Dimmt yfir orkuspám Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar 30. mars 2024 11:00 Íslendingar eiga formæðrum sínum og -feðrum mikið að þakka fyrir margra hluta sakir. Ég nefni til að mynda þá framsýni sem þau höfðu til að bera við uppbyggingu orkukerfisins. Samfélagið hefur notið þess hversu vel hefur tekist til og mikilvægi raforkunnar í samfélaginu er augljóst, hún er grunnur velsældar okkar. Það er alls ekki einfalt að reka lokað raforkukerfi með 100% endurnýjanlegri orku og það krefst meðal annars mikillar þekkingar á þeim auðlindum sem við nýtum. Óvissan frá náttúrunnar hendi hefur leitt til þess að hér á landi höfum við skilgreint forgangsorku sérstaklega, en það er trygg orka, orka sem alltaf er afhent í samræmi við samningsskilmála. Til að nýta auðlindirnar sem best seljum við einnig þá orku sem er tiltæk þegar náttúran er gjöful en afhending á slíkri orku er skert þegar staða miðlunarlóna er slök. Skerðingar eru ekki merki um orkuskort, þær eru eðlilegur hluti þess að fylgja sveiflum náttúrunnar við orkuframleiðsluna. Stærstur hluti raforkuviðskipta hérlendis er enda með forgangsorku því langflestir viðskiptavinir verða að geta treyst því að orkan sé alltaf fyrir hendi. Heimili og smærri fyrirtæki eru auðvitað í þessum hópi þótt þau séu ekki með langtímasamninga um forgangsorku eins og stórnotendur. Þau verða að geta treyst því að fá orku allan sólarhringinn, alla daga ársins. Alvarleg staða í kortunum Það hefur lengi legið fyrir að næstu ár verða gríðarlega krefjandi í raforkukerfinu og að orkuöryggi almennings geti verið ógnað. Landsnet hefur til dæmis bent á það í mörg ár í greiningum sínum að orkuskortur gæti verið í kortunum og ítrekaði þær aðvaranir nýverið á vorfundi sínum. Í nýbirtri orkuspá Orkustofnunar er einnig farið yfir þróun framboðs og eftirspurnar eftir raforku sem og mögulega þróun orkuskipta. Þar kemur fram að nýtt framboð á raforku næstu tvö ár verður lítið sem ekkert. Á þessum tíma heldur eftirspurn samt áfram að aukast í samræmi við vöxt samfélagsins. Það er ekki fyrr en 2027 sem nýtt framboð bætist við en þó með þeim fyrirvara að nýframkvæmdir gangi snurðulaust fyrir sig á allan hátt sem er engan veginn hægt að reikna með, af fenginni reynslu. Landsvirkjun hefur til að mynda brugðið út af hefðbundnu verklagi og auglýst útboð með fyrirvörum fyrir Búrfellslund áður en öll leyfi liggja fyrir. Mjög lítið má út af bera til að gangsetning bæði Búrfellslundar og Hvammsvirkjunar frestist um heilt ár. Það má því ekkert óvænt koma upp á ef nýtt framboð á verða til taks fyrir þennan tíma. Orkustofnun nefnir einnig í greiningu sinni að framboð dugi ekki til að mæta aukinni eftirspurn fyrr en í fyrsta lagi árið 2027. Það verður að bregðast við Þessar greiningar sem benda til tvísýnnar stöðu framundan verður að taka mjög alvarlega. Orkuskortur hefði mikil áhrif á samfélagið, leiðir til skerðingar á lífsgæðum og minni verðmætasköpunar. Landsvirkjun hefur verið varkár í sinni raforkusölu og tryggt að forgangsorka sé ekki seld umfram örugga vinnslugetu fyrirtækisins. Það hefur aldrei komið fyrir að Landsvirkjun hafi ekki staðið við gerða samninga. En sú staða gæti hins vegar komið upp að sölufyrirtæki sem sinna smásölu og eru því ekki með langtímasamninga, fengju ekki keypta alla þá orku sem þau þurfa á heildsölumarkaði. Það kæmi beint niður á heimilum og smærri fyrirtækjum. Það eru rúmir tveir áratugir síðan lögum var breytt þannig að Landsvirkjun beri ekki ábyrgð á raforkuöryggi í landinu. Það er stjórnvalda að tryggja raforkuöryggi og orkuöryggi byggir á því að notendur orkunnar geti gengið að umsaminni forgangsorku vísri, líka heimili og smærri fyrirtæki. Það hefur ítrekað heyrst undanfarið að raforkuskortur sé útilokaður í landi eins og Íslandi. Orkustofnun og Landsnet byggja sína greiningarvinnu á áreiðanlegustu upplýsingum um raforkukerfið sem til eru, enginn hefur jafn góða yfirsýn og aðgang að gögnum. Það er gríðarlega mikilvægt að tekið verði mark á skilaboðunum sem felast í greiningum þeirra og spám og að vinna stjórnvalda við að bregðast við þeim gangi hratt og vel fyrir sig. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Hlynur Hallgrímsson Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eiga formæðrum sínum og -feðrum mikið að þakka fyrir margra hluta sakir. Ég nefni til að mynda þá framsýni sem þau höfðu til að bera við uppbyggingu orkukerfisins. Samfélagið hefur notið þess hversu vel hefur tekist til og mikilvægi raforkunnar í samfélaginu er augljóst, hún er grunnur velsældar okkar. Það er alls ekki einfalt að reka lokað raforkukerfi með 100% endurnýjanlegri orku og það krefst meðal annars mikillar þekkingar á þeim auðlindum sem við nýtum. Óvissan frá náttúrunnar hendi hefur leitt til þess að hér á landi höfum við skilgreint forgangsorku sérstaklega, en það er trygg orka, orka sem alltaf er afhent í samræmi við samningsskilmála. Til að nýta auðlindirnar sem best seljum við einnig þá orku sem er tiltæk þegar náttúran er gjöful en afhending á slíkri orku er skert þegar staða miðlunarlóna er slök. Skerðingar eru ekki merki um orkuskort, þær eru eðlilegur hluti þess að fylgja sveiflum náttúrunnar við orkuframleiðsluna. Stærstur hluti raforkuviðskipta hérlendis er enda með forgangsorku því langflestir viðskiptavinir verða að geta treyst því að orkan sé alltaf fyrir hendi. Heimili og smærri fyrirtæki eru auðvitað í þessum hópi þótt þau séu ekki með langtímasamninga um forgangsorku eins og stórnotendur. Þau verða að geta treyst því að fá orku allan sólarhringinn, alla daga ársins. Alvarleg staða í kortunum Það hefur lengi legið fyrir að næstu ár verða gríðarlega krefjandi í raforkukerfinu og að orkuöryggi almennings geti verið ógnað. Landsnet hefur til dæmis bent á það í mörg ár í greiningum sínum að orkuskortur gæti verið í kortunum og ítrekaði þær aðvaranir nýverið á vorfundi sínum. Í nýbirtri orkuspá Orkustofnunar er einnig farið yfir þróun framboðs og eftirspurnar eftir raforku sem og mögulega þróun orkuskipta. Þar kemur fram að nýtt framboð á raforku næstu tvö ár verður lítið sem ekkert. Á þessum tíma heldur eftirspurn samt áfram að aukast í samræmi við vöxt samfélagsins. Það er ekki fyrr en 2027 sem nýtt framboð bætist við en þó með þeim fyrirvara að nýframkvæmdir gangi snurðulaust fyrir sig á allan hátt sem er engan veginn hægt að reikna með, af fenginni reynslu. Landsvirkjun hefur til að mynda brugðið út af hefðbundnu verklagi og auglýst útboð með fyrirvörum fyrir Búrfellslund áður en öll leyfi liggja fyrir. Mjög lítið má út af bera til að gangsetning bæði Búrfellslundar og Hvammsvirkjunar frestist um heilt ár. Það má því ekkert óvænt koma upp á ef nýtt framboð á verða til taks fyrir þennan tíma. Orkustofnun nefnir einnig í greiningu sinni að framboð dugi ekki til að mæta aukinni eftirspurn fyrr en í fyrsta lagi árið 2027. Það verður að bregðast við Þessar greiningar sem benda til tvísýnnar stöðu framundan verður að taka mjög alvarlega. Orkuskortur hefði mikil áhrif á samfélagið, leiðir til skerðingar á lífsgæðum og minni verðmætasköpunar. Landsvirkjun hefur verið varkár í sinni raforkusölu og tryggt að forgangsorka sé ekki seld umfram örugga vinnslugetu fyrirtækisins. Það hefur aldrei komið fyrir að Landsvirkjun hafi ekki staðið við gerða samninga. En sú staða gæti hins vegar komið upp að sölufyrirtæki sem sinna smásölu og eru því ekki með langtímasamninga, fengju ekki keypta alla þá orku sem þau þurfa á heildsölumarkaði. Það kæmi beint niður á heimilum og smærri fyrirtækjum. Það eru rúmir tveir áratugir síðan lögum var breytt þannig að Landsvirkjun beri ekki ábyrgð á raforkuöryggi í landinu. Það er stjórnvalda að tryggja raforkuöryggi og orkuöryggi byggir á því að notendur orkunnar geti gengið að umsaminni forgangsorku vísri, líka heimili og smærri fyrirtæki. Það hefur ítrekað heyrst undanfarið að raforkuskortur sé útilokaður í landi eins og Íslandi. Orkustofnun og Landsnet byggja sína greiningarvinnu á áreiðanlegustu upplýsingum um raforkukerfið sem til eru, enginn hefur jafn góða yfirsýn og aðgang að gögnum. Það er gríðarlega mikilvægt að tekið verði mark á skilaboðunum sem felast í greiningum þeirra og spám og að vinna stjórnvalda við að bregðast við þeim gangi hratt og vel fyrir sig. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar