Krefur ríkið um 225 milljónir króna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. apríl 2024 20:06 Styrmir Þór Bragason starfar nú sem framkvæmdastjóri Vals. Valur Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka var sýknaður í héraðsdómi Reykjavíkur í Exeter-málinu svokallaða en dómnum var snúið við í Hæstarétti Íslands árið 2013. Hann krefst nú að ríkið greiði honum 225 milljónir króna í fjártjóns- og miskabætur fyrir að hafa misst hæfi til að gegna forstjórastöðu sinni ásamt því að sæta eins árs fangelsisvist. Gísli Guðni Hall, lögmaður Styrmis, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir málið enn vera á gagnaöflunarstigi en að fyrirtaka verði á miðvikudaginn. Ekki sé búið að ákveða hvenær málflutningur fari fram. „Það er enginn ágreiningur um skaðabótaskylduna. Hún er viðurkennd af ríkinu. Ríkið hefur ekki sett fram neina fjárhæð þannig þetta er spurning um fjárhæð bóta,“ segir Guðni og segist telja líklegt að málið verði flutt einhvern tímann fyrir lok árs. „Tjónið er augljóslega verulegt þar sem sakfellingin leiddi til þess að hann missti hæfið til að gegna starfinu sem hann gegndi. Ekki bara það, hann sat inni líka. Þetta er bara mjög stórt skaðabótamál,“ bætir hann við. Umboðssvik ómöguleg án umboðs Málið má rekja aftur til október 2008 í miðju hruninu. Sparisjóðurinn Byr lánaði Exeter Holdings ehf. 800 milljón krónur til að Exeter gæti keypt hlutabréf í Byr af Jóni Þorsteini Jónssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Byrs og Ragnari Z. Guðjónssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Bréfin vildu mennirnir losa sig við þar sem þeim var ljóst að þau væru í raun verðlaus. Styrmir Þór Bragason var ákærður fyrir hlutdeild í málinu og var sakaður um að hafa tekið þátt í skipulagningu lánveitinganna. Hann var á þeim tíma forstjóri MP banka sem hafði lánað fé til hlutabréfakaupanna. Ragnar og Jón Þorsteinn voru báðir dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik. Þeir voru sagðir ekki hafa gætt að hagsmunum bankans við lánveitinguna. MP banki lánaði félaginu 800 milljónir svo það gæti keypt bréf í Byr. Styrmir var sýknaður í héraðsdómi á þeim forsendum að hann gæti ekki framið umboðssvik þar sem hann hefði ekki gegnt stöðu innan Byrs. Málinu vísað frá fyrir slysni Árið 2013 sneri Hæstiréttur dómnum við og var hann dæmdur til eins árs fangelsisvistar. Styrmir var þá forstjóri Straums-Burðarás, nú hluti af Kviku banka. Fjártjónsbótakrafan byggir á forstjóralaununum sem hann varð af vegna sakfellingarinnar. Árið 2019 tók Mannréttindadómstóll Evrópu málið fyrir og komst að þeirri niðurstöðu að Styrmir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í Hæstarétti. Styrmir óskaði þá eftir endurupptöku á málinu og féllst endurupptökudómur á ósk hans árið 2021. Fyrir mistök var málinu vísað frá árið 2022 þar sem málið var sent beint til Hæstaréttar en ekki Landsréttar. Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Styrmir þakkar fjölskyldu sinni stuðninginn og tileinkar sigurinn börnunum sínum Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 17. júlí 2019 08:40 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Gísli Guðni Hall, lögmaður Styrmis, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir málið enn vera á gagnaöflunarstigi en að fyrirtaka verði á miðvikudaginn. Ekki sé búið að ákveða hvenær málflutningur fari fram. „Það er enginn ágreiningur um skaðabótaskylduna. Hún er viðurkennd af ríkinu. Ríkið hefur ekki sett fram neina fjárhæð þannig þetta er spurning um fjárhæð bóta,“ segir Guðni og segist telja líklegt að málið verði flutt einhvern tímann fyrir lok árs. „Tjónið er augljóslega verulegt þar sem sakfellingin leiddi til þess að hann missti hæfið til að gegna starfinu sem hann gegndi. Ekki bara það, hann sat inni líka. Þetta er bara mjög stórt skaðabótamál,“ bætir hann við. Umboðssvik ómöguleg án umboðs Málið má rekja aftur til október 2008 í miðju hruninu. Sparisjóðurinn Byr lánaði Exeter Holdings ehf. 800 milljón krónur til að Exeter gæti keypt hlutabréf í Byr af Jóni Þorsteini Jónssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Byrs og Ragnari Z. Guðjónssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Bréfin vildu mennirnir losa sig við þar sem þeim var ljóst að þau væru í raun verðlaus. Styrmir Þór Bragason var ákærður fyrir hlutdeild í málinu og var sakaður um að hafa tekið þátt í skipulagningu lánveitinganna. Hann var á þeim tíma forstjóri MP banka sem hafði lánað fé til hlutabréfakaupanna. Ragnar og Jón Þorsteinn voru báðir dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik. Þeir voru sagðir ekki hafa gætt að hagsmunum bankans við lánveitinguna. MP banki lánaði félaginu 800 milljónir svo það gæti keypt bréf í Byr. Styrmir var sýknaður í héraðsdómi á þeim forsendum að hann gæti ekki framið umboðssvik þar sem hann hefði ekki gegnt stöðu innan Byrs. Málinu vísað frá fyrir slysni Árið 2013 sneri Hæstiréttur dómnum við og var hann dæmdur til eins árs fangelsisvistar. Styrmir var þá forstjóri Straums-Burðarás, nú hluti af Kviku banka. Fjártjónsbótakrafan byggir á forstjóralaununum sem hann varð af vegna sakfellingarinnar. Árið 2019 tók Mannréttindadómstóll Evrópu málið fyrir og komst að þeirri niðurstöðu að Styrmir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í Hæstarétti. Styrmir óskaði þá eftir endurupptöku á málinu og féllst endurupptökudómur á ósk hans árið 2021. Fyrir mistök var málinu vísað frá árið 2022 þar sem málið var sent beint til Hæstaréttar en ekki Landsréttar.
Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Styrmir þakkar fjölskyldu sinni stuðninginn og tileinkar sigurinn börnunum sínum Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 17. júlí 2019 08:40 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Styrmir þakkar fjölskyldu sinni stuðninginn og tileinkar sigurinn börnunum sínum Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 17. júlí 2019 08:40