Rannsakar Musk vegna falsfrétta í Brasilíu Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2024 09:13 Elon Musk lýsir sjálfum sér sem hörðum tjáningarfrelsissinna og neitar að loka á notendur sem eru sakaðir um að dreifa lygum í Brasilíu. Engu að síður tók Twitter þátt í að loka á blaðamenn og andófsfólk í Tyrklandi rétt fyrir kosningar þar í fyrra. AP/Kirsty Wigglesworth Hæstaréttardómari í Brasilíu skipaði fyrir um að Elon Musk, eigandi samfélagsmiðilsins X, sætti rannsókn fyrir að dreifa falsfréttum og að hindra framgang réttvísinnar. Musk segist ekki ætla að virða tilskipanir brasilískra dómstóla um að loka á nettröll. Ásakanirnar á hendur Musk tengjast rannsókn á hópi netverja sem er sakaður um að dreifa rætnum falsfréttum og að ógna brasilískum hæstaréttardómurum. Musk brást við kröfum brasilískra dómstóla um að loka á slíka notendur með því að segja að öllum takmörkunum á notendur sem hefðu verið bannaðir yrði aflétt um helgina. „Þetta eru hörðustu kröfur nokkurs ríkis á jörðinni!“ skrifaði Musk á eigin miðill en lét þess ekki getið hverjar kröfurnar væru nákvæmlega. Alexandre de Moraes, hæstaréttardómari, gaf í kjölfarið út tilskipun um að rannsóknin skyldi einnig ná til Musk sem hefði gerst sekur um að há opinbera „upplýsingafalsherferð“ um réttinn. Dómarinn skipaði einnig fyrir um nýja rannsókn á hvort að Musk hefði hindrað framgang réttvísinnar með framferði sínu. „Blygðunarlaus hindrun á framgangi réttvísinnar í Brasilíu, hvatning til glæpa, opinberar hótanir um að óhlýðnast dómsúrskurðum og um að miðillinn verði ekki samvinnuþýður í framtíðinni eru staðreyndir sem eru móðgun við fullveldi Brasilíu,“ skrifaði de Moraes í tilskipun sinni. Alexandre de Moraes, hæstaréttardómari í Brasilíu, er sagður í krossferð til þess að uppræta upplýsingafals á samfélagsmiðlum.AP/Eraldo Peres Umdeild rannsókn og dómari X verður beitt dagssektum ef fyrirtækið fer ekki eftir tilskipun dómstólsins um að loka á vissa notendur. Musk sagði að líklega muni fyrirtækið þurfa að loka skrifstofum sínum í Brasilíu en hvatti notendur til þess að ná sér í svonefnt sýndareinkanet (VPN) ef lokað yrði á miðilinn í landinu. Rannsóknin og de Moraes sjálfur er umdeildur í Brasilíu. Bandamenn Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta, saka dómarann um að fara út fyrir valdsvið sitt, þrengja að tjáningarfrelsinu og stunda pólitískar ofsóknir, að sögn AP-fréttastofunnar. Stuðningsmenn de Moraes segja rannsóknina löglega og nauðsynlega til þess að uppræta upplýsingafals á samfélagmsiðlum sem ógni lýðræðinu í landinu. Stuðningsmenn Bolsonaro réðust á þinghúsið í höfuðborginni í janúar í fyrra, líkt og stuðningsmenn Donalds Trump í Bandaríkjunum tveimur árum áður. Musk hefur lýst sjálfum sér sem tjáningarfrelsissinna sem geri ekki málamiðlanir. Eftir að hann eignaðist miðilinn sem þá hét Twitter aflétti hann banni á fjölda hægriöfgasinna, nýnasista og aðra öfgamenn. Hann tekur sjálfur reglulega undir sjónarmið alls kyns hægriöfgamönnum og hvítum þjóðernissinnum á miðlinum. Um helgina stillti Musk deilunni við brasilíska dómstólinn sem grundvallarmáli tjáningarfrelsisins. Ákvörðunin um að óhlýðnast dómsúrskurði ætti eftir að kosta hann pening en „hugsjónir skipta meira máli en hagnaður“. Þær hugsjónir voru Musk ekki eins ofarlega í huga fyrir forseta- og þingkosningarnar í Tyrklandi í fyrra. Þá samþykkt X kröfur stjórnar Receps Erdogan forseta um að loka á reikninga blaðamanna og andófsfólks rétt fyrir kjördag. Musk sagði þá að valið hefði staðið á milli þess að lokað eða hægt yrði verulega á Twitter annars vegar eða fyrirtækið takmarkaði aðgang að ákveðnum færslum. Brasilía Samfélagsmiðlar X (Twitter) Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Ásakanirnar á hendur Musk tengjast rannsókn á hópi netverja sem er sakaður um að dreifa rætnum falsfréttum og að ógna brasilískum hæstaréttardómurum. Musk brást við kröfum brasilískra dómstóla um að loka á slíka notendur með því að segja að öllum takmörkunum á notendur sem hefðu verið bannaðir yrði aflétt um helgina. „Þetta eru hörðustu kröfur nokkurs ríkis á jörðinni!“ skrifaði Musk á eigin miðill en lét þess ekki getið hverjar kröfurnar væru nákvæmlega. Alexandre de Moraes, hæstaréttardómari, gaf í kjölfarið út tilskipun um að rannsóknin skyldi einnig ná til Musk sem hefði gerst sekur um að há opinbera „upplýsingafalsherferð“ um réttinn. Dómarinn skipaði einnig fyrir um nýja rannsókn á hvort að Musk hefði hindrað framgang réttvísinnar með framferði sínu. „Blygðunarlaus hindrun á framgangi réttvísinnar í Brasilíu, hvatning til glæpa, opinberar hótanir um að óhlýðnast dómsúrskurðum og um að miðillinn verði ekki samvinnuþýður í framtíðinni eru staðreyndir sem eru móðgun við fullveldi Brasilíu,“ skrifaði de Moraes í tilskipun sinni. Alexandre de Moraes, hæstaréttardómari í Brasilíu, er sagður í krossferð til þess að uppræta upplýsingafals á samfélagsmiðlum.AP/Eraldo Peres Umdeild rannsókn og dómari X verður beitt dagssektum ef fyrirtækið fer ekki eftir tilskipun dómstólsins um að loka á vissa notendur. Musk sagði að líklega muni fyrirtækið þurfa að loka skrifstofum sínum í Brasilíu en hvatti notendur til þess að ná sér í svonefnt sýndareinkanet (VPN) ef lokað yrði á miðilinn í landinu. Rannsóknin og de Moraes sjálfur er umdeildur í Brasilíu. Bandamenn Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta, saka dómarann um að fara út fyrir valdsvið sitt, þrengja að tjáningarfrelsinu og stunda pólitískar ofsóknir, að sögn AP-fréttastofunnar. Stuðningsmenn de Moraes segja rannsóknina löglega og nauðsynlega til þess að uppræta upplýsingafals á samfélagmsiðlum sem ógni lýðræðinu í landinu. Stuðningsmenn Bolsonaro réðust á þinghúsið í höfuðborginni í janúar í fyrra, líkt og stuðningsmenn Donalds Trump í Bandaríkjunum tveimur árum áður. Musk hefur lýst sjálfum sér sem tjáningarfrelsissinna sem geri ekki málamiðlanir. Eftir að hann eignaðist miðilinn sem þá hét Twitter aflétti hann banni á fjölda hægriöfgasinna, nýnasista og aðra öfgamenn. Hann tekur sjálfur reglulega undir sjónarmið alls kyns hægriöfgamönnum og hvítum þjóðernissinnum á miðlinum. Um helgina stillti Musk deilunni við brasilíska dómstólinn sem grundvallarmáli tjáningarfrelsisins. Ákvörðunin um að óhlýðnast dómsúrskurði ætti eftir að kosta hann pening en „hugsjónir skipta meira máli en hagnaður“. Þær hugsjónir voru Musk ekki eins ofarlega í huga fyrir forseta- og þingkosningarnar í Tyrklandi í fyrra. Þá samþykkt X kröfur stjórnar Receps Erdogan forseta um að loka á reikninga blaðamanna og andófsfólks rétt fyrir kjördag. Musk sagði þá að valið hefði staðið á milli þess að lokað eða hægt yrði verulega á Twitter annars vegar eða fyrirtækið takmarkaði aðgang að ákveðnum færslum.
Brasilía Samfélagsmiðlar X (Twitter) Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira