Vilja koma böndum á bókhald trúfélaga Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2024 21:41 Guðrún Hafsteinsdóttir er fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem ætlað er að auka kröfur á forsvarsmenn trúfélaga, lífsskoðunarfélaga, sjóða og stofnana varðandi utanumhald reksturs. Það regluverk sem gildir um slík félög hér á landi þykir skapa verulega hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Samkvæmt frumvarpinu, sem finna má hér á vef Alþingis, á að skikka áðurnefnda forsvarsmenn til að halda bókhald um rekstur trú- og lífsskoðunarfélaga og gera ársreikninga. Þetta eigi að gera utanumhald fjármuna skýrara. Ársreikningum á að skila til sýslumanns og honum yrði gert að leggja sektir á félög sem skiluðu þeim ekki. Þá er einnig lagt til í frumvarpinu að að breytingar verði gerðar og nýtt ákvæði sett í lög sem kveði á um hæfisskilyrði stjórnarmanna trú- og lífsskoðunarfélaga. „Eru þetta m.a. hæfisskilyrði er varða lögræði, búsforræði og búsetu. Þá er lagt til ákvæði um viðurlög við brotum á lögunum.“' Sjá einnig: Zuism-bræður dæmdir í Landsrétti Í greinargerð frumvarpsins segir að Ísland sé skuldbundið til þess að samræma löggjöf sína að tilmælum alþjóðlega fjármálaaðgerðahópsins Financial Action Task Force, eða FATF. Greining og áhættumat ríkislögreglustjóra hafi sýnt fram á að regluverkið hér á landi skapi hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Sjá einnig: Vill breyta lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti Bæði í gegnum trú- og lífsskoðunarfélög og sjóði og stofnanir sem starfi samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. „Það er opinber stefna íslenskra stjórnvalda að íslensk löggjöf skuli á hverjum tíma innihalda fullnægjandi varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og uppfylla þær alþjóðlegu kröfur sem gerðar eru til varna gegn slíkum brotum,“ segir í greinargerðinni. Mikilvægt þykir að þessar lagabreytingar hafi tekið gildi þegar næsta úttekt FATF fer fram hér á landi á næsta ári. Trúmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Tengdar fréttir Áhætta tengd spilakössum áður talin mikil en nú veruleg Áhætta vegna sýndareigna er metin mikil í nýrri áhættumatsskýrslu sem Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér. Að auki er áhætta tengd spilakössum metin veruleg. Þá er áhætta vegna peningaþvætti tengdum peningasendingum milli landa metin minni en áður. 27. desember 2023 17:58 Annmarkar á vörnum allra stóru bankanna gegn peningaþvætti Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur talið vera annmarka á vörnum allra stóru viðskiptabankanna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eftir að það framkvæmdi vettvangsathugun hjá bönkunum á liðnu ári. Arion banki hefur nýlega óskað eftir því að ljúka málinu gagnvart fjármálaeftirlitinu með sátt. 31. október 2023 09:18 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Samkvæmt frumvarpinu, sem finna má hér á vef Alþingis, á að skikka áðurnefnda forsvarsmenn til að halda bókhald um rekstur trú- og lífsskoðunarfélaga og gera ársreikninga. Þetta eigi að gera utanumhald fjármuna skýrara. Ársreikningum á að skila til sýslumanns og honum yrði gert að leggja sektir á félög sem skiluðu þeim ekki. Þá er einnig lagt til í frumvarpinu að að breytingar verði gerðar og nýtt ákvæði sett í lög sem kveði á um hæfisskilyrði stjórnarmanna trú- og lífsskoðunarfélaga. „Eru þetta m.a. hæfisskilyrði er varða lögræði, búsforræði og búsetu. Þá er lagt til ákvæði um viðurlög við brotum á lögunum.“' Sjá einnig: Zuism-bræður dæmdir í Landsrétti Í greinargerð frumvarpsins segir að Ísland sé skuldbundið til þess að samræma löggjöf sína að tilmælum alþjóðlega fjármálaaðgerðahópsins Financial Action Task Force, eða FATF. Greining og áhættumat ríkislögreglustjóra hafi sýnt fram á að regluverkið hér á landi skapi hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Sjá einnig: Vill breyta lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti Bæði í gegnum trú- og lífsskoðunarfélög og sjóði og stofnanir sem starfi samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. „Það er opinber stefna íslenskra stjórnvalda að íslensk löggjöf skuli á hverjum tíma innihalda fullnægjandi varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og uppfylla þær alþjóðlegu kröfur sem gerðar eru til varna gegn slíkum brotum,“ segir í greinargerðinni. Mikilvægt þykir að þessar lagabreytingar hafi tekið gildi þegar næsta úttekt FATF fer fram hér á landi á næsta ári.
Trúmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Tengdar fréttir Áhætta tengd spilakössum áður talin mikil en nú veruleg Áhætta vegna sýndareigna er metin mikil í nýrri áhættumatsskýrslu sem Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér. Að auki er áhætta tengd spilakössum metin veruleg. Þá er áhætta vegna peningaþvætti tengdum peningasendingum milli landa metin minni en áður. 27. desember 2023 17:58 Annmarkar á vörnum allra stóru bankanna gegn peningaþvætti Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur talið vera annmarka á vörnum allra stóru viðskiptabankanna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eftir að það framkvæmdi vettvangsathugun hjá bönkunum á liðnu ári. Arion banki hefur nýlega óskað eftir því að ljúka málinu gagnvart fjármálaeftirlitinu með sátt. 31. október 2023 09:18 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Áhætta tengd spilakössum áður talin mikil en nú veruleg Áhætta vegna sýndareigna er metin mikil í nýrri áhættumatsskýrslu sem Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér. Að auki er áhætta tengd spilakössum metin veruleg. Þá er áhætta vegna peningaþvætti tengdum peningasendingum milli landa metin minni en áður. 27. desember 2023 17:58
Annmarkar á vörnum allra stóru bankanna gegn peningaþvætti Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur talið vera annmarka á vörnum allra stóru viðskiptabankanna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka eftir að það framkvæmdi vettvangsathugun hjá bönkunum á liðnu ári. Arion banki hefur nýlega óskað eftir því að ljúka málinu gagnvart fjármálaeftirlitinu með sátt. 31. október 2023 09:18