Fyrrverandi Englandsmeistari með námskeið í samstarfi við Fram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. mars 2024 12:01 Asmir Begović var á mála hjá Chelsea frá 2015 til 2017. Rob Newell/Getty Images Asmir Begović, markvörður Q.P.R. í ensku B-deildinni og fyrrverandi markvörður Chelsea, AC Milan og fleiri liða verður með markmannsnámskeið á heimavelli Fram í Úlfarsárdalnum í sumar. Hann hefur ágætis tengingu við Ísland enda voru Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen samherjar hans á sínum tíma. Ásamt því að spila sem atvinnumaður frá 2005 hefur markvörðurinn leikið 63 A-landsleiki fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Hinn 36 ára gamli Begović gekk í raðir Queens Park Rangers á síðasta ári en virðist vera farinn að huga að því hvað gerist þegar hanskarnir fara á hilluna. Hann hefur því stofnað sérstaka akademíu fyrir markverði, Asmir Begović GK Academy. View this post on Instagram A post shared by Asmir Begovi GK Academy (@abgkacademy) Akademían kemur hingað til lands í sumar þar sem Gareth Owen, markmannsþjálfari Fram, kynntist Begović þegar þeir voru báðir á mála hjá Chelsea. Owen sem þjálfari en Begović sem leikmaður. Begović og teymi hans munu halda námskeiðið þann 8. til 9. júní en allar upplýsingar má finna á vefsíðu Fram. Hann svaraði stuttlega nokkrum spurningum Vísis um komu sína til Íslands. Markmið heimsóknarinnar er að koma og vera með sérstakt markmannsnámskeið í samstarfi við Fram þann 8. og 9. júní. Ásamt Begović sjálfum koma tveir aðrir þjálfarar sem starfa fyrir akademíuna en hún er staðsett í heimalandi hans sem og á nokkrum stöðum í Englandi. „Við viljum þjálfa, mennta og aðstoða unga markverði með skipulögðum æfingum og mikilli skemmtun. Okkur hlakkar gríðarlega til að sjá unga markverði Íslands og erum spenntir fyrir þessu einstaka tækifæri.“ Aðspurður hvort reynsla sín sem atvinnumaður á hæsta stigi gæti aðstoðað unga markverði og þá kannski sérstaklega með andlega þáttinn sem er gríðarlega mikilvægur fyrir unga markverði. Taldi Begović svo vera. „Við getum án efa hjálpað ungum markvörðum með andlegu hlið leiksins sem og svarað öðrum spurningum sem þau kunna að hafa. Eitt það besta við námskeiðið sem við bjóðum upp á eru samskipti mín og þjálfara akademíunnar við markverðina þar sem þeir geta spurt að vild. Við getum svo að sama skapi deilt með þeim okkar reynslu og lærdómi sem við höfum sankað að okkur í gegnum árin.“ Var markvörðurinn öflugi spurður hvort hann ætti sér einhvern uppáhalds leikmann frá Íslandi. „Ég spilaði með Eiði Smára hjá Stoke City og Hermanni Hreiðarssyni hjá Portsmouth svo það eru mínir tveir uppáhalds leikmenn frá Íslandi.“ Með Hermanni á góðri stundu.Joe Pepler/Getty Images Begović var ungur að árum þegar hann lék með Hermanni og var því að endingu spurður hvort Hermann hafi nokkuð hrætt úr honum líftóruna en Hermann var þekktur fyrir að bregða fyrir menn fæti á sínum tíma. „Hermann var frábær hjá Portsmouth og naut þess mikið að vera með honum í liði. Hann var atvinnumaður fram í fingurgómana og frábært fyrir ungan leikmann eins og mig að vera með honum daglega. Hann var mjög faglegur í öllu sem hann gerði, ég naut þess að læra af honum og var ekki hræddur við hann á neinn hátt,“ sagði Begović hlæjandi að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Fram Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira
Hann hefur ágætis tengingu við Ísland enda voru Hermann Hreiðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen samherjar hans á sínum tíma. Ásamt því að spila sem atvinnumaður frá 2005 hefur markvörðurinn leikið 63 A-landsleiki fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Hinn 36 ára gamli Begović gekk í raðir Queens Park Rangers á síðasta ári en virðist vera farinn að huga að því hvað gerist þegar hanskarnir fara á hilluna. Hann hefur því stofnað sérstaka akademíu fyrir markverði, Asmir Begović GK Academy. View this post on Instagram A post shared by Asmir Begovi GK Academy (@abgkacademy) Akademían kemur hingað til lands í sumar þar sem Gareth Owen, markmannsþjálfari Fram, kynntist Begović þegar þeir voru báðir á mála hjá Chelsea. Owen sem þjálfari en Begović sem leikmaður. Begović og teymi hans munu halda námskeiðið þann 8. til 9. júní en allar upplýsingar má finna á vefsíðu Fram. Hann svaraði stuttlega nokkrum spurningum Vísis um komu sína til Íslands. Markmið heimsóknarinnar er að koma og vera með sérstakt markmannsnámskeið í samstarfi við Fram þann 8. og 9. júní. Ásamt Begović sjálfum koma tveir aðrir þjálfarar sem starfa fyrir akademíuna en hún er staðsett í heimalandi hans sem og á nokkrum stöðum í Englandi. „Við viljum þjálfa, mennta og aðstoða unga markverði með skipulögðum æfingum og mikilli skemmtun. Okkur hlakkar gríðarlega til að sjá unga markverði Íslands og erum spenntir fyrir þessu einstaka tækifæri.“ Aðspurður hvort reynsla sín sem atvinnumaður á hæsta stigi gæti aðstoðað unga markverði og þá kannski sérstaklega með andlega þáttinn sem er gríðarlega mikilvægur fyrir unga markverði. Taldi Begović svo vera. „Við getum án efa hjálpað ungum markvörðum með andlegu hlið leiksins sem og svarað öðrum spurningum sem þau kunna að hafa. Eitt það besta við námskeiðið sem við bjóðum upp á eru samskipti mín og þjálfara akademíunnar við markverðina þar sem þeir geta spurt að vild. Við getum svo að sama skapi deilt með þeim okkar reynslu og lærdómi sem við höfum sankað að okkur í gegnum árin.“ Var markvörðurinn öflugi spurður hvort hann ætti sér einhvern uppáhalds leikmann frá Íslandi. „Ég spilaði með Eiði Smára hjá Stoke City og Hermanni Hreiðarssyni hjá Portsmouth svo það eru mínir tveir uppáhalds leikmenn frá Íslandi.“ Með Hermanni á góðri stundu.Joe Pepler/Getty Images Begović var ungur að árum þegar hann lék með Hermanni og var því að endingu spurður hvort Hermann hafi nokkuð hrætt úr honum líftóruna en Hermann var þekktur fyrir að bregða fyrir menn fæti á sínum tíma. „Hermann var frábær hjá Portsmouth og naut þess mikið að vera með honum í liði. Hann var atvinnumaður fram í fingurgómana og frábært fyrir ungan leikmann eins og mig að vera með honum daglega. Hann var mjög faglegur í öllu sem hann gerði, ég naut þess að læra af honum og var ekki hræddur við hann á neinn hátt,“ sagði Begović hlæjandi að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Fram Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira