Íbúar í Árborg verða orðnir 33 þúsund árið 2050 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2024 12:30 Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Árborgar, sem var frummælandi á opnum fundi á Selfossi í gær þar sem hann fór yfir ýmis mál í Sveitarfélaginu Árborg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Sveitarfélaginu Árborg verða orðnir þrjátíu og þrjú þúsund árið 2050 samkvæmt nýjum íbúaþróunartölum en eru í dag um tólf þúsund. Mesta áskorunin er nægilegt magn af heitu vatni fyrir alla nýju íbúana, en kalda vatnið er ekkert vandamál, það kemur nóg af því frá Ingólfsfjalli. Sveinn Ægir Birgisson var gestur á opnum fundi Sjálfstæðisfélagsins í Árborg í gær en hann situr í bæjarstjórn fyrir hönd flokksins og er meðal annars formaður Eigna- og veitunefndar. Sjálfstæðisflokkurinn er í hreinum meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Sveinn Ægir kom víða í erindi sínum. Hann sagði til dæmis frá því að það ætti að bæta sex deildum við leikskólann Jötunheima á Selfossi, en hann er sex deilda í dag. Þá er verið að byggja og byggja við nýjasta skóla sveitarfélagsins, Stekkjarskóla á Selfossi og þá hefur verið stofnaður starfshópur um uppbyggingu sundlaugarmannvirkja í Árborg svo eitthvað sé nefnt. Málefni Selfossveitna og heita vatnsins á Selfossi komu líka til umræðu á fundinum en vegna mikillar fólksfjölgunar í bæjarfélaginu þá vantar meira og meira af heitu vatni og er stöðugt verið að bora og leit af nýju heitu vatni. „Það sem í rauninni gefur okkur líka upp er að efnablandan á vatninu er ekkert endilega sú sama í sumum af þessum holum, sem gefur okkur jafnvel vísbendingu um að það séu tvö hitaveitukerfi innanbæjar á Selfossi, þar að segja tveir pottar, sem eru aðskildir. En við vitum líka alveg að við þurfum svo ógeðslega mikið vatn á næstu árum að við verðum að fara að leita lengra og fari í meiri fjárfestingu og dýrar fjárfestingar til að fá vatn,” sagði Sveinn Ægir. Í máli Sveins Ægis kom fram að nýrri spá um íbúaþróun í Árborg er gert ráð fyrir að íbúarnir verði orðnir um 33 þúsund árið 2050 en þeir eru í dag tæplega 12 þúsund. Það er því mikil vinna fram undan við að bora eftir heitu vatni og vonast til þess að finna það. Hann sagði jafnframt að kalda vatnið væri ekki vandamálið, það kæmi nóg af því frá Ingólfsfjalli. „En kannski er tími heitavatns, ódýrs heitavatns að renna undir lok af því að við þurfum að fara að sækja lengra og þá gefur auga leið að það er meiri kostnaður, bæði að dæla vatninu og leggja lagnir. Í kalda vatninu þá eru það 10 sekúndulítrar per þúsund manns, það er þumalputta reglan en við erum að afhenda um 120 sekúndulítra í dag en við getum léttilega bætt við okkur meira af köldu vatni. Maður hefur minni áhyggjur af kalda vatninu, heitavatnið er hitamálið,” sagði Sveinn Ægir. Nú er verið að bora á fullum krafti eftir heitu vatni við Ölfusá rétt við Hótel Selfoss en endanleg niðurstaða vegna borunarinnar liggur ekki fyrir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Mannfjöldi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Sveinn Ægir Birgisson var gestur á opnum fundi Sjálfstæðisfélagsins í Árborg í gær en hann situr í bæjarstjórn fyrir hönd flokksins og er meðal annars formaður Eigna- og veitunefndar. Sjálfstæðisflokkurinn er í hreinum meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Sveinn Ægir kom víða í erindi sínum. Hann sagði til dæmis frá því að það ætti að bæta sex deildum við leikskólann Jötunheima á Selfossi, en hann er sex deilda í dag. Þá er verið að byggja og byggja við nýjasta skóla sveitarfélagsins, Stekkjarskóla á Selfossi og þá hefur verið stofnaður starfshópur um uppbyggingu sundlaugarmannvirkja í Árborg svo eitthvað sé nefnt. Málefni Selfossveitna og heita vatnsins á Selfossi komu líka til umræðu á fundinum en vegna mikillar fólksfjölgunar í bæjarfélaginu þá vantar meira og meira af heitu vatni og er stöðugt verið að bora og leit af nýju heitu vatni. „Það sem í rauninni gefur okkur líka upp er að efnablandan á vatninu er ekkert endilega sú sama í sumum af þessum holum, sem gefur okkur jafnvel vísbendingu um að það séu tvö hitaveitukerfi innanbæjar á Selfossi, þar að segja tveir pottar, sem eru aðskildir. En við vitum líka alveg að við þurfum svo ógeðslega mikið vatn á næstu árum að við verðum að fara að leita lengra og fari í meiri fjárfestingu og dýrar fjárfestingar til að fá vatn,” sagði Sveinn Ægir. Í máli Sveins Ægis kom fram að nýrri spá um íbúaþróun í Árborg er gert ráð fyrir að íbúarnir verði orðnir um 33 þúsund árið 2050 en þeir eru í dag tæplega 12 þúsund. Það er því mikil vinna fram undan við að bora eftir heitu vatni og vonast til þess að finna það. Hann sagði jafnframt að kalda vatnið væri ekki vandamálið, það kæmi nóg af því frá Ingólfsfjalli. „En kannski er tími heitavatns, ódýrs heitavatns að renna undir lok af því að við þurfum að fara að sækja lengra og þá gefur auga leið að það er meiri kostnaður, bæði að dæla vatninu og leggja lagnir. Í kalda vatninu þá eru það 10 sekúndulítrar per þúsund manns, það er þumalputta reglan en við erum að afhenda um 120 sekúndulítra í dag en við getum léttilega bætt við okkur meira af köldu vatni. Maður hefur minni áhyggjur af kalda vatninu, heitavatnið er hitamálið,” sagði Sveinn Ægir. Nú er verið að bora á fullum krafti eftir heitu vatni við Ölfusá rétt við Hótel Selfoss en endanleg niðurstaða vegna borunarinnar liggur ekki fyrir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Mannfjöldi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira