Innlent

René kemur inn fyrir Katrínu þar til Eva Dögg snýr aftur

Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa
René Biasone verður þingmaður til 15. apríl þegar Eva Dögg Davíðsdóttir snýr aftur í barneignarleyfi.
René Biasone verður þingmaður til 15. apríl þegar Eva Dögg Davíðsdóttir snýr aftur í barneignarleyfi. Vísir/Arnar/Vilhelm

Viðræður forystufólks stjórnarflokkanna um áframhaldandi stjórnarsamstarf eru vel á veg komnar. Þingflokkar stjórnarflokkanna, sem og aðrir þingflokkar á Alþingi, sitja nú á fundi. Þingfundur er svo fyrirhugaður klukkan þrjú.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er forystufólk stjórnarflokkanna að reyna að ná samkomulagi um áherslur helstu mála það sem eftir lifir kjörtímabils. Þar er meðal annars tekist á um áherslur í útlendingamálum og orkumálum. Ekki er hægt að útiloka að samkomulag náist í dag og þá verði boðað til ríkisráðsfundar á Bessastöðum. Ekki liggur endanlega fyrir ákvörðun um hver verði næsti forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson eða Sigurður Ingi Jóhannsson.

Í dagskrá þingsins segir að þingfundur eigi að hefjast klukkan þrjú að loknum þingflokksfundum þar sem forseti Alþingis mun væntanlega lesa bréf frá Katrínu Jakobsdóttur þar sem hún segir af sér þingmennsku. Í hennar stað sest René Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, á þing til 15. apríl en þá kemur Eva Dögg Davíðsdóttir, doktorsnemi, sem er fyrsti varaþingmaður Vinstri grænna í kjördæminu á þing í stað Katrínar. Eva Dögg er í barneignarleyfi sem stendur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×