Færri en fimm dauðsföll á ári vegna mistaka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. apríl 2024 08:00 Alma Möller landlæknir segir sjaldgæft að dauðsföll verði vegna mistaka í heilbrigðisþjónustu hér á landi. Þótt embættið hafi fengið yfir níutíu tilkynningar um slíkt síðustu ár hafi greining embættisins sýnt að þau séu í raun innan við fimm á ári. Vísir/Vilhelm Landlæknir segir að þó að yfir níutíu dauðsföll hafi verið tilkynnt sem alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu síðustu ár hafi greining embættisins leitt í ljós að þau séu miklu færri. Kvörtunum og athugasemdum til embættisins hefur fjölgað mikið síðustu ár og getur tekið allt að fjögur ár að vinna úr þeim. Landlæknisembættið fékk samtals 91 tilkynningu frá heilbrigðisstofnunum um alvarlegt atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsfall hafði orðið á árunum 2021-2023. Alma Möller landlæknir segir að þegar slíkar tilkynningar berist greini embættið hvert tilvik og skeri svo úr um hvort að dauðsfallið hafi orðið vegna mistaka eða vanrækslu. Afar sjaldgæft sé að það sé niðurstaða embættisins. „Það er mjög snúið að ákveða beint orsakasamhengi í slíkum málum en dauðsföll eru mjög fá á hverju ári vegna mistaka samkvæmt okkar greiningu og færri en fimm,“ segir Alma. Fimm hundruð mál frá almenningi í úrvinnslu Alma segir að nú sé verið að undirbúa að almenningur líkt og heilbrigðisstofnanir geti tilkynnt um alvarleg atvik til embættisins. Nú getur fólk hins vegar aðeins sent inn kvartanir og athugasemdir. Síðustu ár hefur slíkum málum fjölgað um ríflega þriðjung samanborið við árin á undan. Alls bárust 750 kvartanir og athugasemdir á árunum 2021-2023 en voru samtals um 490 þrjú árin á undan. Þá eru um fimm hundruð kvartana-og athugasemdamál í úrvinnslu hjá embættinu og hafa umtalsverðar tafir orðið á málsmeðferð þeirra vegna manneklu og fjölgunar mála. Það getur tekið fólk allt að fjögur ár að fá niðurstöðu í slíkum málum. Alma segir að embættið greini gaumgæfilega kvartanir og athugasemdir frá almenningi. „Þeim lýkur svo með áliti okkar á því hvor um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða. Þetta er mjög langt ferli, gagnaöflunin tekur tíma. Þá tekur tíma fyrir óháðan sérfræðing að greina málin og við erum fyrir með langan hala,“ segir Alma. Alma svarar því játandi þegar hún er spurð að hvort ekki sé óæskilegt að greining slíkra mála taki jafnvel nokkur ár. „Jú, kvartanir hafa vaxið hratt þeim á liðnum árum. Ég hef auðvitað margoft bent heilbrigðisráðuneytinu á að það þarf að styrkja embættið svo það sé unnt að vinna hraðar í slíkum málum. Við höfum fyrst núna fengið smá styrkingu og ætlum að reyna að vinna upp þennan hala,“ segir Alma að lokum. Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Landlæknisembættið fékk samtals 91 tilkynningu frá heilbrigðisstofnunum um alvarlegt atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsfall hafði orðið á árunum 2021-2023. Alma Möller landlæknir segir að þegar slíkar tilkynningar berist greini embættið hvert tilvik og skeri svo úr um hvort að dauðsfallið hafi orðið vegna mistaka eða vanrækslu. Afar sjaldgæft sé að það sé niðurstaða embættisins. „Það er mjög snúið að ákveða beint orsakasamhengi í slíkum málum en dauðsföll eru mjög fá á hverju ári vegna mistaka samkvæmt okkar greiningu og færri en fimm,“ segir Alma. Fimm hundruð mál frá almenningi í úrvinnslu Alma segir að nú sé verið að undirbúa að almenningur líkt og heilbrigðisstofnanir geti tilkynnt um alvarleg atvik til embættisins. Nú getur fólk hins vegar aðeins sent inn kvartanir og athugasemdir. Síðustu ár hefur slíkum málum fjölgað um ríflega þriðjung samanborið við árin á undan. Alls bárust 750 kvartanir og athugasemdir á árunum 2021-2023 en voru samtals um 490 þrjú árin á undan. Þá eru um fimm hundruð kvartana-og athugasemdamál í úrvinnslu hjá embættinu og hafa umtalsverðar tafir orðið á málsmeðferð þeirra vegna manneklu og fjölgunar mála. Það getur tekið fólk allt að fjögur ár að fá niðurstöðu í slíkum málum. Alma segir að embættið greini gaumgæfilega kvartanir og athugasemdir frá almenningi. „Þeim lýkur svo með áliti okkar á því hvor um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða. Þetta er mjög langt ferli, gagnaöflunin tekur tíma. Þá tekur tíma fyrir óháðan sérfræðing að greina málin og við erum fyrir með langan hala,“ segir Alma. Alma svarar því játandi þegar hún er spurð að hvort ekki sé óæskilegt að greining slíkra mála taki jafnvel nokkur ár. „Jú, kvartanir hafa vaxið hratt þeim á liðnum árum. Ég hef auðvitað margoft bent heilbrigðisráðuneytinu á að það þarf að styrkja embættið svo það sé unnt að vinna hraðar í slíkum málum. Við höfum fyrst núna fengið smá styrkingu og ætlum að reyna að vinna upp þennan hala,“ segir Alma að lokum.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira