Mikil aðsókn í neyðarskýli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. mars 2024 12:30 Mikil aðsókn hefur verið í neyðarskýli fyrir heimilislausa síðustu daga. Þá hafa margir dvalið þar í vetur. Vísir/Arnar Mikil aðsókn hefur verið í neyðarskýli borgarinnar fyrir heimilislausa síðustu daga að sögn sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir að samningur við Samhjálp um dagdvöl fyrir heimilislausra renni út nú um mánaðamótin og þá taki við önnur úrræði ef þörf krefur. Aðsókn í neyðarskýli Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa hefur verið mikil nú um páskanna að sögn Rannveigar Einarsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að samningur sveitarfélaga við Samhjálp um dagdvöl fyrir heimilislausa renni út nú um mánaðarmótin. Þá taki við önnur úrræði ef þörf krefur. Vísir/Sigurjón „Það er búið að vera mikil aðsókn. Við segjum nú aldrei að það sé fullt, við vísum ekki fólki í vanda frá en það er búið að vera mikil aðsókn í neyðarskýlin. Aðsókn hefur verið mikil í vetur eins og síðustu ár. Það voru til að mynda 147 sem nýttu sér skýlin hjá okkur í janúar,“ segir Rannveig. Dagdvöl að loka Neyðarskýlin eru á þremur stöðum í borginn og er opið frá klukkan fimm til tíu næsta dag. Samhjálp hefur svo undanfarna mánuði verið með dagdvöl fyrir heimilislausa eftir lokun neyðarskýlanna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa greitt fyrir. Sá samningur rennur út nú um mánaðarmótin. Rannveig segir að önnur úrræði taki þá við. „Þá tekur bara við eins og verið hefur neyðaráætlun eins og hefur verið í neyðarskýlunum. Það hefur verið þannig síðustu ár að ef það brestur á með vondu veðri þá höfum við haft lengur opið í neyðarskýlunum,“ segir hún. Hún segir að eftir eigi að taka ákvörðun um hvort samið verði á ný við Samhjálp um dagdvölina. „Varðandi samninginn við Samhjálp þá tökum við stöðuna og metum reynsluna af úrræðinu. Í framhaldinu verða svo teknar ákvarðanir varðandi næsta vetur,“ segir Rannveig. Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Aðsókn í neyðarskýli Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa hefur verið mikil nú um páskanna að sögn Rannveigar Einarsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar. Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að samningur sveitarfélaga við Samhjálp um dagdvöl fyrir heimilislausa renni út nú um mánaðarmótin. Þá taki við önnur úrræði ef þörf krefur. Vísir/Sigurjón „Það er búið að vera mikil aðsókn. Við segjum nú aldrei að það sé fullt, við vísum ekki fólki í vanda frá en það er búið að vera mikil aðsókn í neyðarskýlin. Aðsókn hefur verið mikil í vetur eins og síðustu ár. Það voru til að mynda 147 sem nýttu sér skýlin hjá okkur í janúar,“ segir Rannveig. Dagdvöl að loka Neyðarskýlin eru á þremur stöðum í borginn og er opið frá klukkan fimm til tíu næsta dag. Samhjálp hefur svo undanfarna mánuði verið með dagdvöl fyrir heimilislausa eftir lokun neyðarskýlanna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa greitt fyrir. Sá samningur rennur út nú um mánaðarmótin. Rannveig segir að önnur úrræði taki þá við. „Þá tekur bara við eins og verið hefur neyðaráætlun eins og hefur verið í neyðarskýlunum. Það hefur verið þannig síðustu ár að ef það brestur á með vondu veðri þá höfum við haft lengur opið í neyðarskýlunum,“ segir hún. Hún segir að eftir eigi að taka ákvörðun um hvort samið verði á ný við Samhjálp um dagdvölina. „Varðandi samninginn við Samhjálp þá tökum við stöðuna og metum reynsluna af úrræðinu. Í framhaldinu verða svo teknar ákvarðanir varðandi næsta vetur,“ segir Rannveig.
Málefni heimilislausra Reykjavík Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira