Starfsmaður Base Parking á 170 á bíl viðskiptavinar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. mars 2024 13:51 Skjáskot af myndbandinu, sem sjá má neðar í fréttinni. Aðsend Karlmanni sem nýtti sér þjónustu Base Parking á dögunum brá í brún þegar hann kíkti á upptöku úr hraðamyndavél bílsins og sá að honum hefði verið ekið á 170 kílómetra hraða í átt að bílageymslu fyrirtækisins. Jóhann Ágústsson bókaði þjónustu Base Parking í tvær vikur meðan hann fór í frí til Tenerife. Í samtali við fréttastofu segist hann áður hafa nýtt sér þjónustuna án nokkurra vandræða. Í þetta skipti hafi honum hins vegar blöskrað þegar hann kíkti á upptöku myndavélarinnar í bílnum, sem skráir bæði hraða og staðsetningu. Bílnum, Mercedes-Benz GLE jeppa, hafði verið ekið á allt að 170 kílómetra hraða. „Hann var ekki á beinum og breiðum vegi, heldur hlykkjóttum og með nokkur hringtorg fyrir utan umferðina sem var talsverð,“ segir Jóhann. Myndband af akstrinum má sjá hér að neðan. Þá hafi bílnum að auki verið ekið á 114 kílómetra hraða þegar hann var færður á flugvöllinn á ný í gær fyrir komu Jóhanns. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé svona tölur. Þetta er bara ótrúlegt,“ segir Jóhann. Hann veltir því fyrir sér hvað fyrirtækið hefði gert ef slys hefði orðið og bíllinn skemmst. Tryggingafélagið myndi sennilega ekki bæta svona gáleysi. „Maður gerir þetta ekki aftur. Ég get ekki ímyndað mér að fólk skipti við svona fyrirtæki,“ segir hann. Nýlega var fjallað um óvönduð vinnubrögð fyrirtækisins þegar James Weston, viðskiptavinur Base Parking, beið ásamt fjölskyldu sinni í klukkutíma á Keflavíkurflugvelli eftir bílnum sínum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náði hann engu sambandi við fyrirtækið um afhendingu bílsins. „Þá fáum við loks SMS frá Base parking þar sem stendur eingöngu: we lost your keys“! sagði James í samtali við Vísi. Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér að neðan. Daginn eftir sagði formaður verkalýðsfélags Keflavíkur og nágrennis áhyggjur hafa verið uppi um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli í fjöldamörg ár. Grunur væri um að brotið sé á réttindum starfsmanna og að þeir fái greitt undir borðið. Fjölmargir viðskiptavinir hafa lýst slæmri reynslu sinni af viðskiptum við fyrirtækið, en lesa má um nokkur slík dæmi hér að neðan. Bílastæði Bílar Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Neytendur Umferðaröryggi Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Jóhann Ágústsson bókaði þjónustu Base Parking í tvær vikur meðan hann fór í frí til Tenerife. Í samtali við fréttastofu segist hann áður hafa nýtt sér þjónustuna án nokkurra vandræða. Í þetta skipti hafi honum hins vegar blöskrað þegar hann kíkti á upptöku myndavélarinnar í bílnum, sem skráir bæði hraða og staðsetningu. Bílnum, Mercedes-Benz GLE jeppa, hafði verið ekið á allt að 170 kílómetra hraða. „Hann var ekki á beinum og breiðum vegi, heldur hlykkjóttum og með nokkur hringtorg fyrir utan umferðina sem var talsverð,“ segir Jóhann. Myndband af akstrinum má sjá hér að neðan. Þá hafi bílnum að auki verið ekið á 114 kílómetra hraða þegar hann var færður á flugvöllinn á ný í gær fyrir komu Jóhanns. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé svona tölur. Þetta er bara ótrúlegt,“ segir Jóhann. Hann veltir því fyrir sér hvað fyrirtækið hefði gert ef slys hefði orðið og bíllinn skemmst. Tryggingafélagið myndi sennilega ekki bæta svona gáleysi. „Maður gerir þetta ekki aftur. Ég get ekki ímyndað mér að fólk skipti við svona fyrirtæki,“ segir hann. Nýlega var fjallað um óvönduð vinnubrögð fyrirtækisins þegar James Weston, viðskiptavinur Base Parking, beið ásamt fjölskyldu sinni í klukkutíma á Keflavíkurflugvelli eftir bílnum sínum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náði hann engu sambandi við fyrirtækið um afhendingu bílsins. „Þá fáum við loks SMS frá Base parking þar sem stendur eingöngu: we lost your keys“! sagði James í samtali við Vísi. Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér að neðan. Daginn eftir sagði formaður verkalýðsfélags Keflavíkur og nágrennis áhyggjur hafa verið uppi um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli í fjöldamörg ár. Grunur væri um að brotið sé á réttindum starfsmanna og að þeir fái greitt undir borðið. Fjölmargir viðskiptavinir hafa lýst slæmri reynslu sinni af viðskiptum við fyrirtækið, en lesa má um nokkur slík dæmi hér að neðan.
Bílastæði Bílar Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Neytendur Umferðaröryggi Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira