Meirihluti óánægður með áform Landsbankans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2024 09:40 Ekki liggur fyrir hvort merki TM verður einnig málað utan á nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, gangi kaupin í gegn. Vísir/Vilhelm Meirihluti þjóðarinnar er óánægður með fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Þetta leiðir ný könnun Prósents í ljós. Svarendur voru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir væru með áform Landsbankans um kaupin, og sögðust 55 prósent þeirra vera óánægðir. Þrettán prósent sögðus hins vegar ánægð en 32 prósent sögðust hvorki ánægð né óánægð. Þá voru konur að jafnaði óánægðari með áformin en karlar, en 59 prósent kvenna sögðust óánægð en 51 prósent karla. Þá eru aðeins sex prósent kvenna ánægð með áformin, en 18 prósent karla. Konur eru óánægðari með fyrirhuguð áform Landsbankans um kaup á TM en karlar.Prósent Ef litið er á afstöðu með tilliti til aldurs er mesta óánægjan hjá aldurshópnum 35 til 44 ára, eða 66 prósent, á meðan hún er minnst hjá fólki á aldrinum 18 til 24 ára, eða 33 prósent. Í þeim aldursflokki sögðust þó 55 prósent hvorki ánægð né óánægð. Ánægja/óánægja eftir aldri. Prósent Gögnum könnunarinnar var safnað frá 20. febrúar til 27. mars í netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Úrtakið taldi 1900 manns og var svarhlutfall 51 prósent. Fjármálaráðherra meðal óánægðra Meðal þeirra sem falla myndu í flokk óánægðra með kaupin er sennilega Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra. Hún hefur lýst einarðri andstöðu sinni við að Landsbankinn, sem ríkið fer með 98,2 prósenta eignarhlut í, kaupi tryggingafélag á markaði. Hefur hún meðal annars vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að draga eigi jafnt og þétt úr eignarhaldi ríkisins í fjármálakerfinu. Því séu áform Landsbankans þvert gegn eigendastefnunni. Á sama tíma hefur verið deilt um hvort forsvarsmenn Landsbankans hafi gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins, sem fer með eignarhlut ríkisins í bankanum, um að óskuldbindandi tilboð í TM hafi verið gert í desember. Formaður bankaráðs bankans fullyrðir að svo hafi verið, en svör bankasýslunnar hafa verið loðin og lengi að berast. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Skoðanakannanir Tryggingar Tengdar fréttir Gætu orðið tafir á að „Kvika fái peningana sína“ vegna sölu á TM Yfirgnæfandi líkur eru á að sala Kviku á TM til Landsbankans gangi eftir en hins vegar gætu orðið tafir á sölunni og þar með að „Kvika fái peningana sína,“ að mati hlutabréfagreinenda. Hann reiknar með að Kvika hafi þurft að binda nokkrum milljörðum meira af eigin fé við að eiga tryggingafélagið og geta bankans til útlánavaxtar aukist því við söluna. 27. mars 2024 12:51 Hver skipaði bankaráði Landsbankans að kaupa TM? Á undanförnum dögum hefur mikið verið rætt um kaup Landsbankans á TM tryggingum og miklu ryki þyrlað upp. 27. mars 2024 11:01 Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Sjá meira
Svarendur voru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir væru með áform Landsbankans um kaupin, og sögðust 55 prósent þeirra vera óánægðir. Þrettán prósent sögðus hins vegar ánægð en 32 prósent sögðust hvorki ánægð né óánægð. Þá voru konur að jafnaði óánægðari með áformin en karlar, en 59 prósent kvenna sögðust óánægð en 51 prósent karla. Þá eru aðeins sex prósent kvenna ánægð með áformin, en 18 prósent karla. Konur eru óánægðari með fyrirhuguð áform Landsbankans um kaup á TM en karlar.Prósent Ef litið er á afstöðu með tilliti til aldurs er mesta óánægjan hjá aldurshópnum 35 til 44 ára, eða 66 prósent, á meðan hún er minnst hjá fólki á aldrinum 18 til 24 ára, eða 33 prósent. Í þeim aldursflokki sögðust þó 55 prósent hvorki ánægð né óánægð. Ánægja/óánægja eftir aldri. Prósent Gögnum könnunarinnar var safnað frá 20. febrúar til 27. mars í netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Úrtakið taldi 1900 manns og var svarhlutfall 51 prósent. Fjármálaráðherra meðal óánægðra Meðal þeirra sem falla myndu í flokk óánægðra með kaupin er sennilega Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra. Hún hefur lýst einarðri andstöðu sinni við að Landsbankinn, sem ríkið fer með 98,2 prósenta eignarhlut í, kaupi tryggingafélag á markaði. Hefur hún meðal annars vísað til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að draga eigi jafnt og þétt úr eignarhaldi ríkisins í fjármálakerfinu. Því séu áform Landsbankans þvert gegn eigendastefnunni. Á sama tíma hefur verið deilt um hvort forsvarsmenn Landsbankans hafi gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins, sem fer með eignarhlut ríkisins í bankanum, um að óskuldbindandi tilboð í TM hafi verið gert í desember. Formaður bankaráðs bankans fullyrðir að svo hafi verið, en svör bankasýslunnar hafa verið loðin og lengi að berast.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Skoðanakannanir Tryggingar Tengdar fréttir Gætu orðið tafir á að „Kvika fái peningana sína“ vegna sölu á TM Yfirgnæfandi líkur eru á að sala Kviku á TM til Landsbankans gangi eftir en hins vegar gætu orðið tafir á sölunni og þar með að „Kvika fái peningana sína,“ að mati hlutabréfagreinenda. Hann reiknar með að Kvika hafi þurft að binda nokkrum milljörðum meira af eigin fé við að eiga tryggingafélagið og geta bankans til útlánavaxtar aukist því við söluna. 27. mars 2024 12:51 Hver skipaði bankaráði Landsbankans að kaupa TM? Á undanförnum dögum hefur mikið verið rætt um kaup Landsbankans á TM tryggingum og miklu ryki þyrlað upp. 27. mars 2024 11:01 Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Sjá meira
Gætu orðið tafir á að „Kvika fái peningana sína“ vegna sölu á TM Yfirgnæfandi líkur eru á að sala Kviku á TM til Landsbankans gangi eftir en hins vegar gætu orðið tafir á sölunni og þar með að „Kvika fái peningana sína,“ að mati hlutabréfagreinenda. Hann reiknar með að Kvika hafi þurft að binda nokkrum milljörðum meira af eigin fé við að eiga tryggingafélagið og geta bankans til útlánavaxtar aukist því við söluna. 27. mars 2024 12:51
Hver skipaði bankaráði Landsbankans að kaupa TM? Á undanförnum dögum hefur mikið verið rætt um kaup Landsbankans á TM tryggingum og miklu ryki þyrlað upp. 27. mars 2024 11:01
Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30