Ætlaði að halda tónleika fyrir synina, seldi svo upp sex í viðbót Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. apríl 2024 13:53 Sjö tónleikar eru nú uppseldir og hann stefnir á að halda fleiri. Vísir/Samsett Árni Páll Árnason sem er þjóðinni betur kunnugur undir nafninu Herra Hnetusmjör hefur selt upp sjö fjölskyldutónleika og stefnir á að skipuleggja fleiri. Hann segist ætla að setja tónleika á sölu þangað til miðakaup þrjóta. Árni segist upphaflega hafa viljað halda tónleika fyrir syni sína tvo en að sú áætlun hafi verið sett úr skorðum af þeirri gríðarlegu eftirspurn sem kom í ljós. „Ég ákvað í rauninni að halda tónleika bara fyrir strákana mína. Ég fékk salinn og set upp tónleika. Svo er það náttúrlega algjörlega farið úr böndunum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Upphaflega átti að halda tvo tónleika helgina fjórða og fimmta maí. Miðarnir ruku hins vegar út á mettíma, þannig Árni ákvað að bæta við þremur tónleikum sömu helgi. Þeir seldust upp á hálftíma. Eftirspurnin var hins vegar augljóslega ekki þrotin. Honum barst fjöldinn allur skilaboða frá vonsviknum foreldrum. Idolið og Ice Guys „Svo bætti ég við öðrum og það seldist upp á einhverjum hálftíma líka. Svo bætti ég við öðrum og það seldist upp á tíu klukkutímum. Þannig nú eru sjö uppseldir,“ segir hann.“ Ýmislegt spili inn í þessar gríðarlegu vinsældir hans á meðal ungu kynslóðarinnar að hans mati. „Þetta er Idolið klárlega og Ice Guys. Svo áramótalagið líka. Svo er maður búinn að vera áberandi lengi og þá aðallega hjá unga fólkinu. Svo er lið á mínum aldri farið að eignast börn og komin með tveggja, fjögurra ára krakka,“ segir hann. Allir komast að sem vilja Hann segist vera í óðaönn við að útvega rappþyrstu æsku þjóðarinnar fleiri tónleikum en búið er að fylla dagskrána í Salnum í Kópavogi þessa helgi, fjórða og fimmta maí. Hann bætir við að allir komist að sem vilja og að hann muni halda áfram að halda tónleika þangað til fólk hættir að kaupa miða. „Það er öðruvísi þegar maður er að halda fullorðinsgigg. Þá er bara nett að það sé uppselt og komast færri að en vilja, það er bara gott. En ekki svona, maður vill ekki að það sé einhver í skólanum sem hefði viljað fara og allir vinirnir fóru. Þannig ég ætla bara að setja fleiri tónleika í sölu þangað til að fólk hættir að kaupa miða.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Kópavogur Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira
Árni segist upphaflega hafa viljað halda tónleika fyrir syni sína tvo en að sú áætlun hafi verið sett úr skorðum af þeirri gríðarlegu eftirspurn sem kom í ljós. „Ég ákvað í rauninni að halda tónleika bara fyrir strákana mína. Ég fékk salinn og set upp tónleika. Svo er það náttúrlega algjörlega farið úr böndunum,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Upphaflega átti að halda tvo tónleika helgina fjórða og fimmta maí. Miðarnir ruku hins vegar út á mettíma, þannig Árni ákvað að bæta við þremur tónleikum sömu helgi. Þeir seldust upp á hálftíma. Eftirspurnin var hins vegar augljóslega ekki þrotin. Honum barst fjöldinn allur skilaboða frá vonsviknum foreldrum. Idolið og Ice Guys „Svo bætti ég við öðrum og það seldist upp á einhverjum hálftíma líka. Svo bætti ég við öðrum og það seldist upp á tíu klukkutímum. Þannig nú eru sjö uppseldir,“ segir hann.“ Ýmislegt spili inn í þessar gríðarlegu vinsældir hans á meðal ungu kynslóðarinnar að hans mati. „Þetta er Idolið klárlega og Ice Guys. Svo áramótalagið líka. Svo er maður búinn að vera áberandi lengi og þá aðallega hjá unga fólkinu. Svo er lið á mínum aldri farið að eignast börn og komin með tveggja, fjögurra ára krakka,“ segir hann. Allir komast að sem vilja Hann segist vera í óðaönn við að útvega rappþyrstu æsku þjóðarinnar fleiri tónleikum en búið er að fylla dagskrána í Salnum í Kópavogi þessa helgi, fjórða og fimmta maí. Hann bætir við að allir komist að sem vilja og að hann muni halda áfram að halda tónleika þangað til fólk hættir að kaupa miða. „Það er öðruvísi þegar maður er að halda fullorðinsgigg. Þá er bara nett að það sé uppselt og komast færri að en vilja, það er bara gott. En ekki svona, maður vill ekki að það sé einhver í skólanum sem hefði viljað fara og allir vinirnir fóru. Þannig ég ætla bara að setja fleiri tónleika í sölu þangað til að fólk hættir að kaupa miða.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Kópavogur Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira