Landsliðið til Lúxemborgar en þrjár urðu eftir á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 11:45 Steinunn Björnsdóttir er ein þriggja sem eftir urðu á Íslandi. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kvennalandslið Íslands í handbolta hélt í morgun af stað til Lúxemborgar þar sem liðið mætir heimakonum á miðvikudag, í næstsíðasta leiknum í undankeppni EM. Sextán leikmenn verða í hópnum á miðvikudag og Arnar Pétursson landsliðsþjálfari varð því að skilja þrjá leikmenn eftir úr æfingahópnum sem valinn var, fyrir leikina við Lúxemborg á miðvikudag og Færeyjar næsta sunnudag. Þær Steinunn Björnsdóttir úr Fram, Sara Sif Helgadóttir úr Val og Katrín Anna Ásmundsdóttir úr Gróttu urðu eftir á Íslandi. Þær gætu þó mögulega komið inn í hópinn sem mætir Færeyjum á Ásvöllum á sunnudaginn. Ísland á góða möguleika á að komast á sitt annað stórmót í röð en það ræðst þó ekki endanlega fyrr en í leiknum við Færeyjar á sunnudag sem verður úrslitaleikur um 2. sæti riðils Íslands. Tapliðið í þeim leik gæti þó mögulega komist á EM sem eitt af fjórum bestu liðunum í 3. sæti, í undanriðlunum átta. Ísland er með fjögur stig eftir sigra gegn Lúxemborg og Færeyjum í október, og tvö töp gegn Svíum fyrir mánuði síðan. Svíar eru með átta stig, Færeyjar og Ísland fjögur stig, en Lúxemborg án stiga. Stelpurnar okkar flugu af stað til Brussel í morgun og þaðan er rútuferð til Lúxemborgar fyrir æfingu síðdegis í dag. Leikurinn við Lúxemborg hefst klukkan 16:45 á miðvikudagskvöld. Leikmannahópur Íslands gegn Lúxemborg er þannig skipaður: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2)Hafdís Renötudóttir, Valur (56/3) Aðrir leikmenn: Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (50/75)Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5)Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68)Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (17/39)Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (10/17)Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11)Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (13/10)Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6)Lilja Ágústsdóttir, Valur (22/15)Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (46/85)Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64)Thea Imani Sturludóttir, Valur (76/168)Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (2/1)Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391) Þess má geta að Katla María Magnúsdóttir er meidd og Þórey Anna Ásgeirsdóttir gaf ekki kost á sér í æfingahópinn að þessu sinni. EM 2024 í handbolta Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Þetta er pínu öðruvísi, ég viðurkenni það“ Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, er komin aftur í íslenska landsliðshópinn eftir smá fjarveru en Steinunn eignaðist sitt annað barn í nóvember. 29. mars 2024 19:00 Eiga að koma Íslandi á EM: Steinunn fljót í landsliðið eftir barnsburð en Þórey Anna ekki með Arnar Pétursson hefur valið þá leikmenn sem hann treystir á að komi Íslandi í lokakeppni EM kvenna í handbolta þegar undankeppnin klárast í byrjun næsta mánaðar. 19. mars 2024 14:09 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Sextán leikmenn verða í hópnum á miðvikudag og Arnar Pétursson landsliðsþjálfari varð því að skilja þrjá leikmenn eftir úr æfingahópnum sem valinn var, fyrir leikina við Lúxemborg á miðvikudag og Færeyjar næsta sunnudag. Þær Steinunn Björnsdóttir úr Fram, Sara Sif Helgadóttir úr Val og Katrín Anna Ásmundsdóttir úr Gróttu urðu eftir á Íslandi. Þær gætu þó mögulega komið inn í hópinn sem mætir Færeyjum á Ásvöllum á sunnudaginn. Ísland á góða möguleika á að komast á sitt annað stórmót í röð en það ræðst þó ekki endanlega fyrr en í leiknum við Færeyjar á sunnudag sem verður úrslitaleikur um 2. sæti riðils Íslands. Tapliðið í þeim leik gæti þó mögulega komist á EM sem eitt af fjórum bestu liðunum í 3. sæti, í undanriðlunum átta. Ísland er með fjögur stig eftir sigra gegn Lúxemborg og Færeyjum í október, og tvö töp gegn Svíum fyrir mánuði síðan. Svíar eru með átta stig, Færeyjar og Ísland fjögur stig, en Lúxemborg án stiga. Stelpurnar okkar flugu af stað til Brussel í morgun og þaðan er rútuferð til Lúxemborgar fyrir æfingu síðdegis í dag. Leikurinn við Lúxemborg hefst klukkan 16:45 á miðvikudagskvöld. Leikmannahópur Íslands gegn Lúxemborg er þannig skipaður: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2)Hafdís Renötudóttir, Valur (56/3) Aðrir leikmenn: Andrea Jacobsen, Silkeborg-Voel (50/75)Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5)Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68)Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (17/39)Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (10/17)Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11)Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (13/10)Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6)Lilja Ágústsdóttir, Valur (22/15)Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (46/85)Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64)Thea Imani Sturludóttir, Valur (76/168)Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (2/1)Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391) Þess má geta að Katla María Magnúsdóttir er meidd og Þórey Anna Ásgeirsdóttir gaf ekki kost á sér í æfingahópinn að þessu sinni.
EM 2024 í handbolta Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Þetta er pínu öðruvísi, ég viðurkenni það“ Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, er komin aftur í íslenska landsliðshópinn eftir smá fjarveru en Steinunn eignaðist sitt annað barn í nóvember. 29. mars 2024 19:00 Eiga að koma Íslandi á EM: Steinunn fljót í landsliðið eftir barnsburð en Þórey Anna ekki með Arnar Pétursson hefur valið þá leikmenn sem hann treystir á að komi Íslandi í lokakeppni EM kvenna í handbolta þegar undankeppnin klárast í byrjun næsta mánaðar. 19. mars 2024 14:09 Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
„Þetta er pínu öðruvísi, ég viðurkenni það“ Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, er komin aftur í íslenska landsliðshópinn eftir smá fjarveru en Steinunn eignaðist sitt annað barn í nóvember. 29. mars 2024 19:00
Eiga að koma Íslandi á EM: Steinunn fljót í landsliðið eftir barnsburð en Þórey Anna ekki með Arnar Pétursson hefur valið þá leikmenn sem hann treystir á að komi Íslandi í lokakeppni EM kvenna í handbolta þegar undankeppnin klárast í byrjun næsta mánaðar. 19. mars 2024 14:09
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn