Kielce var í góðum málum eftir öruggan sigur í Danmörku í fyrri leik liðanna en það var þó ekkert vanmat í leik kvöldsins. Kielce var fjórum mörkum yfir í hálfleik og endaði á að vinna fimm marka sigur, lokatölur 33-28. Vann Kielce einvígið með 13 marka mun, 66-53.
Mörk heimaliðsins dreifðust jafnt yfir leikmannahópinn og skoraði Haukur fjögur þeirra að þessu sinni.
Andstæðingurinn í 8-liða úrslitum getur ekki orðið mikið erfiðari en ríkjandi Evrópumeistarar og Íslendingalið Magdeburgar bíða þar.
Industria Kielce wins it again at home and makes a step closer to Cologne. #ehfcl #clm #daretorise pic.twitter.com/f8RBOvf0l1
— EHF Champions League (@ehfcl) April 3, 2024
Noregur
Í norsku úrvalsdeild karla vann Arendal fimm marka sigur á Haslum, 37-32. Dagur Gautason skoraði 9 mörk í liði Arendal í leiknum. Með sigrinum tryggði liðið sér 3. sæti og þar með heimavallarrétt í úrslitakeppninni um norska meistaratitilinn.
Topplið Kolstad vann öruggan átta marka sigur á Nærbo, 36-28. Sigvaldi Björn Guðjónsson leikur með Kolstad.