Aukinnar umræðu þörf áður en dánaraðstoð verður að lögum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. apríl 2024 06:25 Dánaraðstoð var til umræðu í Pallborðinu í síðustu viku. Vísir „Þetta er sá verknaður að hjálpa einstakling að binda enda á líf sitt á grundvelli upplýsts samþykkis; af ásetningi og að beiðni sjúklingsins, eða einstaklingsins.“ Þannig útskýrir Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, hugtakið „dánaraðstoð“ en málið var til umfjöllunar í Pallborðinu í síðustu viku. Frumvarp um dánaraðstoð liggur fyrir þinginu en gestir Pallborðsins virtust sammála um að málið þarfnaðist töluvert meiri umfjöllunar áður en það yrði samþykkt. „Þetta er sem sagt ekki líknarmeðferð, ekki lífslokameðferð, ekki meðvitað athafnaleysi læknis. Ekki heldur þegar sjúklingur fær aukna verkjalyfjameðferð í þeim tilgangi, hugsanlega, að flýta dauðastundinni. Og dánaraðstoð er heldur ekki þegar læknir styttir líf sjúklings án vilja hans, eins og við höfum séð dæmi hér á landi, meðal annars á Suðurnesjum. Þannig að það skiptir mjög miklu máli; þegar við erum að tala um dánaraðstoð, hvað erum við að tala um?“ sagði Ingrid í Pallborðinu. Lífsvirðing hefur barist fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar frá stofnun árið 2017 og Ingrid segir heilmikla umræðu hafa farið fram. Hún hafi hins vegar ef til vill frekar átt sér stað í minni hópum og þörf sé á að taka hana á stærri vettvangi. Að sögn Ingridar liðu 30 ár á milli þess að fyrsta dómsmálið var höfðað vegna dánaraðstoðar og þar til hún var leidd í lög. „Nú er ég ekki að segja að þetta muni taka 30 ár hér á Íslandi en þetta er samt þannig mál að við þurfum að taka umræðuna, það er mjög mikilvægt, og ég bind vonir við að þetta frumvarp verði til þess.“ Rök bæði með og á móti Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, greindi frá því í Pallborðinu að félagið væri mótfallið frumvarpinu. Hún sagði ekki mikla umræðu innan félagsins um dánaraðstoð og þá hefði stjórn félagsins ekki fundið fyrir þrýstingi frá læknum vegna málsins. Mörg rök hafa verið nefnd sem eru sögð mæla gegn lögleiðingu dánaraðstoðar, meðal annars að um sé að ræða hálan ís, að það gæti dregið úr virðingu fólks fyrir mannslífinu, að þróunin gæti orðið sú að það þætti ásættanlegt að binda enda á líf útfrá til að mynda fjárhagslegum sjónarmiðum og svo framvegis. Þá hafa andstæðingar einnig sagt að þrýstingur gæti myndast á fólk frá nánustu eða jafnvel kerfinu að binda enda á líf sitt til að spara fyrirhöfn og/eða fjármuni. „Það er alls konar afstaða innan siðfræði til dánaraðstoðar,“ sagði Henry Alexander Henrysson siðfræðingur. Rök með séu meðal annars að þarna sé jú verið að lina þjáningar og þá hafi menn einnig horft til jafnræðis; það sé óþolandi að efnaðir geti ferðast þangað sem dánaraðstoð er lögleg en aðrir ekki. „Svona almennt held ég nú að það hafi flestir verið með varnagla gagnvart þessu í gegnum tíðina. En ég held að umræðan hafi almennt verið góð hér á Íslandi undanfarin ár. Það er rétt sem Ingrid segir að hún er búin að vera kannski ekki út um allt; hún er í ákveðnum lokuðum hópum og við erum ekki komin alveg þangað, eins og Steinunn segir.“ Henry segir frumvarpið sem nú liggur fyrir bera þess merki að stjórnmálamenn þurfi einnig að komast betur inn í málið en þrátt fyrir að vera mjög fylgjandi dánaraðstoð hefur stjórn Lífsvirðingar til að mynda gert fjölda athugasemdi við frumvarpið. „Þetta er siðferðilegt álitamál; það eru rök með, það eru rök á móti... Mér finnst þetta ekkert viðkvæmt mál, mér finnst umræðan bara frekar góð eins og hún er að þróast,“ segir Henry. „Ég sé ekki fyrir mér að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi á næstu árum, ég held að þetta frumvarp fari ekki í gegn. En ég get alveg ímyndað mér að eftir tíu ár verði kannski öðruvísi umræða og við gætum verið komin aðeins lengra.“ Heilbrigðismál Dánaraðstoð Pallborðið Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Sjá meira
Þannig útskýrir Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, hugtakið „dánaraðstoð“ en málið var til umfjöllunar í Pallborðinu í síðustu viku. Frumvarp um dánaraðstoð liggur fyrir þinginu en gestir Pallborðsins virtust sammála um að málið þarfnaðist töluvert meiri umfjöllunar áður en það yrði samþykkt. „Þetta er sem sagt ekki líknarmeðferð, ekki lífslokameðferð, ekki meðvitað athafnaleysi læknis. Ekki heldur þegar sjúklingur fær aukna verkjalyfjameðferð í þeim tilgangi, hugsanlega, að flýta dauðastundinni. Og dánaraðstoð er heldur ekki þegar læknir styttir líf sjúklings án vilja hans, eins og við höfum séð dæmi hér á landi, meðal annars á Suðurnesjum. Þannig að það skiptir mjög miklu máli; þegar við erum að tala um dánaraðstoð, hvað erum við að tala um?“ sagði Ingrid í Pallborðinu. Lífsvirðing hefur barist fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar frá stofnun árið 2017 og Ingrid segir heilmikla umræðu hafa farið fram. Hún hafi hins vegar ef til vill frekar átt sér stað í minni hópum og þörf sé á að taka hana á stærri vettvangi. Að sögn Ingridar liðu 30 ár á milli þess að fyrsta dómsmálið var höfðað vegna dánaraðstoðar og þar til hún var leidd í lög. „Nú er ég ekki að segja að þetta muni taka 30 ár hér á Íslandi en þetta er samt þannig mál að við þurfum að taka umræðuna, það er mjög mikilvægt, og ég bind vonir við að þetta frumvarp verði til þess.“ Rök bæði með og á móti Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, greindi frá því í Pallborðinu að félagið væri mótfallið frumvarpinu. Hún sagði ekki mikla umræðu innan félagsins um dánaraðstoð og þá hefði stjórn félagsins ekki fundið fyrir þrýstingi frá læknum vegna málsins. Mörg rök hafa verið nefnd sem eru sögð mæla gegn lögleiðingu dánaraðstoðar, meðal annars að um sé að ræða hálan ís, að það gæti dregið úr virðingu fólks fyrir mannslífinu, að þróunin gæti orðið sú að það þætti ásættanlegt að binda enda á líf útfrá til að mynda fjárhagslegum sjónarmiðum og svo framvegis. Þá hafa andstæðingar einnig sagt að þrýstingur gæti myndast á fólk frá nánustu eða jafnvel kerfinu að binda enda á líf sitt til að spara fyrirhöfn og/eða fjármuni. „Það er alls konar afstaða innan siðfræði til dánaraðstoðar,“ sagði Henry Alexander Henrysson siðfræðingur. Rök með séu meðal annars að þarna sé jú verið að lina þjáningar og þá hafi menn einnig horft til jafnræðis; það sé óþolandi að efnaðir geti ferðast þangað sem dánaraðstoð er lögleg en aðrir ekki. „Svona almennt held ég nú að það hafi flestir verið með varnagla gagnvart þessu í gegnum tíðina. En ég held að umræðan hafi almennt verið góð hér á Íslandi undanfarin ár. Það er rétt sem Ingrid segir að hún er búin að vera kannski ekki út um allt; hún er í ákveðnum lokuðum hópum og við erum ekki komin alveg þangað, eins og Steinunn segir.“ Henry segir frumvarpið sem nú liggur fyrir bera þess merki að stjórnmálamenn þurfi einnig að komast betur inn í málið en þrátt fyrir að vera mjög fylgjandi dánaraðstoð hefur stjórn Lífsvirðingar til að mynda gert fjölda athugasemdi við frumvarpið. „Þetta er siðferðilegt álitamál; það eru rök með, það eru rök á móti... Mér finnst þetta ekkert viðkvæmt mál, mér finnst umræðan bara frekar góð eins og hún er að þróast,“ segir Henry. „Ég sé ekki fyrir mér að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi á næstu árum, ég held að þetta frumvarp fari ekki í gegn. En ég get alveg ímyndað mér að eftir tíu ár verði kannski öðruvísi umræða og við gætum verið komin aðeins lengra.“
Heilbrigðismál Dánaraðstoð Pallborðið Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent