Færri en fimm dauðsföll á ári vegna mistaka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. apríl 2024 08:00 Alma Möller landlæknir segir sjaldgæft að dauðsföll verði vegna mistaka í heilbrigðisþjónustu hér á landi. Þótt embættið hafi fengið yfir níutíu tilkynningar um slíkt síðustu ár hafi greining embættisins sýnt að þau séu í raun innan við fimm á ári. Vísir/Vilhelm Landlæknir segir að þó að yfir níutíu dauðsföll hafi verið tilkynnt sem alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu síðustu ár hafi greining embættisins leitt í ljós að þau séu miklu færri. Kvörtunum og athugasemdum til embættisins hefur fjölgað mikið síðustu ár og getur tekið allt að fjögur ár að vinna úr þeim. Landlæknisembættið fékk samtals 91 tilkynningu frá heilbrigðisstofnunum um alvarlegt atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsfall hafði orðið á árunum 2021-2023. Alma Möller landlæknir segir að þegar slíkar tilkynningar berist greini embættið hvert tilvik og skeri svo úr um hvort að dauðsfallið hafi orðið vegna mistaka eða vanrækslu. Afar sjaldgæft sé að það sé niðurstaða embættisins. „Það er mjög snúið að ákveða beint orsakasamhengi í slíkum málum en dauðsföll eru mjög fá á hverju ári vegna mistaka samkvæmt okkar greiningu og færri en fimm,“ segir Alma. Fimm hundruð mál frá almenningi í úrvinnslu Alma segir að nú sé verið að undirbúa að almenningur líkt og heilbrigðisstofnanir geti tilkynnt um alvarleg atvik til embættisins. Nú getur fólk hins vegar aðeins sent inn kvartanir og athugasemdir. Síðustu ár hefur slíkum málum fjölgað um ríflega þriðjung samanborið við árin á undan. Alls bárust 750 kvartanir og athugasemdir á árunum 2021-2023 en voru samtals um 490 þrjú árin á undan. Þá eru um fimm hundruð kvartana-og athugasemdamál í úrvinnslu hjá embættinu og hafa umtalsverðar tafir orðið á málsmeðferð þeirra vegna manneklu og fjölgunar mála. Það getur tekið fólk allt að fjögur ár að fá niðurstöðu í slíkum málum. Alma segir að embættið greini gaumgæfilega kvartanir og athugasemdir frá almenningi. „Þeim lýkur svo með áliti okkar á því hvor um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða. Þetta er mjög langt ferli, gagnaöflunin tekur tíma. Þá tekur tíma fyrir óháðan sérfræðing að greina málin og við erum fyrir með langan hala,“ segir Alma. Alma svarar því játandi þegar hún er spurð að hvort ekki sé óæskilegt að greining slíkra mála taki jafnvel nokkur ár. „Jú, kvartanir hafa vaxið hratt þeim á liðnum árum. Ég hef auðvitað margoft bent heilbrigðisráðuneytinu á að það þarf að styrkja embættið svo það sé unnt að vinna hraðar í slíkum málum. Við höfum fyrst núna fengið smá styrkingu og ætlum að reyna að vinna upp þennan hala,“ segir Alma að lokum. Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Landlæknisembættið fékk samtals 91 tilkynningu frá heilbrigðisstofnunum um alvarlegt atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsfall hafði orðið á árunum 2021-2023. Alma Möller landlæknir segir að þegar slíkar tilkynningar berist greini embættið hvert tilvik og skeri svo úr um hvort að dauðsfallið hafi orðið vegna mistaka eða vanrækslu. Afar sjaldgæft sé að það sé niðurstaða embættisins. „Það er mjög snúið að ákveða beint orsakasamhengi í slíkum málum en dauðsföll eru mjög fá á hverju ári vegna mistaka samkvæmt okkar greiningu og færri en fimm,“ segir Alma. Fimm hundruð mál frá almenningi í úrvinnslu Alma segir að nú sé verið að undirbúa að almenningur líkt og heilbrigðisstofnanir geti tilkynnt um alvarleg atvik til embættisins. Nú getur fólk hins vegar aðeins sent inn kvartanir og athugasemdir. Síðustu ár hefur slíkum málum fjölgað um ríflega þriðjung samanborið við árin á undan. Alls bárust 750 kvartanir og athugasemdir á árunum 2021-2023 en voru samtals um 490 þrjú árin á undan. Þá eru um fimm hundruð kvartana-og athugasemdamál í úrvinnslu hjá embættinu og hafa umtalsverðar tafir orðið á málsmeðferð þeirra vegna manneklu og fjölgunar mála. Það getur tekið fólk allt að fjögur ár að fá niðurstöðu í slíkum málum. Alma segir að embættið greini gaumgæfilega kvartanir og athugasemdir frá almenningi. „Þeim lýkur svo með áliti okkar á því hvor um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða. Þetta er mjög langt ferli, gagnaöflunin tekur tíma. Þá tekur tíma fyrir óháðan sérfræðing að greina málin og við erum fyrir með langan hala,“ segir Alma. Alma svarar því játandi þegar hún er spurð að hvort ekki sé óæskilegt að greining slíkra mála taki jafnvel nokkur ár. „Jú, kvartanir hafa vaxið hratt þeim á liðnum árum. Ég hef auðvitað margoft bent heilbrigðisráðuneytinu á að það þarf að styrkja embættið svo það sé unnt að vinna hraðar í slíkum málum. Við höfum fyrst núna fengið smá styrkingu og ætlum að reyna að vinna upp þennan hala,“ segir Alma að lokum.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira