„Það er nóg búið að leggja á okkur fyrir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 31. mars 2024 13:59 Fjöldi bygginga í Grindavík hafa skemmst í jarðhræringunum síðustu mánuði. vísir/vilhelm Byggingatæknifræðingur úr Grindavík segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Hann segir tjónaskoðun ófullnægjandi og kallar eftir breytingum. Verkfræðistofur hafa séð um skoðun á húsum í Grindavík fyrir Náttúruhamfaratryggingu sem skemmst hafa í jarðhræringunum þar undanfarna mánuði. Byggingatæknifræðingurinn og Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson segir illa hafa verið staðið að þessari skoðun í Grindavík, sem merki séu um í skýrslum um húsin. „Það eru stuttir textar, engar myndir, engar tilvísanir. Það er ekkert sem styður þeirra mál, það sem er verið að segja að eftir 40-45 mínútna sjónskoðun að það sé hægt að áætla styrkleika burðarvirkis. Ég skil bara ekki hvernig það er hægt,“ sagði Hilmar Freyr í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir að í skýrslu Náttúruhamfaratrygginga um hans eigið heimili hafi til að mynda vantað inn upplýsingar um hallandi útvegg. „Þetta á ekki að vera hægt. Þetta á ekki að detta út úr, þetta er bara stórt mál til þess að ástandsmeta húsið.“ Fái ekki heildarmyndina Fram hefur komið hjá forstjóra Náttúruhamfaratrygginga að þetta sé fyrsta skoðun og eigendur húsa eigi rétt á að kalla eftir annarri skoðun vilji þeir það. „Hvernig ætlar þú ef þú þekkir ekkert inn á byggingafræði, húsagerð eða neitt, hvernig ætlar þú að taka tillit til þess sem stendur í skýrslunni og þess sem er kostnaðargreint. Þú getur það ekki vegna þess að það er ekki farið yfir alla hlutina í skýrslunni. Þú ert ekki að sjá heildarmynd, þú sérð bara hluta,“ sagði Hilmar. Skoða þurfi mörg hús og verkið umfangsmikið en verkfræðistofurnar eigi ekki að taka að sér verkið geti þær ekki sinnt því vel. „Það er nóg búið að leggja á okkur fyrir og við þurfum ekki að fara í gegnum þennan pakka líka, að berjast gegn því að skoðanirnar sem tilgreindar eru af ríkinu séu svona illa unnar og illa framsettar,“ sagði Hilmar Freyr Gunnarsson, byggingatæknifræðingur og Grindvíkingur. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tryggingar Tengdar fréttir Segir ástandsskoðanir NTÍ í Grindavík fúsk Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson vill að Alþingi fari yfir framkvæmd ástandsskoðana Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) á húsum í Grindavík. Hann segir framkvæmdina forkastanlega og fúsk. Forstjóri NTÍ segir aðeins um fyrstu matsgerð að ræða og hvetur fólk til að skila inn athugasemdum sé það ósátt. 19. mars 2024 15:56 Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
Verkfræðistofur hafa séð um skoðun á húsum í Grindavík fyrir Náttúruhamfaratryggingu sem skemmst hafa í jarðhræringunum þar undanfarna mánuði. Byggingatæknifræðingurinn og Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson segir illa hafa verið staðið að þessari skoðun í Grindavík, sem merki séu um í skýrslum um húsin. „Það eru stuttir textar, engar myndir, engar tilvísanir. Það er ekkert sem styður þeirra mál, það sem er verið að segja að eftir 40-45 mínútna sjónskoðun að það sé hægt að áætla styrkleika burðarvirkis. Ég skil bara ekki hvernig það er hægt,“ sagði Hilmar Freyr í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir að í skýrslu Náttúruhamfaratrygginga um hans eigið heimili hafi til að mynda vantað inn upplýsingar um hallandi útvegg. „Þetta á ekki að vera hægt. Þetta á ekki að detta út úr, þetta er bara stórt mál til þess að ástandsmeta húsið.“ Fái ekki heildarmyndina Fram hefur komið hjá forstjóra Náttúruhamfaratrygginga að þetta sé fyrsta skoðun og eigendur húsa eigi rétt á að kalla eftir annarri skoðun vilji þeir það. „Hvernig ætlar þú ef þú þekkir ekkert inn á byggingafræði, húsagerð eða neitt, hvernig ætlar þú að taka tillit til þess sem stendur í skýrslunni og þess sem er kostnaðargreint. Þú getur það ekki vegna þess að það er ekki farið yfir alla hlutina í skýrslunni. Þú ert ekki að sjá heildarmynd, þú sérð bara hluta,“ sagði Hilmar. Skoða þurfi mörg hús og verkið umfangsmikið en verkfræðistofurnar eigi ekki að taka að sér verkið geti þær ekki sinnt því vel. „Það er nóg búið að leggja á okkur fyrir og við þurfum ekki að fara í gegnum þennan pakka líka, að berjast gegn því að skoðanirnar sem tilgreindar eru af ríkinu séu svona illa unnar og illa framsettar,“ sagði Hilmar Freyr Gunnarsson, byggingatæknifræðingur og Grindvíkingur.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tryggingar Tengdar fréttir Segir ástandsskoðanir NTÍ í Grindavík fúsk Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson vill að Alþingi fari yfir framkvæmd ástandsskoðana Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) á húsum í Grindavík. Hann segir framkvæmdina forkastanlega og fúsk. Forstjóri NTÍ segir aðeins um fyrstu matsgerð að ræða og hvetur fólk til að skila inn athugasemdum sé það ósátt. 19. mars 2024 15:56 Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
Segir ástandsskoðanir NTÍ í Grindavík fúsk Grindvíkingurinn Hilmar Freyr Gunnarsson vill að Alþingi fari yfir framkvæmd ástandsskoðana Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) á húsum í Grindavík. Hann segir framkvæmdina forkastanlega og fúsk. Forstjóri NTÍ segir aðeins um fyrstu matsgerð að ræða og hvetur fólk til að skila inn athugasemdum sé það ósátt. 19. mars 2024 15:56
Mat á skemmdum eigna í Grindavík nánast lokið Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku. 1. mars 2024 09:44