„Það er ekkert sem stoppar Remy Martin“ Andri Már Eggertsson skrifar 28. mars 2024 22:05 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði að það væri ekki hægt að stoppa Remy Martin Vísir/Diego Keflavík vann þrettán stiga sigur gegn Njarðvík á heimavelli 127-114. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur eftir leik. „Við náðum varla að halda þeim undir 80 stigum í fjórða leikhluta. Þetta var alls ekki að ganga hjá okkur því miður, “ sagði Benedikt Guðmundsson aðspurður hvernig markmiðið sem hann setti fyrir leik að halda Keflavík í 80 stigum hefði gengið. Benedikt talaði einnig um fyrir leik að hann ætlaði að reyna stöðva Remy Martin en hann var frábær og gerði 35 stig. „Það er ekkert sem stoppar hann. Ef þú ert að spila góða vörn á hann á hálfum velli þá fer hann bara út á miðju og setur skot þaðan. Ef þú setur tvo varnarmenn á hann þá kemst hann framhjá þeim og skorar sjálfur eða finnur einhvern opinn og það var allt ofan í.“ „Þetta var erfitt og verðskuldaður sigur hjá frábæru liði Keflavíkur.“ Njarðvík byrjaði bæði þriðja og fjórða leikhluta afar illa og Benedikt hafði engin svör hvers vegna liðið byrjaði svona illa. „Ef ég bara vissi það. Ég skil það ekki en ég þarf að finna út úr því. Við byrjuðum seinni hálfleik afar illa en byrjuðum fyrsta leikhluta vel þar sem við gerðu fyrstu sjö stigin. Byrjunin í fjórða leikhluta drap okkur síðan.“ Þetta var þriðji sigur Keflavíkur gegn Njarðvík á tímabilinu og Benedikt viðurkenndi að það væri þungt. „Það var ekki í planinu en við unnum báða leikina í fyrra og hitt í fyrra en svona er þetta. Keflavík er með frábært lið núna en liðin eru með jafn mörg stig í deildinni. Ég vil hrósa liðinu mínu þar sem þetta er annar leikurinn sem við töpum eftir áramót,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sjá meira
„Við náðum varla að halda þeim undir 80 stigum í fjórða leikhluta. Þetta var alls ekki að ganga hjá okkur því miður, “ sagði Benedikt Guðmundsson aðspurður hvernig markmiðið sem hann setti fyrir leik að halda Keflavík í 80 stigum hefði gengið. Benedikt talaði einnig um fyrir leik að hann ætlaði að reyna stöðva Remy Martin en hann var frábær og gerði 35 stig. „Það er ekkert sem stoppar hann. Ef þú ert að spila góða vörn á hann á hálfum velli þá fer hann bara út á miðju og setur skot þaðan. Ef þú setur tvo varnarmenn á hann þá kemst hann framhjá þeim og skorar sjálfur eða finnur einhvern opinn og það var allt ofan í.“ „Þetta var erfitt og verðskuldaður sigur hjá frábæru liði Keflavíkur.“ Njarðvík byrjaði bæði þriðja og fjórða leikhluta afar illa og Benedikt hafði engin svör hvers vegna liðið byrjaði svona illa. „Ef ég bara vissi það. Ég skil það ekki en ég þarf að finna út úr því. Við byrjuðum seinni hálfleik afar illa en byrjuðum fyrsta leikhluta vel þar sem við gerðu fyrstu sjö stigin. Byrjunin í fjórða leikhluta drap okkur síðan.“ Þetta var þriðji sigur Keflavíkur gegn Njarðvík á tímabilinu og Benedikt viðurkenndi að það væri þungt. „Það var ekki í planinu en við unnum báða leikina í fyrra og hitt í fyrra en svona er þetta. Keflavík er með frábært lið núna en liðin eru með jafn mörg stig í deildinni. Ég vil hrósa liðinu mínu þar sem þetta er annar leikurinn sem við töpum eftir áramót,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum.
UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sjá meira