Rannsakar Musk vegna falsfrétta í Brasilíu Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2024 09:13 Elon Musk lýsir sjálfum sér sem hörðum tjáningarfrelsissinna og neitar að loka á notendur sem eru sakaðir um að dreifa lygum í Brasilíu. Engu að síður tók Twitter þátt í að loka á blaðamenn og andófsfólk í Tyrklandi rétt fyrir kosningar þar í fyrra. AP/Kirsty Wigglesworth Hæstaréttardómari í Brasilíu skipaði fyrir um að Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins X, sætti rannsókn fyrir að dreifa falsfréttum og að hindra framgang réttvísinnar. Musk segist ekki ætla að virða tilskipanir brasilískra dómstóla um að loka á nettröll. Ásakanirnar á hendur Musk tengjast rannsókn á hópi netverja sem er sakaður um að dreifa rætnum falsfréttum og að ógna brasilískum hæstaréttardómurum. Musk brást við kröfum brasilískra dómstóla um að loka á slíka notendur með því að segja að öllum takmörkunum á notendur sem hefðu verið bannaðir yrði aflétt um helgina. „Þetta eru hörðustu kröfur nokkurs ríkis á jörðinni!“ skrifaði Musk á eigin miðill en lét þess ekki getið hverjar kröfurnar væru nákvæmlega. Alexandre de Moraes, hæstaréttardómari, gaf í kjölfarið út tilskipun um að rannsóknin skyldi einnig ná til Musk sem hefði gerst sekur um að há opinbera „upplýsingafalsherferð“ um réttinn. Dómarinn skipaði einnig fyrir um nýja rannsókn á hvort að Musk hefði hindrað framgang réttvísinnar með framferði sínu. „Blygðunarlaus hindrun á framgangi réttvísinnar í Brasilíu, hvatning til glæpa, opinberar hótanir um að óhlýðnast dómsúrskurðum og um að miðillinn verði ekki samvinnuþýður í framtíðinni eru staðreyndir sem eru móðgun við fullveldi Brasilíu,“ skrifaði de Moraes í tilskipun sinni. Alexandre de Moraes, hæstaréttardómari í Brasilíu, er sagður í krossferð til þess að uppræta upplýsingafals á samfélagsmiðlum.AP/Eraldo Peres Umdeild rannsókn og dómari X verður beitt dagssektum ef fyrirtækið fer ekki eftir tilskipun dómstólsins um að loka á vissa notendur. Musk sagði að líklega muni fyrirtækið þurfa að loka skrifstofum sínum í Brasilíu en hvatti notendur til þess að ná sér í svonefnt sýndareinkanet (VPN) ef lokað yrði á miðilinn í landinu. Rannsóknin og de Moraes sjálfur er umdeildur í Brasilíu. Bandamenn Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta, saka dómarann um að fara út fyrir valdsvið sitt, þrengja að tjáningarfrelsinu og stunda pólitískar ofsóknir, að sögn AP-fréttastofunnar. Stuðningsmenn de Moraes segja rannsóknina löglega og nauðsynlega til þess að uppræta upplýsingafals á samfélagmsiðlum sem ógni lýðræðinu í landinu. Stuðningsmenn Bolsonaro réðust á þinghúsið í höfuðborginni í janúar í fyrra, líkt og stuðningsmenn Donalds Trump í Bandaríkjunum tveimur árum áður. Musk hefur lýst sjálfum sér sem tjáningarfrelsissinna sem geri ekki málamiðlanir. Eftir að hann eignaðist miðilinn sem þá hét Twitter aflétti hann banni á fjölda hægriöfgasinna, nýnasista og aðra öfgamenn. Hann tekur sjálfur reglulega undir sjónarmið alls kyns hægriöfgamönnum og hvítum þjóðernissinnum á miðlinum. Um helgina stillti Musk deilunni við brasilíska dómstólinn sem grundvallarmáli tjáningarfrelsisins. Ákvörðunin um að óhlýðnast dómsúrskurði ætti eftir að kosta hann pening en „hugsjónir skipta meira máli en hagnaður“. Þær hugsjónir voru Musk ekki eins ofarlega í huga fyrir forseta- og þingkosningarnar í Tyrklandi í fyrra. Þá samþykkt X kröfur stjórnar Receps Erdogan forseta um að loka á reikninga blaðamanna og andófsfólks rétt fyrir kjördag. Musk sagði þá að valið hefði staðið á milli þess að lokað eða hægt yrði verulega á Twitter annars vegar eða fyrirtækið takmarkaði aðgang að ákveðnum færslum. Brasilía Samfélagsmiðlar X (Twitter) Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Ásakanirnar á hendur Musk tengjast rannsókn á hópi netverja sem er sakaður um að dreifa rætnum falsfréttum og að ógna brasilískum hæstaréttardómurum. Musk brást við kröfum brasilískra dómstóla um að loka á slíka notendur með því að segja að öllum takmörkunum á notendur sem hefðu verið bannaðir yrði aflétt um helgina. „Þetta eru hörðustu kröfur nokkurs ríkis á jörðinni!“ skrifaði Musk á eigin miðill en lét þess ekki getið hverjar kröfurnar væru nákvæmlega. Alexandre de Moraes, hæstaréttardómari, gaf í kjölfarið út tilskipun um að rannsóknin skyldi einnig ná til Musk sem hefði gerst sekur um að há opinbera „upplýsingafalsherferð“ um réttinn. Dómarinn skipaði einnig fyrir um nýja rannsókn á hvort að Musk hefði hindrað framgang réttvísinnar með framferði sínu. „Blygðunarlaus hindrun á framgangi réttvísinnar í Brasilíu, hvatning til glæpa, opinberar hótanir um að óhlýðnast dómsúrskurðum og um að miðillinn verði ekki samvinnuþýður í framtíðinni eru staðreyndir sem eru móðgun við fullveldi Brasilíu,“ skrifaði de Moraes í tilskipun sinni. Alexandre de Moraes, hæstaréttardómari í Brasilíu, er sagður í krossferð til þess að uppræta upplýsingafals á samfélagsmiðlum.AP/Eraldo Peres Umdeild rannsókn og dómari X verður beitt dagssektum ef fyrirtækið fer ekki eftir tilskipun dómstólsins um að loka á vissa notendur. Musk sagði að líklega muni fyrirtækið þurfa að loka skrifstofum sínum í Brasilíu en hvatti notendur til þess að ná sér í svonefnt sýndareinkanet (VPN) ef lokað yrði á miðilinn í landinu. Rannsóknin og de Moraes sjálfur er umdeildur í Brasilíu. Bandamenn Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta, saka dómarann um að fara út fyrir valdsvið sitt, þrengja að tjáningarfrelsinu og stunda pólitískar ofsóknir, að sögn AP-fréttastofunnar. Stuðningsmenn de Moraes segja rannsóknina löglega og nauðsynlega til þess að uppræta upplýsingafals á samfélagmsiðlum sem ógni lýðræðinu í landinu. Stuðningsmenn Bolsonaro réðust á þinghúsið í höfuðborginni í janúar í fyrra, líkt og stuðningsmenn Donalds Trump í Bandaríkjunum tveimur árum áður. Musk hefur lýst sjálfum sér sem tjáningarfrelsissinna sem geri ekki málamiðlanir. Eftir að hann eignaðist miðilinn sem þá hét Twitter aflétti hann banni á fjölda hægriöfgasinna, nýnasista og aðra öfgamenn. Hann tekur sjálfur reglulega undir sjónarmið alls kyns hægriöfgamönnum og hvítum þjóðernissinnum á miðlinum. Um helgina stillti Musk deilunni við brasilíska dómstólinn sem grundvallarmáli tjáningarfrelsisins. Ákvörðunin um að óhlýðnast dómsúrskurði ætti eftir að kosta hann pening en „hugsjónir skipta meira máli en hagnaður“. Þær hugsjónir voru Musk ekki eins ofarlega í huga fyrir forseta- og þingkosningarnar í Tyrklandi í fyrra. Þá samþykkt X kröfur stjórnar Receps Erdogan forseta um að loka á reikninga blaðamanna og andófsfólks rétt fyrir kjördag. Musk sagði þá að valið hefði staðið á milli þess að lokað eða hægt yrði verulega á Twitter annars vegar eða fyrirtækið takmarkaði aðgang að ákveðnum færslum.
Brasilía Samfélagsmiðlar X (Twitter) Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira