„Ég átta mig ekki á því hvort þetta séu sanngjörn úrslit" Sverrir Mar Smárason skrifar 6. apríl 2024 22:02 Jökull í leiknum í kvöld. Visir/ Hulda Margrét Stjarnan tapaði fyrsta leik Bestu deildarinnar í ár gegn ríkjandi meisturum í Víkingi í Fossvoginum í kvöld. Jökull Elísarbetarson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur en þó á sama tíma sáttur með margt í leik kvöldsins. „Þetta var bara hörku leikur. Bæði lið áttu sína kafla og þeir nýttu færin sín. Ég átta mig ekki á því hvort þetta séu sanngjörn úrslit, þarf að horfa á þetta betur til þess að fá tilfinninguna fyrir því. Mér fannst þeir sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og meira með boltann þó við höfum fengið betri færi. Við meira með boltann í seinni en þeir nýttu færin sín,” sagði Jökull og hélt áfram. „Mér fannst seinni hálfleikurinn alveg vera eitthvað sem hægt er að taka með og byggja á. Mér fannst koma áræðni og kraftur þegar leið á. Það var erfitt að spila á móti vindinum í fyrri hálfleik og við vorum aðeins að mikla það fyrir okkur. Það er margt sem við getum skoðað, gert betur og margt sem við gerðum vel.” Óli Valur og Guðmundur Baldvin eru báðir ungir stjörnumenn sem nýlega komu aftur heim úr atvinnumennsku. Þeir voru báðir á bekknum í dag. „Óli er búinn að vera meiddur og er að koma til baka. Það er ekki langt síðan þeir komu svo þeir eru bara að komast inn í hlutina. Við vorum með þokkalega stóra hóp í fyrra og það voru oft leikmenn utan hóps sem gætu byrjað og það er eins núna. Við munum breyta liðinu ansi oft og viljum geta það,” sagði Jökull. Næsti leikur Stjörnunnar er gegn KR næstkomandi fötsudag. Þetta er farið af stað. „Þetta er bara skemmtilegt. Gaman að rýna í þennan leik og gera hann upp. Nýta svo vikuna í að undirbúa næsta leik,” sagði Jökull að lokum. Besta deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur – Stjarnan 2-0 | Titilvörnin hófst á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu sterkan 2-0 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í opnunarleik Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Titilvörn Víkinga hófst því á sigri. 6. apríl 2024 21:13 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni Sjá meira
„Þetta var bara hörku leikur. Bæði lið áttu sína kafla og þeir nýttu færin sín. Ég átta mig ekki á því hvort þetta séu sanngjörn úrslit, þarf að horfa á þetta betur til þess að fá tilfinninguna fyrir því. Mér fannst þeir sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og meira með boltann þó við höfum fengið betri færi. Við meira með boltann í seinni en þeir nýttu færin sín,” sagði Jökull og hélt áfram. „Mér fannst seinni hálfleikurinn alveg vera eitthvað sem hægt er að taka með og byggja á. Mér fannst koma áræðni og kraftur þegar leið á. Það var erfitt að spila á móti vindinum í fyrri hálfleik og við vorum aðeins að mikla það fyrir okkur. Það er margt sem við getum skoðað, gert betur og margt sem við gerðum vel.” Óli Valur og Guðmundur Baldvin eru báðir ungir stjörnumenn sem nýlega komu aftur heim úr atvinnumennsku. Þeir voru báðir á bekknum í dag. „Óli er búinn að vera meiddur og er að koma til baka. Það er ekki langt síðan þeir komu svo þeir eru bara að komast inn í hlutina. Við vorum með þokkalega stóra hóp í fyrra og það voru oft leikmenn utan hóps sem gætu byrjað og það er eins núna. Við munum breyta liðinu ansi oft og viljum geta það,” sagði Jökull. Næsti leikur Stjörnunnar er gegn KR næstkomandi fötsudag. Þetta er farið af stað. „Þetta er bara skemmtilegt. Gaman að rýna í þennan leik og gera hann upp. Nýta svo vikuna í að undirbúa næsta leik,” sagði Jökull að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir Uppgjörið: Víkingur – Stjarnan 2-0 | Titilvörnin hófst á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu sterkan 2-0 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í opnunarleik Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Titilvörn Víkinga hófst því á sigri. 6. apríl 2024 21:13 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur – Stjarnan 2-0 | Titilvörnin hófst á sigri Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu sterkan 2-0 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í opnunarleik Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Titilvörn Víkinga hófst því á sigri. 6. apríl 2024 21:13