Dimmt yfir orkuspám Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar 30. mars 2024 11:00 Íslendingar eiga formæðrum sínum og -feðrum mikið að þakka fyrir margra hluta sakir. Ég nefni til að mynda þá framsýni sem þau höfðu til að bera við uppbyggingu orkukerfisins. Samfélagið hefur notið þess hversu vel hefur tekist til og mikilvægi raforkunnar í samfélaginu er augljóst, hún er grunnur velsældar okkar. Það er alls ekki einfalt að reka lokað raforkukerfi með 100% endurnýjanlegri orku og það krefst meðal annars mikillar þekkingar á þeim auðlindum sem við nýtum. Óvissan frá náttúrunnar hendi hefur leitt til þess að hér á landi höfum við skilgreint forgangsorku sérstaklega, en það er trygg orka, orka sem alltaf er afhent í samræmi við samningsskilmála. Til að nýta auðlindirnar sem best seljum við einnig þá orku sem er tiltæk þegar náttúran er gjöful en afhending á slíkri orku er skert þegar staða miðlunarlóna er slök. Skerðingar eru ekki merki um orkuskort, þær eru eðlilegur hluti þess að fylgja sveiflum náttúrunnar við orkuframleiðsluna. Stærstur hluti raforkuviðskipta hérlendis er enda með forgangsorku því langflestir viðskiptavinir verða að geta treyst því að orkan sé alltaf fyrir hendi. Heimili og smærri fyrirtæki eru auðvitað í þessum hópi þótt þau séu ekki með langtímasamninga um forgangsorku eins og stórnotendur. Þau verða að geta treyst því að fá orku allan sólarhringinn, alla daga ársins. Alvarleg staða í kortunum Það hefur lengi legið fyrir að næstu ár verða gríðarlega krefjandi í raforkukerfinu og að orkuöryggi almennings geti verið ógnað. Landsnet hefur til dæmis bent á það í mörg ár í greiningum sínum að orkuskortur gæti verið í kortunum og ítrekaði þær aðvaranir nýverið á vorfundi sínum. Í nýbirtri orkuspá Orkustofnunar er einnig farið yfir þróun framboðs og eftirspurnar eftir raforku sem og mögulega þróun orkuskipta. Þar kemur fram að nýtt framboð á raforku næstu tvö ár verður lítið sem ekkert. Á þessum tíma heldur eftirspurn samt áfram að aukast í samræmi við vöxt samfélagsins. Það er ekki fyrr en 2027 sem nýtt framboð bætist við en þó með þeim fyrirvara að nýframkvæmdir gangi snurðulaust fyrir sig á allan hátt sem er engan veginn hægt að reikna með, af fenginni reynslu. Landsvirkjun hefur til að mynda brugðið út af hefðbundnu verklagi og auglýst útboð með fyrirvörum fyrir Búrfellslund áður en öll leyfi liggja fyrir. Mjög lítið má út af bera til að gangsetning bæði Búrfellslundar og Hvammsvirkjunar frestist um heilt ár. Það má því ekkert óvænt koma upp á ef nýtt framboð á verða til taks fyrir þennan tíma. Orkustofnun nefnir einnig í greiningu sinni að framboð dugi ekki til að mæta aukinni eftirspurn fyrr en í fyrsta lagi árið 2027. Það verður að bregðast við Þessar greiningar sem benda til tvísýnnar stöðu framundan verður að taka mjög alvarlega. Orkuskortur hefði mikil áhrif á samfélagið, leiðir til skerðingar á lífsgæðum og minni verðmætasköpunar. Landsvirkjun hefur verið varkár í sinni raforkusölu og tryggt að forgangsorka sé ekki seld umfram örugga vinnslugetu fyrirtækisins. Það hefur aldrei komið fyrir að Landsvirkjun hafi ekki staðið við gerða samninga. En sú staða gæti hins vegar komið upp að sölufyrirtæki sem sinna smásölu og eru því ekki með langtímasamninga, fengju ekki keypta alla þá orku sem þau þurfa á heildsölumarkaði. Það kæmi beint niður á heimilum og smærri fyrirtækjum. Það eru rúmir tveir áratugir síðan lögum var breytt þannig að Landsvirkjun beri ekki ábyrgð á raforkuöryggi í landinu. Það er stjórnvalda að tryggja raforkuöryggi og orkuöryggi byggir á því að notendur orkunnar geti gengið að umsaminni forgangsorku vísri, líka heimili og smærri fyrirtæki. Það hefur ítrekað heyrst undanfarið að raforkuskortur sé útilokaður í landi eins og Íslandi. Orkustofnun og Landsnet byggja sína greiningarvinnu á áreiðanlegustu upplýsingum um raforkukerfið sem til eru, enginn hefur jafn góða yfirsýn og aðgang að gögnum. Það er gríðarlega mikilvægt að tekið verði mark á skilaboðunum sem felast í greiningum þeirra og spám og að vinna stjórnvalda við að bregðast við þeim gangi hratt og vel fyrir sig. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Hlynur Hallgrímsson Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eiga formæðrum sínum og -feðrum mikið að þakka fyrir margra hluta sakir. Ég nefni til að mynda þá framsýni sem þau höfðu til að bera við uppbyggingu orkukerfisins. Samfélagið hefur notið þess hversu vel hefur tekist til og mikilvægi raforkunnar í samfélaginu er augljóst, hún er grunnur velsældar okkar. Það er alls ekki einfalt að reka lokað raforkukerfi með 100% endurnýjanlegri orku og það krefst meðal annars mikillar þekkingar á þeim auðlindum sem við nýtum. Óvissan frá náttúrunnar hendi hefur leitt til þess að hér á landi höfum við skilgreint forgangsorku sérstaklega, en það er trygg orka, orka sem alltaf er afhent í samræmi við samningsskilmála. Til að nýta auðlindirnar sem best seljum við einnig þá orku sem er tiltæk þegar náttúran er gjöful en afhending á slíkri orku er skert þegar staða miðlunarlóna er slök. Skerðingar eru ekki merki um orkuskort, þær eru eðlilegur hluti þess að fylgja sveiflum náttúrunnar við orkuframleiðsluna. Stærstur hluti raforkuviðskipta hérlendis er enda með forgangsorku því langflestir viðskiptavinir verða að geta treyst því að orkan sé alltaf fyrir hendi. Heimili og smærri fyrirtæki eru auðvitað í þessum hópi þótt þau séu ekki með langtímasamninga um forgangsorku eins og stórnotendur. Þau verða að geta treyst því að fá orku allan sólarhringinn, alla daga ársins. Alvarleg staða í kortunum Það hefur lengi legið fyrir að næstu ár verða gríðarlega krefjandi í raforkukerfinu og að orkuöryggi almennings geti verið ógnað. Landsnet hefur til dæmis bent á það í mörg ár í greiningum sínum að orkuskortur gæti verið í kortunum og ítrekaði þær aðvaranir nýverið á vorfundi sínum. Í nýbirtri orkuspá Orkustofnunar er einnig farið yfir þróun framboðs og eftirspurnar eftir raforku sem og mögulega þróun orkuskipta. Þar kemur fram að nýtt framboð á raforku næstu tvö ár verður lítið sem ekkert. Á þessum tíma heldur eftirspurn samt áfram að aukast í samræmi við vöxt samfélagsins. Það er ekki fyrr en 2027 sem nýtt framboð bætist við en þó með þeim fyrirvara að nýframkvæmdir gangi snurðulaust fyrir sig á allan hátt sem er engan veginn hægt að reikna með, af fenginni reynslu. Landsvirkjun hefur til að mynda brugðið út af hefðbundnu verklagi og auglýst útboð með fyrirvörum fyrir Búrfellslund áður en öll leyfi liggja fyrir. Mjög lítið má út af bera til að gangsetning bæði Búrfellslundar og Hvammsvirkjunar frestist um heilt ár. Það má því ekkert óvænt koma upp á ef nýtt framboð á verða til taks fyrir þennan tíma. Orkustofnun nefnir einnig í greiningu sinni að framboð dugi ekki til að mæta aukinni eftirspurn fyrr en í fyrsta lagi árið 2027. Það verður að bregðast við Þessar greiningar sem benda til tvísýnnar stöðu framundan verður að taka mjög alvarlega. Orkuskortur hefði mikil áhrif á samfélagið, leiðir til skerðingar á lífsgæðum og minni verðmætasköpunar. Landsvirkjun hefur verið varkár í sinni raforkusölu og tryggt að forgangsorka sé ekki seld umfram örugga vinnslugetu fyrirtækisins. Það hefur aldrei komið fyrir að Landsvirkjun hafi ekki staðið við gerða samninga. En sú staða gæti hins vegar komið upp að sölufyrirtæki sem sinna smásölu og eru því ekki með langtímasamninga, fengju ekki keypta alla þá orku sem þau þurfa á heildsölumarkaði. Það kæmi beint niður á heimilum og smærri fyrirtækjum. Það eru rúmir tveir áratugir síðan lögum var breytt þannig að Landsvirkjun beri ekki ábyrgð á raforkuöryggi í landinu. Það er stjórnvalda að tryggja raforkuöryggi og orkuöryggi byggir á því að notendur orkunnar geti gengið að umsaminni forgangsorku vísri, líka heimili og smærri fyrirtæki. Það hefur ítrekað heyrst undanfarið að raforkuskortur sé útilokaður í landi eins og Íslandi. Orkustofnun og Landsnet byggja sína greiningarvinnu á áreiðanlegustu upplýsingum um raforkukerfið sem til eru, enginn hefur jafn góða yfirsýn og aðgang að gögnum. Það er gríðarlega mikilvægt að tekið verði mark á skilaboðunum sem felast í greiningum þeirra og spám og að vinna stjórnvalda við að bregðast við þeim gangi hratt og vel fyrir sig. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun