„Nú sem aldrei fyrr er þörf á vitundarvakningu um dauðann og sorgina“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2024 07:37 Alma D. Möller er landlæknir. Landlæknisembættið Landlæknir segir að fram þurfi að fara „mun meiri og dýpri umræða í samfélaginu“ um dánaraðstoð áður en menn geta farið að ræða mögulega lagasetningu. Þetta kemur fram í umsögn embættisins vegna frumvarps sem nú liggur fyrir þinginu. „Nú sem aldrei fyrr er þörf á vitundarvakningu um dauðann og sorgina til undirbúnings fyrir öll. Á árum áður, var dauðinn tíðari heimilisgestur og fyrri kynslóðir lifðu í návígi við dauðann. Með hækkandi lífaldri þjóðarinnar þarf einnig að gefa meiri gaum að meðferð við lok lífs, hvað fólk vill og vill ekki,“ segir í umsögninni. Þar segir að allar ákvarðanir er varða takmarkanir við lífslok þarfnist vandaðs og tímanlegs samtals, milli sjúklings og ástvina og sjúklings og heilbrigðisstarfsmanna. Til að skrá samtalið þurfi að koma á miðlægri skráningu, svokallaðir Lífsskrá, og unnið sé að lagastoð vegna þessa í heilbrigðisráðuneytinu. „Loks þarf að kynna og efla líknarmeðferð sem er orðin að sérgrein innan læknisfræðinnar og sem að stöðugt fleygir fram. Í langflestum tilfellum er nú hægt að veita fullnægjandi líknarmeðferð þannig að einstaklingur fái lifað og dáið með reisn. Til eru góðar leiðbeiningar um líknarmeðferð sem og skýrsla um framtíðarskipan líknarþjónustu á Íslandi þar sem fram koma tillögur sem vinna þarf að. Þetta eru brýn mál til úrlausnar áður en farið er að ræða dánaraðstoð,“ segir í umsögninni. Þess ber að geta að það er aðstoðarmaður Ölmu Möller landlæknis, Kjartan Hreinn Njálsson, sem skrifar undir umsögnina. Dánaraðstoð Heilbrigðismál Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn embættisins vegna frumvarps sem nú liggur fyrir þinginu. „Nú sem aldrei fyrr er þörf á vitundarvakningu um dauðann og sorgina til undirbúnings fyrir öll. Á árum áður, var dauðinn tíðari heimilisgestur og fyrri kynslóðir lifðu í návígi við dauðann. Með hækkandi lífaldri þjóðarinnar þarf einnig að gefa meiri gaum að meðferð við lok lífs, hvað fólk vill og vill ekki,“ segir í umsögninni. Þar segir að allar ákvarðanir er varða takmarkanir við lífslok þarfnist vandaðs og tímanlegs samtals, milli sjúklings og ástvina og sjúklings og heilbrigðisstarfsmanna. Til að skrá samtalið þurfi að koma á miðlægri skráningu, svokallaðir Lífsskrá, og unnið sé að lagastoð vegna þessa í heilbrigðisráðuneytinu. „Loks þarf að kynna og efla líknarmeðferð sem er orðin að sérgrein innan læknisfræðinnar og sem að stöðugt fleygir fram. Í langflestum tilfellum er nú hægt að veita fullnægjandi líknarmeðferð þannig að einstaklingur fái lifað og dáið með reisn. Til eru góðar leiðbeiningar um líknarmeðferð sem og skýrsla um framtíðarskipan líknarþjónustu á Íslandi þar sem fram koma tillögur sem vinna þarf að. Þetta eru brýn mál til úrlausnar áður en farið er að ræða dánaraðstoð,“ segir í umsögninni. Þess ber að geta að það er aðstoðarmaður Ölmu Möller landlæknis, Kjartan Hreinn Njálsson, sem skrifar undir umsögnina.
Dánaraðstoð Heilbrigðismál Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir