Hvetur fólk til að finna sólmyrkvagleraugun og kíkja út í kvöld Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. apríl 2024 13:00 Deildarmyrkvi verður þegar tunglið hylur sólina að hluta til. Vísir/baldur Ef veður leyfir mun deildarmyrkvi á sólu sjást frá öllu landinu í kvöld. Almyrkvi verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sem er töluvert sjónarspil. „Deildarmyrkvi verður þegar tunglið hylur sólina að hluta til og í kvöld um klukkan 19:30 getur fólk séð hvernig tunglið hylur um 40 prósent sólarinnar frá Íslandi séð. Þannig það eina sem fólk þarf að gera er að horfa nokkurn veginn í vesturátt og vera með viðeigandi hlífðarbúnað, eitthvað sem deyfir birtu sólarinnar nægjanlega eins og t.d. sólmyrkvagleraugu sem fólk á vonandi einhvers staðar heima hjá sér,“ segir Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu Sævar. Eltir almyrkvann Hann segir Sólmyrkva einhvers staðar á jörðinni á átján mánaða fresti. „Þannig að deildarmyrkvi eins og við sjáum núna í kvöld eru frekar algengir en það er tiltölulega óalgengt að við fáum almyrkva sem gengur núna yfir Mexíkó, Bandaríkin og Kanada. En við Íslendingar þurfum bara að bíða til ársins 2026 til að sjá það hjá okkur.“ Og þú ert einmitt einhvers staðar úti til að upplifa það? „Já ég er á leiðinni inn í almyrkvaslóðina í dag á stað sem heitir Burlington í Vermont. Þar er veðurútlit gott og þangað er búist við að mörg þúsund manns leggi leið sína til að fylgjast með þessu, fyrir utan allar þær milljónir sem verða á flakki í Bandaríkjunum í dag til að koma sér á réttan stað og finna glufur í skýjunum. Þannig það er mikil stemning fyrir þessu í dag, vægast sagt.“ Hann hvetur fólk hér heima til að kíkja út og líta upp ef veður leyfir. „Já ef vel viðrar þá er um að gera að rífa upp sólmyrkvagleraugun eða eitthvað annað sem deyfir birtuna nægilega mikið og kíkja eftir þessu. Þetta er ekki nærri því jafn mikið sjónarspil og almyrkvi en engu að síður skemmtileg. Við fáum annan svona deildarmyrkva á næsta ári og svo er það almyrkvinn eftir tvö ár. Það er alltaf um að gera að kíkja aðeins á náttúruna og skoða hana.“ Sólin Geimurinn Tengdar fréttir Deildarmyrkvi í kvöld Deildarmyrkvi á tungli verður sjáanlegur frá öllu Íslandi í kvöld. Lítill hluti tunglskífunnar mun myrkvast og þá mun líta út eins og biti hafi verið tekinn úr tunglinu. Deildarmyrkvinn nær hámarki rétt eftir klukkan 20.00. 28. október 2023 19:23 Deildarmyrkvi á sólu á morgun Á morgun, mánudaginn 8. apríl, mun sjást deildarmyrkvi á sólu frá öllu landinu, ef veður leyfir. Frá Reykjavík sést allur myrkvinn. Tunglið kemur til með að hylja um og yfir fjörutíu prósent sólarinnar frá Íslandi séð en í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada verður almyrkvi. 7. apríl 2024 09:34 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
„Deildarmyrkvi verður þegar tunglið hylur sólina að hluta til og í kvöld um klukkan 19:30 getur fólk séð hvernig tunglið hylur um 40 prósent sólarinnar frá Íslandi séð. Þannig það eina sem fólk þarf að gera er að horfa nokkurn veginn í vesturátt og vera með viðeigandi hlífðarbúnað, eitthvað sem deyfir birtu sólarinnar nægjanlega eins og t.d. sólmyrkvagleraugu sem fólk á vonandi einhvers staðar heima hjá sér,“ segir Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu Sævar. Eltir almyrkvann Hann segir Sólmyrkva einhvers staðar á jörðinni á átján mánaða fresti. „Þannig að deildarmyrkvi eins og við sjáum núna í kvöld eru frekar algengir en það er tiltölulega óalgengt að við fáum almyrkva sem gengur núna yfir Mexíkó, Bandaríkin og Kanada. En við Íslendingar þurfum bara að bíða til ársins 2026 til að sjá það hjá okkur.“ Og þú ert einmitt einhvers staðar úti til að upplifa það? „Já ég er á leiðinni inn í almyrkvaslóðina í dag á stað sem heitir Burlington í Vermont. Þar er veðurútlit gott og þangað er búist við að mörg þúsund manns leggi leið sína til að fylgjast með þessu, fyrir utan allar þær milljónir sem verða á flakki í Bandaríkjunum í dag til að koma sér á réttan stað og finna glufur í skýjunum. Þannig það er mikil stemning fyrir þessu í dag, vægast sagt.“ Hann hvetur fólk hér heima til að kíkja út og líta upp ef veður leyfir. „Já ef vel viðrar þá er um að gera að rífa upp sólmyrkvagleraugun eða eitthvað annað sem deyfir birtuna nægilega mikið og kíkja eftir þessu. Þetta er ekki nærri því jafn mikið sjónarspil og almyrkvi en engu að síður skemmtileg. Við fáum annan svona deildarmyrkva á næsta ári og svo er það almyrkvinn eftir tvö ár. Það er alltaf um að gera að kíkja aðeins á náttúruna og skoða hana.“
Sólin Geimurinn Tengdar fréttir Deildarmyrkvi í kvöld Deildarmyrkvi á tungli verður sjáanlegur frá öllu Íslandi í kvöld. Lítill hluti tunglskífunnar mun myrkvast og þá mun líta út eins og biti hafi verið tekinn úr tunglinu. Deildarmyrkvinn nær hámarki rétt eftir klukkan 20.00. 28. október 2023 19:23 Deildarmyrkvi á sólu á morgun Á morgun, mánudaginn 8. apríl, mun sjást deildarmyrkvi á sólu frá öllu landinu, ef veður leyfir. Frá Reykjavík sést allur myrkvinn. Tunglið kemur til með að hylja um og yfir fjörutíu prósent sólarinnar frá Íslandi séð en í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada verður almyrkvi. 7. apríl 2024 09:34 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Deildarmyrkvi í kvöld Deildarmyrkvi á tungli verður sjáanlegur frá öllu Íslandi í kvöld. Lítill hluti tunglskífunnar mun myrkvast og þá mun líta út eins og biti hafi verið tekinn úr tunglinu. Deildarmyrkvinn nær hámarki rétt eftir klukkan 20.00. 28. október 2023 19:23
Deildarmyrkvi á sólu á morgun Á morgun, mánudaginn 8. apríl, mun sjást deildarmyrkvi á sólu frá öllu landinu, ef veður leyfir. Frá Reykjavík sést allur myrkvinn. Tunglið kemur til með að hylja um og yfir fjörutíu prósent sólarinnar frá Íslandi séð en í Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada verður almyrkvi. 7. apríl 2024 09:34