„Það er ekkert sem stoppar Remy Martin“ Andri Már Eggertsson skrifar 28. mars 2024 22:05 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að það væri ekki hægt að stoppa Remy Martin Vísir/Diego Keflavík vann þrettán stiga sigur gegn Njarðvík á heimavelli 127-114. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur eftir leik. „Við náðum varla að halda þeim undir 80 stigum í fjórða leikhluta. Þetta var alls ekki að ganga hjá okkur því miður, “ sagði Benedikt Guðmundsson aðspurður hvernig markmiðið sem hann setti fyrir leik að halda Keflavík í 80 stigum hefði gengið. Benedikt talaði einnig um fyrir leik að hann ætlaði að reyna stöðva Remy Martin en hann var frábær og gerði 35 stig. „Það er ekkert sem stoppar hann. Ef þú ert að spila góða vörn á hann á hálfum velli þá fer hann bara út á miðju og setur skot þaðan. Ef þú setur tvo varnarmenn á hann þá kemst hann framhjá þeim og skorar sjálfur eða finnur einhvern opinn og það var allt ofan í.“ „Þetta var erfitt og verðskuldaður sigur hjá frábæru liði Keflavíkur.“ Njarðvík byrjaði bæði þriðja og fjórða leikhluta afar illa og Benedikt hafði engin svör hvers vegna liðið byrjaði svona illa. „Ef ég bara vissi það. Ég skil það ekki en ég þarf að finna út úr því. Við byrjuðum seinni hálfleik afar illa en byrjuðum fyrsta leikhluta vel þar sem við gerðu fyrstu sjö stigin. Byrjunin í fjórða leikhluta drap okkur síðan.“ Þetta var þriðji sigur Keflavíkur gegn Njarðvík á tímabilinu og Benedikt viðurkenndi að það væri þungt. „Það var ekki í planinu en við unnum báða leikina í fyrra og hitt í fyrra en svona er þetta. Keflavík er með frábært lið núna en liðin eru með jafn mörg stig í deildinni. Ég vil hrósa liðinu mínu þar sem þetta er annar leikurinn sem við töpum eftir áramót,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Sjá meira
„Við náðum varla að halda þeim undir 80 stigum í fjórða leikhluta. Þetta var alls ekki að ganga hjá okkur því miður, “ sagði Benedikt Guðmundsson aðspurður hvernig markmiðið sem hann setti fyrir leik að halda Keflavík í 80 stigum hefði gengið. Benedikt talaði einnig um fyrir leik að hann ætlaði að reyna stöðva Remy Martin en hann var frábær og gerði 35 stig. „Það er ekkert sem stoppar hann. Ef þú ert að spila góða vörn á hann á hálfum velli þá fer hann bara út á miðju og setur skot þaðan. Ef þú setur tvo varnarmenn á hann þá kemst hann framhjá þeim og skorar sjálfur eða finnur einhvern opinn og það var allt ofan í.“ „Þetta var erfitt og verðskuldaður sigur hjá frábæru liði Keflavíkur.“ Njarðvík byrjaði bæði þriðja og fjórða leikhluta afar illa og Benedikt hafði engin svör hvers vegna liðið byrjaði svona illa. „Ef ég bara vissi það. Ég skil það ekki en ég þarf að finna út úr því. Við byrjuðum seinni hálfleik afar illa en byrjuðum fyrsta leikhluta vel þar sem við gerðu fyrstu sjö stigin. Byrjunin í fjórða leikhluta drap okkur síðan.“ Þetta var þriðji sigur Keflavíkur gegn Njarðvík á tímabilinu og Benedikt viðurkenndi að það væri þungt. „Það var ekki í planinu en við unnum báða leikina í fyrra og hitt í fyrra en svona er þetta. Keflavík er með frábært lið núna en liðin eru með jafn mörg stig í deildinni. Ég vil hrósa liðinu mínu þar sem þetta er annar leikurinn sem við töpum eftir áramót,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum.
UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Sjá meira