Gera Ísraelum að afstýra hungursneyð á Gasa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2024 15:50 Alþjóðadómstóllinn hefur gert Ísrael að hleypa hjálpargögnum og mannúðaraðstoð inn á Gasa, svo afstýra megi hungursneyð. AP/Fatima Shbair Alþjóðadómstóllinn hefur skipað Ísrael að leyfa óheft flæði hjálpargagna og mannúðaraðstoðar inn á Gasa, svo koma megi í veg fyrir hungursneyð. Ákvörðun dómstólsins var einróma, og felur í sér að Ísrael skuli án tafar haga málum með þeim hætti að hægt verði að koma gögnunum og mannúðaraðstoð inn á svæðið. Að öðrum kosti muni hungursneyð skapast á Gasa á næstu vikum. Ísraelsmenn hafa ítrekað verið sakaðir um að hefta aðgang hjálparstofnana að svæðinu, en segja að slíkar ásakanir eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Segja Hamas um að kenna Í viðbrögðum við niðurstöðu dómstólsins sagði ísraelska utanríkisráðuneytið að það væri sífellt að „vinna að framgangi nýrra verkefna og stækkun þeirra sem fyrir eru“ svo koma mætti hjálpargögnum inn á Gasa í lofti, á landi og á sjó. Það gerði ríkið í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar. Í yfirlýsingu ráðuneytisins var einnig sagt að Hamas væri um að kenna hvernig komið væri fyrir íbúum á Gasa. Vísar ráðuneytið þar til hryðjuverkaárásar Gasa á Ísrael 7. október síðastliðinn, en síðan þá hafa Ísraelar staðið í stórtækum hernaðaraðgerðum á Gasa. Á síðustu mánuðum hafa myndast langar raðir flutningabíla og trukka við landamæri Gasa og Egyptalands, og Ísraels. Það er vandamál sem Ísraelsmenn hafa verið sakaðir um að hafa skapað með því að láta bílstjóra bílanna undirgangast handahófskenndar og flóknar skoðanir á bílum sínum. Á móti hafa Ísraelsmenn sagt að Hamas-samtökin hirði stóran hluta þeirra gagna sem komist yfir landamærin, og sagt Sameinuðu þjóðirnar vera að bregðast hlutverki sínu í að deila gæðunum sem eftir verða til almennra borgara. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Ákvörðun dómstólsins var einróma, og felur í sér að Ísrael skuli án tafar haga málum með þeim hætti að hægt verði að koma gögnunum og mannúðaraðstoð inn á svæðið. Að öðrum kosti muni hungursneyð skapast á Gasa á næstu vikum. Ísraelsmenn hafa ítrekað verið sakaðir um að hefta aðgang hjálparstofnana að svæðinu, en segja að slíkar ásakanir eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Segja Hamas um að kenna Í viðbrögðum við niðurstöðu dómstólsins sagði ísraelska utanríkisráðuneytið að það væri sífellt að „vinna að framgangi nýrra verkefna og stækkun þeirra sem fyrir eru“ svo koma mætti hjálpargögnum inn á Gasa í lofti, á landi og á sjó. Það gerði ríkið í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar. Í yfirlýsingu ráðuneytisins var einnig sagt að Hamas væri um að kenna hvernig komið væri fyrir íbúum á Gasa. Vísar ráðuneytið þar til hryðjuverkaárásar Gasa á Ísrael 7. október síðastliðinn, en síðan þá hafa Ísraelar staðið í stórtækum hernaðaraðgerðum á Gasa. Á síðustu mánuðum hafa myndast langar raðir flutningabíla og trukka við landamæri Gasa og Egyptalands, og Ísraels. Það er vandamál sem Ísraelsmenn hafa verið sakaðir um að hafa skapað með því að láta bílstjóra bílanna undirgangast handahófskenndar og flóknar skoðanir á bílum sínum. Á móti hafa Ísraelsmenn sagt að Hamas-samtökin hirði stóran hluta þeirra gagna sem komist yfir landamærin, og sagt Sameinuðu þjóðirnar vera að bregðast hlutverki sínu í að deila gæðunum sem eftir verða til almennra borgara.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira