Verstappen aftur á sigurbraut eftir árekstur á fyrsta hring Smári Jökull Jónsson skrifar 7. apríl 2024 09:31 Verstappen fagnar sigri í nótt ásamt liðsfélögum sínum í Red Bull. Vísir/Getty Max Verstappen og Sergio Perez náðu sinni þriðju tvennu í fjórða kappakstri tímabilsins þegar þeir komu fyrstir í mark í Japanskappakstrinum í Formúlu 1. Max Verstappen byrjaði Formúllu 1 tímabilið eins og hann lauk því síðasta með sigri í fyrstu tveimur kappökstrunum í Sádi Arabíu og Bahrein. Í þriðja kappakstrinum í Ástralíu fyrir tveimur vikum náði hann þó mjög óvænt ekki að klára keppnina og því var meiri spenna en oft áður fyrir kappakstri helgarinnar í Japan. Verstappen og Red Bull komu sér þó örugglega aftur á sigurbraut því Verstappen kom fyrstur í mark í kappakstri næturinnar og liðsfélagi hans Sergio Perez varð annar. Verstappen náði þar með í sinn þriðja sigur á tímabilinu en Perez hefur orðið annar í öll skiptin. Chequered flag moment Max also now joins Schumacher, Vettel and Hamilton in the '3000 laps led' club #F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/ayXNWU2EwZ— Formula 1 (@F1) April 7, 2024 „Þetta var mjög gott. Erfiði hlutinn var í ræsingunni að halda forystunni en bíllinn varð betri og betri eftir það í gegnum kappaksturinn. Ég veit ekki hvort það hafði með það að gera að skýin komu yfir brautina,“ sagði Verstappen eftir sigurinn. Kappaksturinn litaðist af árekstri þeirra Daniel Ricciardo og Alex Albon strax á fyrsta hring og þurfti að gera þrjátíu mínútna hlé á keppnina og ræsa á nýjan leik þegar búið var að hreinsa brautina. LAP 1/53Red flag Albon and Ricciardo come together at Turn 2. Both drivers are out of their cars.#F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/fvGWOyb104— Formula 1 (@F1) April 7, 2024 Verstappen lét það þó ekki stoppa sig og þeysti af stað í báðum ræsingum og hélt fyrsta sætinu örugglega. Hann kom tólf sekúndum á undan Perez í mark og Carlos Sainz varð þriðji á Ferrari. Charles Leclerc, félagi Sainz hjá Ferrari, varð í fjórða sæti og Lando Norris á McLaren í fimmta. Reynsluboltinn Fernando Alonso skaut svo hraðskreiðari bílum ref fyrir rass þegar hann kom í mark í sjötta sæti en fyrrum heimsmeistarinn Lewis Hamilton átti ekki góða keppni og endaði í níunda sæti eftir að hafa hafið keppni sjöundi. Staðan í keppni ökuþóra: 1. Max Verstappen, Red Bull - 77 stig2. Sergio Perez, Red Bull - 64 stig3. Charles Leclerc, Ferrari - 59 stig4. Carlos Sainz, Ferrari - 55 stig5. Lando Norris, McLaren - 37 stig Akstursíþróttir Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Max Verstappen byrjaði Formúllu 1 tímabilið eins og hann lauk því síðasta með sigri í fyrstu tveimur kappökstrunum í Sádi Arabíu og Bahrein. Í þriðja kappakstrinum í Ástralíu fyrir tveimur vikum náði hann þó mjög óvænt ekki að klára keppnina og því var meiri spenna en oft áður fyrir kappakstri helgarinnar í Japan. Verstappen og Red Bull komu sér þó örugglega aftur á sigurbraut því Verstappen kom fyrstur í mark í kappakstri næturinnar og liðsfélagi hans Sergio Perez varð annar. Verstappen náði þar með í sinn þriðja sigur á tímabilinu en Perez hefur orðið annar í öll skiptin. Chequered flag moment Max also now joins Schumacher, Vettel and Hamilton in the '3000 laps led' club #F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/ayXNWU2EwZ— Formula 1 (@F1) April 7, 2024 „Þetta var mjög gott. Erfiði hlutinn var í ræsingunni að halda forystunni en bíllinn varð betri og betri eftir það í gegnum kappaksturinn. Ég veit ekki hvort það hafði með það að gera að skýin komu yfir brautina,“ sagði Verstappen eftir sigurinn. Kappaksturinn litaðist af árekstri þeirra Daniel Ricciardo og Alex Albon strax á fyrsta hring og þurfti að gera þrjátíu mínútna hlé á keppnina og ræsa á nýjan leik þegar búið var að hreinsa brautina. LAP 1/53Red flag Albon and Ricciardo come together at Turn 2. Both drivers are out of their cars.#F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/fvGWOyb104— Formula 1 (@F1) April 7, 2024 Verstappen lét það þó ekki stoppa sig og þeysti af stað í báðum ræsingum og hélt fyrsta sætinu örugglega. Hann kom tólf sekúndum á undan Perez í mark og Carlos Sainz varð þriðji á Ferrari. Charles Leclerc, félagi Sainz hjá Ferrari, varð í fjórða sæti og Lando Norris á McLaren í fimmta. Reynsluboltinn Fernando Alonso skaut svo hraðskreiðari bílum ref fyrir rass þegar hann kom í mark í sjötta sæti en fyrrum heimsmeistarinn Lewis Hamilton átti ekki góða keppni og endaði í níunda sæti eftir að hafa hafið keppni sjöundi. Staðan í keppni ökuþóra: 1. Max Verstappen, Red Bull - 77 stig2. Sergio Perez, Red Bull - 64 stig3. Charles Leclerc, Ferrari - 59 stig4. Carlos Sainz, Ferrari - 55 stig5. Lando Norris, McLaren - 37 stig
1. Max Verstappen, Red Bull - 77 stig2. Sergio Perez, Red Bull - 64 stig3. Charles Leclerc, Ferrari - 59 stig4. Carlos Sainz, Ferrari - 55 stig5. Lando Norris, McLaren - 37 stig
Akstursíþróttir Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira