Kunnugleg andlit á nýjum slóðum og spennandi nýliðar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2024 14:00 Guy Smit er mættur í KR og William Eskelinen er óvænt mættur í Vestra. Hulda Margrét/David Lidstrom Besta deild karla í knattspyrnu fer af stað á morgun, laugardag. Þar verður Ingvar Jónsson, besti markvörður deildarinnar undanfarin ár, í sviðsljósinu og þá reiknar Vísir með að Árni Snær Ólafsson standi vaktina í marki Stjörnunnar líkt og á síðasta tímabili. Bæði lið fengu til sín nýja markmenn í sumar. Hinn tvítugi Pálmi Rafn Arinbjörnsson gekk í raðir Íslands- og bikarmeistara Víkings en hann hefur undanfarin ár verið í unglingaliðum Úlfanna á Englandi. Pálmi Rafn, líkt og hinn 34 ára gamli Ingvar, er hins vegar uppalinn í Njarðvík og ætlar sér líklega að reyna slá út manninn sem nýtur sín best á stóru augnablikunum. Sem stendur reiknar Vísir með að Pálmi Rafn þurfi að sætta sig við að verma bekkinn en það eru þó allar líkur að hann fái að spila bikarleiki sumarsins. Hvað Stjörnuna varðar þá stóð Árni Snær Ólafsson sig svo vel á síðustu leiktíð að Haraldur Björnsson ákvað að færa sig um set og gerast markmannsþjálfari Breiðabliks. Að öllu gamni slepptu þá var Haraldur frá keppni vegna meiðsla allt tímabilið og Árni Snær nýtti sénsinn heldur betur eftir heldur slök tímabil með ÍA þar á undan. Það kom því nokkuð á óvart þegar Stjarnan sótti hinn þrítuga Mathias Rosenørn en sá lék með Keflavík á síðustu leiktíð. Þó Keflavík hafi fallið þá stóð Rosenørn upp úr. Hann stóð sig með prýði og var snemma ljóst að hann yrði áfram hér á landi. Mathias Rosenørn flaug um loftin í treyju Keflavíkur á síðustu leiktíð en er nú mættur í Stjörnuna.Vísir/Diego Í LUÍH, Lengsta undirbúningstímabil í heimi, talaði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, um að hann ætlaði sér að dreifa leikjum á milli markvarða sinna. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, hefur hins vegar sýnt og sannað að þegar á hólminn er komið þá treysta þjálfarar aðeins einum af markvörðum sínum. Breytingar í Vesturbænum Í Vesturbænum eru menn enn að reyna finna eftirmann Beitis Ólafssonar. Í fyrra var samið við hinn norska Simen Lillevik Kjellevold en sá náði sér aldrei á strik. Hann var meðal annars að glíma við meiðsli sem og hann þurfti að fljúga heim til Noregs oftar en einu sinni vegna fjölskyldumála. Aron Snær Friðriksson var Kjellevold til halds og traust. Hann er einnig á bak og burt. Á meðan KR-ingar leituðu að nýjum þjálfara og voru orðaðir við alla með púls þá var félagið einnig orðað við markmann hér og markmann þar. Á endanum var samið við tvö menn, annan með reynslu hér á landi og annan sem er algjörlega óskrifað blað. Hinn hollenski Guy Smit mun standa vaktina í marki KR í sumar en hann hefur leikið með Leikni Reykjavík, Val og ÍBV hér á landi. Smit vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Breiðholti og samdi í kjölfarið við Val. Þar náði hann aldrei neinu flugi, var lánaður til ÍBV þar sem hann - líkt og Rosenørn - mátti sætta sig við fall. Honum til halds og traust verður hinn írski Sam Blair en sá var á mála hjá Norwich City en lék aldrei fyrir aðallið félagsins. Þá er Sigurpál Sören Ingólfsson einnig á mála hjá KR en hann lék 22 leiki með KV í 2. deild á síðustu leiktíð. Áhugaverðir nýliðar Þó Árni Marinó Einarsson, markvörður ÍA, sé enginn nýgræðingur í faginu þá er hann hátt í tveimur árum eldri en þegar hann lék síðasta í Bestu deildinni. Vonast Skagamenn til að sú aukna reynsla skili sér í öruggari frammistöðu en líklega mun mikið mæða á Árna Marinó í sumar. Hefur spilað 23 leiki í efstu deild og mun líklega tvöfalda þann leikjafjölda í sumar.Vísir/Bára Dröfn Þá virðast nýliðar Vestra hafa gert frábærlega í markmannsmálum sínum en heimildir Vísis herma að hinn sænski William Eskelinen gæti orðið einn - ef ekki sá - besti markvörður Bestu deildarinnar í sumar. Eskelinen er 27 ára gamall og hefur til að mynda leikið í dönsku úrvalsdeildinni með AGF og sænsku úrvalsdeildinni með Sundsvall. Síðustu tvö tímabil hefur hann varið mark Örebro í sænsku 1. deildinni. Það er þó þekkt stærð að erlendir markverðir eiga oft erfitt uppdráttar til að byrja með enda vindáttin og blindandi sól ekki eitthvað sem menn alast upp við nema á Íslandi. Sömu hendur og áður Hvað önnur lið varðar í Bestu deildinni þá mæta þau til leiks með markverði sem við þekkjum öll. Frederik Schram ætlar loksins að gera atlögu að þeim stóra með Valsmönnum. Anton Ari Einarsson ætlar ekki að endurtaka síðasta tímabil heldur að spóla til baka til 2022 þegar hann var með bestu markvörðum landsins. Ólafur Íshólm Ólafsson er kominn með nýjan þjálfara og ætlar að sýna allar sínu bestu hliðar er Fram lætur sig dreyma um að enda í efri helming töflunnar. Sindri Kristinn Ólafsson og þéttari varnarleikur FH-inga vonast til að þurfa ekki að sækja boltann jafn oft í eigið net og á síðustu leiktíð. Ólafur Kristófer Helgason ætlar að taka skref fram og sýna að hann er ekki aðeins efnilegur heldur góður markvörður sem á framtíðina fyrir sér með Fylki eða þá jafnvel erlendis. Kristijan Jajalo & Steinþór Már Auðunsson (Stubbur) ætla enn og aftur að berjast um hvort er besti markvörður KA. Arnar Freyr Ólafsson ætlar svo að eiga sitt besta tímabil frá upphafi og gera hvað hann getur til að halda HK í þeirri Bestu. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Sjá meira
Bæði lið fengu til sín nýja markmenn í sumar. Hinn tvítugi Pálmi Rafn Arinbjörnsson gekk í raðir Íslands- og bikarmeistara Víkings en hann hefur undanfarin ár verið í unglingaliðum Úlfanna á Englandi. Pálmi Rafn, líkt og hinn 34 ára gamli Ingvar, er hins vegar uppalinn í Njarðvík og ætlar sér líklega að reyna slá út manninn sem nýtur sín best á stóru augnablikunum. Sem stendur reiknar Vísir með að Pálmi Rafn þurfi að sætta sig við að verma bekkinn en það eru þó allar líkur að hann fái að spila bikarleiki sumarsins. Hvað Stjörnuna varðar þá stóð Árni Snær Ólafsson sig svo vel á síðustu leiktíð að Haraldur Björnsson ákvað að færa sig um set og gerast markmannsþjálfari Breiðabliks. Að öllu gamni slepptu þá var Haraldur frá keppni vegna meiðsla allt tímabilið og Árni Snær nýtti sénsinn heldur betur eftir heldur slök tímabil með ÍA þar á undan. Það kom því nokkuð á óvart þegar Stjarnan sótti hinn þrítuga Mathias Rosenørn en sá lék með Keflavík á síðustu leiktíð. Þó Keflavík hafi fallið þá stóð Rosenørn upp úr. Hann stóð sig með prýði og var snemma ljóst að hann yrði áfram hér á landi. Mathias Rosenørn flaug um loftin í treyju Keflavíkur á síðustu leiktíð en er nú mættur í Stjörnuna.Vísir/Diego Í LUÍH, Lengsta undirbúningstímabil í heimi, talaði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, um að hann ætlaði sér að dreifa leikjum á milli markvarða sinna. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, hefur hins vegar sýnt og sannað að þegar á hólminn er komið þá treysta þjálfarar aðeins einum af markvörðum sínum. Breytingar í Vesturbænum Í Vesturbænum eru menn enn að reyna finna eftirmann Beitis Ólafssonar. Í fyrra var samið við hinn norska Simen Lillevik Kjellevold en sá náði sér aldrei á strik. Hann var meðal annars að glíma við meiðsli sem og hann þurfti að fljúga heim til Noregs oftar en einu sinni vegna fjölskyldumála. Aron Snær Friðriksson var Kjellevold til halds og traust. Hann er einnig á bak og burt. Á meðan KR-ingar leituðu að nýjum þjálfara og voru orðaðir við alla með púls þá var félagið einnig orðað við markmann hér og markmann þar. Á endanum var samið við tvö menn, annan með reynslu hér á landi og annan sem er algjörlega óskrifað blað. Hinn hollenski Guy Smit mun standa vaktina í marki KR í sumar en hann hefur leikið með Leikni Reykjavík, Val og ÍBV hér á landi. Smit vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Breiðholti og samdi í kjölfarið við Val. Þar náði hann aldrei neinu flugi, var lánaður til ÍBV þar sem hann - líkt og Rosenørn - mátti sætta sig við fall. Honum til halds og traust verður hinn írski Sam Blair en sá var á mála hjá Norwich City en lék aldrei fyrir aðallið félagsins. Þá er Sigurpál Sören Ingólfsson einnig á mála hjá KR en hann lék 22 leiki með KV í 2. deild á síðustu leiktíð. Áhugaverðir nýliðar Þó Árni Marinó Einarsson, markvörður ÍA, sé enginn nýgræðingur í faginu þá er hann hátt í tveimur árum eldri en þegar hann lék síðasta í Bestu deildinni. Vonast Skagamenn til að sú aukna reynsla skili sér í öruggari frammistöðu en líklega mun mikið mæða á Árna Marinó í sumar. Hefur spilað 23 leiki í efstu deild og mun líklega tvöfalda þann leikjafjölda í sumar.Vísir/Bára Dröfn Þá virðast nýliðar Vestra hafa gert frábærlega í markmannsmálum sínum en heimildir Vísis herma að hinn sænski William Eskelinen gæti orðið einn - ef ekki sá - besti markvörður Bestu deildarinnar í sumar. Eskelinen er 27 ára gamall og hefur til að mynda leikið í dönsku úrvalsdeildinni með AGF og sænsku úrvalsdeildinni með Sundsvall. Síðustu tvö tímabil hefur hann varið mark Örebro í sænsku 1. deildinni. Það er þó þekkt stærð að erlendir markverðir eiga oft erfitt uppdráttar til að byrja með enda vindáttin og blindandi sól ekki eitthvað sem menn alast upp við nema á Íslandi. Sömu hendur og áður Hvað önnur lið varðar í Bestu deildinni þá mæta þau til leiks með markverði sem við þekkjum öll. Frederik Schram ætlar loksins að gera atlögu að þeim stóra með Valsmönnum. Anton Ari Einarsson ætlar ekki að endurtaka síðasta tímabil heldur að spóla til baka til 2022 þegar hann var með bestu markvörðum landsins. Ólafur Íshólm Ólafsson er kominn með nýjan þjálfara og ætlar að sýna allar sínu bestu hliðar er Fram lætur sig dreyma um að enda í efri helming töflunnar. Sindri Kristinn Ólafsson og þéttari varnarleikur FH-inga vonast til að þurfa ekki að sækja boltann jafn oft í eigið net og á síðustu leiktíð. Ólafur Kristófer Helgason ætlar að taka skref fram og sýna að hann er ekki aðeins efnilegur heldur góður markvörður sem á framtíðina fyrir sér með Fylki eða þá jafnvel erlendis. Kristijan Jajalo & Steinþór Már Auðunsson (Stubbur) ætla enn og aftur að berjast um hvort er besti markvörður KA. Arnar Freyr Ólafsson ætlar svo að eiga sitt besta tímabil frá upphafi og gera hvað hann getur til að halda HK í þeirri Bestu.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Sjá meira