niður í teignum. „Að mínu mati var tekið víti af okkur. Við vorum einu marki undir á þeim tíma og það hefði breytt leiknum mikið. Ég veit ekki hvernig hann sá þetta ekki þar sem hann var fimm metra frá þessu en svona er þetta.“ „Ég er búinn að horfa á þetta atvik inn í klefa og mér finnst þetta hundrað prósent víti. Þetta gerist hratt og vonandi lifa menn og læra af þessu.“ Mikil umræða hefur skapast um breyttar áherslur dómara þar sem gulum spjöldum hefur fjölgað töluvert. Björn hafði þá sérstaklega miklar áhyggjur af Böðvari Böðvarssyni. „Það er erfitt fyrir marga að halda aftur af sér þegar þeir eru ósáttir með eitthvað. Þetta verður erfitt sumar fyrir Böðvar vin minn ef að hann fær alltaf gult spjald þegar hann er ósáttur út í dómarann. Þá held ég að hann verði í banni í fleiri leikjum heldur en hann spilar.“ „Það eru alltaf nýjar áherslur og menn verða að læra að fylgja þeim. Það er stutt þangað til að ég hætti og þetta verður orðið allt of flókið þegar að ég hætti,“ sagði Björn Daníel Sverrisson að lokum. FH Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Þeir voru betri í fyrri hálfleik og voru að spila boltanum á milli sín en fengu ekki mörg færi. Mér fannst við skapa nokkrar góðar stöður á vellinum. Við settum pressu á þá í seinni hálfleik en náðum ekki að reka endahnútinn á það,“ sagði Björn Daníel Sverrisson í samtali við Vísi eftir leik. Björn Daníel var ekki sáttur með að FH hafi ekki fengið vítaspyrnu þegar Damir Muminovic tók Sigurð Bjart Hallsson niður í teignum. „Að mínu mati var tekið víti af okkur. Við vorum einu marki undir á þeim tíma og það hefði breytt leiknum mikið. Ég veit ekki hvernig hann sá þetta ekki þar sem hann var fimm metra frá þessu en svona er þetta.“ „Ég er búinn að horfa á þetta atvik inn í klefa og mér finnst þetta hundrað prósent víti. Þetta gerist hratt og vonandi lifa menn og læra af þessu.“ Mikil umræða hefur skapast um breyttar áherslur dómara þar sem gulum spjöldum hefur fjölgað töluvert. Björn hafði þá sérstaklega miklar áhyggjur af Böðvari Böðvarssyni. „Það er erfitt fyrir marga að halda aftur af sér þegar þeir eru ósáttir með eitthvað. Þetta verður erfitt sumar fyrir Böðvar vin minn ef að hann fær alltaf gult spjald þegar hann er ósáttur út í dómarann. Þá held ég að hann verði í banni í fleiri leikjum heldur en hann spilar.“ „Það eru alltaf nýjar áherslur og menn verða að læra að fylgja þeim. Það er stutt þangað til að ég hætti og þetta verður orðið allt of flókið þegar að ég hætti,“ sagði Björn Daníel Sverrisson að lokum.
FH Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira