Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar þykir 43 prósent svarenda páskaeggin frá Nóa Síríus best, tuttugu prósentum finnst eggin frá Freyju best. Ellefu prósent svarenda sögðu páskaeggin frá Góu vera í uppáhaldi.
Þar á eftir kemur Sanbó, en átta prósent svarenda sögðu páskaegg þess framleiðanda best. Sex prósent nefndu annað vörumerki og tólf prósent sögðust ekki borða páskaegg.

Marktækur munur var á kynjunum í könnuninni en 24 prósent kvenna sögðu páskaegg frá Freyju vera í uppáhaldi samanborið við 15 prósent karla. Þá sögðust marktækt fleiri karlar ekki borða páskaegg, eða sautján prósent, samanborið við sjö prósent kvenna.
