Kæran felld niður Árni Sæberg skrifar 6. apríl 2024 10:54 Sema og María eru meðal þeirra sem hafa unnið að því að ná þeim út af Gasa sem hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fellt niður mál forystukvenna söfnunar fyrir brottflutning Palestínumanna af Gasa. Hæstaréttarlögmaður hafði kært þær fyrir að brjóta lög um opinberar fjársafnanir, mútugreiðslur til erlendra opinerra starfsmanna og fjármögnun hryðjuverka. Kæra Einars S. Hálfdánarsonar á hendur þeim Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Þrastardóttur Kemp hefur vakið mikla athygli eftir að greint var frá henni í vikunni. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti við fréttastofu að kæran hefði borist embættinu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í byrjun mars. Embættið hafi skoðað málið en talið réttast að lögregla hefði rannsókn á því. Kæran hafi því verið endursend til lögreglu. Nú hefur lögregla fellt málið niður, að því er segir í fréttatilkynningu frá lögmönnum Semu Erlu og Maríu Lilju. Dýrmæt orka farið í að verjast pólitískum ofsóknum Í tilkynningunni segir að þessa dagana séu sjálfboðaliðar í Kaíró á vegum Solaris hjálparsamtaka að vinna þrekvirki við að taka á móti fjölda Palestínufólks með dvalarleyfi á Íslandi, mest konum og börnum, sem séu að flýja þjóðarmorð á Gaza. Þökk sé öllum þeim þúsundum einstaklinga sem studdu landssöfnun fyrir Palestínu hafi sjálboðaliðum tekist að koma nærri 150 manns úr bráðum lífsháska og mannúðarkrísu en íslensk stjórnvöld hafi hætt störfum og skilið þar með eftir tugi einstaklinga, sem sjálfboðaliðar hafi nú komið undan þjóðernishreinsunum. „Því miður þá hefur orka tveggja forsvarskvenna aðgerða Solaris í Kaíró, þeirra Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Ingveldar-Þrastardóttur, farið í það undanfarna daga að verjast tilhæfulausri kæru Einars S. Hálfdánarsonar, sem sakaði þær meðal annars um refsiverð brot við fjársöfnunina og að hafa borið mútufé í erlenda opinbera starfsmenn í tengslum við aðstoð sína við palestínskt fólk á flótta.“ Verkefnin mikilvægari en svo að kæran trufli Slíkar pólitískar ofsóknir og algjörlega tilhæfulausar kærur skipti engu máli í stóru myndinni því verkefni Solaris hjálparsamtaka séu mikilvægari en svo að láta slíkt trufla. „Þær eru hins vegar fyrst og fremst merki um tilraun manns með sterk tengsl við valdakerfið til að eyðileggja orðspor fólks og valda því skaða, m.a. hafa af því lífsviðurværið, þar sem kærunni var meðal annars dreift til vinnuveitenda hinna kærðu, allt í þeim tilgangi að stöðva baráttuna fyrir mannréttindum.“ Lögreglan hafi nú hætt rannsókn málsins þar sem ekki sé talinn grundvöllur til að halda henni áfram. Kæran hafi ekki verið studd neinum gögnum og að því er virðist eingöngu innihaldslaust hugarfóstur kæranda, í þeim tilgangi að hræða baráttufólk fyrir mannréttindum. „Við leyfum þessu ónæði ekki að hafa áhrif á okkar störf heldur höldum mannréttindabaráttunni ótrauð áfram. Það er það eina sem skiptir máli og við þökkum innilega fyrir allan stuðninginn.“ Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Nokkrir tugir sem hafa dvalarleyfi á Íslandi enn fastir á Gasa Stofnandi Solaris hjálparsamtakanna gerir athugasemd við íslensk stjórnvöld hafi bara sótt sjötíu og tvo Gasabúa út af svæðinu en ekki alla sem hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameingar. Nokkrir tugir Palestínumanna sem hafa dvalarleyfi á Íslandi eru enn fastir á Gasa. Sjálfboðaliðar hyggjast bjarga þeim ef stjórnvöld gera það ekki. 6. mars 2024 13:04 Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57 Sjálfboðaliðar komu tólf dvalarleyfishöfum frá Gasa 12 einstaklingum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar var komið yfir landamæri Egyptalands af hópi sjálfboðaliða í dag. Sema Erla Serdaroglu greinir frá því að á meðal þeirra séu særð og veik börn og alvarlega veikum eldri manni. 22. febrúar 2024 21:44 Sema og María Lilja kærðar vegna fjársöfnunar fyrir Palestínumenn Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur framsent kæru til héraðssaksóknara gegn Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Ingveldardóttur-Þrastardóttur Kemp, vegna söfnunar Solaris til styrktar brottflutningi Palestínumanna af Gasa. 4. apríl 2024 06:23 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Kæra Einars S. Hálfdánarsonar á hendur þeim Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Þrastardóttur Kemp hefur vakið mikla athygli eftir að greint var frá henni í vikunni. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti við fréttastofu að kæran hefði borist embættinu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í byrjun mars. Embættið hafi skoðað málið en talið réttast að lögregla hefði rannsókn á því. Kæran hafi því verið endursend til lögreglu. Nú hefur lögregla fellt málið niður, að því er segir í fréttatilkynningu frá lögmönnum Semu Erlu og Maríu Lilju. Dýrmæt orka farið í að verjast pólitískum ofsóknum Í tilkynningunni segir að þessa dagana séu sjálfboðaliðar í Kaíró á vegum Solaris hjálparsamtaka að vinna þrekvirki við að taka á móti fjölda Palestínufólks með dvalarleyfi á Íslandi, mest konum og börnum, sem séu að flýja þjóðarmorð á Gaza. Þökk sé öllum þeim þúsundum einstaklinga sem studdu landssöfnun fyrir Palestínu hafi sjálboðaliðum tekist að koma nærri 150 manns úr bráðum lífsháska og mannúðarkrísu en íslensk stjórnvöld hafi hætt störfum og skilið þar með eftir tugi einstaklinga, sem sjálfboðaliðar hafi nú komið undan þjóðernishreinsunum. „Því miður þá hefur orka tveggja forsvarskvenna aðgerða Solaris í Kaíró, þeirra Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Ingveldar-Þrastardóttur, farið í það undanfarna daga að verjast tilhæfulausri kæru Einars S. Hálfdánarsonar, sem sakaði þær meðal annars um refsiverð brot við fjársöfnunina og að hafa borið mútufé í erlenda opinbera starfsmenn í tengslum við aðstoð sína við palestínskt fólk á flótta.“ Verkefnin mikilvægari en svo að kæran trufli Slíkar pólitískar ofsóknir og algjörlega tilhæfulausar kærur skipti engu máli í stóru myndinni því verkefni Solaris hjálparsamtaka séu mikilvægari en svo að láta slíkt trufla. „Þær eru hins vegar fyrst og fremst merki um tilraun manns með sterk tengsl við valdakerfið til að eyðileggja orðspor fólks og valda því skaða, m.a. hafa af því lífsviðurværið, þar sem kærunni var meðal annars dreift til vinnuveitenda hinna kærðu, allt í þeim tilgangi að stöðva baráttuna fyrir mannréttindum.“ Lögreglan hafi nú hætt rannsókn málsins þar sem ekki sé talinn grundvöllur til að halda henni áfram. Kæran hafi ekki verið studd neinum gögnum og að því er virðist eingöngu innihaldslaust hugarfóstur kæranda, í þeim tilgangi að hræða baráttufólk fyrir mannréttindum. „Við leyfum þessu ónæði ekki að hafa áhrif á okkar störf heldur höldum mannréttindabaráttunni ótrauð áfram. Það er það eina sem skiptir máli og við þökkum innilega fyrir allan stuðninginn.“
Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Lögreglumál Tengdar fréttir Nokkrir tugir sem hafa dvalarleyfi á Íslandi enn fastir á Gasa Stofnandi Solaris hjálparsamtakanna gerir athugasemd við íslensk stjórnvöld hafi bara sótt sjötíu og tvo Gasabúa út af svæðinu en ekki alla sem hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameingar. Nokkrir tugir Palestínumanna sem hafa dvalarleyfi á Íslandi eru enn fastir á Gasa. Sjálfboðaliðar hyggjast bjarga þeim ef stjórnvöld gera það ekki. 6. mars 2024 13:04 Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57 Sjálfboðaliðar komu tólf dvalarleyfishöfum frá Gasa 12 einstaklingum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar var komið yfir landamæri Egyptalands af hópi sjálfboðaliða í dag. Sema Erla Serdaroglu greinir frá því að á meðal þeirra séu særð og veik börn og alvarlega veikum eldri manni. 22. febrúar 2024 21:44 Sema og María Lilja kærðar vegna fjársöfnunar fyrir Palestínumenn Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur framsent kæru til héraðssaksóknara gegn Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Ingveldardóttur-Þrastardóttur Kemp, vegna söfnunar Solaris til styrktar brottflutningi Palestínumanna af Gasa. 4. apríl 2024 06:23 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Nokkrir tugir sem hafa dvalarleyfi á Íslandi enn fastir á Gasa Stofnandi Solaris hjálparsamtakanna gerir athugasemd við íslensk stjórnvöld hafi bara sótt sjötíu og tvo Gasabúa út af svæðinu en ekki alla sem hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameingar. Nokkrir tugir Palestínumanna sem hafa dvalarleyfi á Íslandi eru enn fastir á Gasa. Sjálfboðaliðar hyggjast bjarga þeim ef stjórnvöld gera það ekki. 6. mars 2024 13:04
Hafa safnað þrjátíu milljónum til að koma fólki til Íslands Samtökin Solaris hafa safnað rúmum þrjátíu milljónum króna í sérstakri söfnun sem hófst byrjun mánaðar. Markmiðið er að nota peninginn til að koma fólki sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gasa og til landsins. 25. febrúar 2024 14:57
Sjálfboðaliðar komu tólf dvalarleyfishöfum frá Gasa 12 einstaklingum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar var komið yfir landamæri Egyptalands af hópi sjálfboðaliða í dag. Sema Erla Serdaroglu greinir frá því að á meðal þeirra séu særð og veik börn og alvarlega veikum eldri manni. 22. febrúar 2024 21:44
Sema og María Lilja kærðar vegna fjársöfnunar fyrir Palestínumenn Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur framsent kæru til héraðssaksóknara gegn Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Ingveldardóttur-Þrastardóttur Kemp, vegna söfnunar Solaris til styrktar brottflutningi Palestínumanna af Gasa. 4. apríl 2024 06:23