„Ekki týpan til að gefast upp“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2024 13:31 Callum Lawson í bikarúrslitaleiknum á móti Keflavík um síðustu helgi. Vísir/Hulda Margrét Þau eru stutt og hnitmiðuð skilaboðin frá Tindastólsmanninum Callum Lawson á samfélagsmiðlum nú þegar úrslitastundin nálgast í deildarkeppni Subway deildar karla í körfubolta. Stólarnir töpuðu á móti Keflavík í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi eftir að hafa tapað síðustu sextán mínútum leiksins með 27 stigum, 20-47. Úrslitin eru gríðarleg vonbrigði fyrir liðið enda 59-45 yfir í leiknum þegar þriðji leikhluti var næstum því hálfnaður. Vísir/Hulda Margrét Þau vonbrigði bætast ofan á stöðu liðsins í deildinni þar sem Tindastólsmenn eru langt frá því að vera öruggir með sæti í úrslitakeppninni. Callum Lawson þekkir varla annað en að vinna titil síðan hann kom til Íslands en vann varð deildar- og bikarmeistari með Val í fyrra, Íslandsmeistari með Val árið árið 2022 og Íslandsmeistari með Þórsurum vorið 2021. Hann hefur unnið titil á öllum þremur heilu tímabilum sínum hér á landi en nú gæti hann mögulega misst af úrslitakeppninni. Skilaboðin hans eru kannski ákall í tilefni stöðunnar. „Ekki týpan til að gefast upp,“ skrifaði Callum Lawson og birti myndir af sér úr bikarúrslitaleiknum þar sem hann skoraði 11 stig og tók 10 fráköst en hitti aðeins úr 5 af 13 skotum sínum. Tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni og Stólarnir eru eins og er inn í úrslitakeppninni með tveimur stigum meira en Stjarnan sem situr í níunda sætinu. Stjörnuliðið er hins vegar betri innbyrðis á móti Stólunum og verður því ofar endi liðin jöfn að stigum. Tindastóll mætir Hetti á útivelli annað kvöld á sama tíma og Stjarnan tekur á móti Grindvíkingum. Í lokaumferðinni fá Stólarnir Hamar í heimsókn en Stjarnan tekur þá á móti Breiðabliki. Á blaði er verkefnið þægilegra fyrir Stólana en Stjörnumenn ætla sér örugglega að sýna fram á annað. View this post on Instagram A post shared by Callum Lawson (@_callumlawson) Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Stólarnir töpuðu á móti Keflavík í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi eftir að hafa tapað síðustu sextán mínútum leiksins með 27 stigum, 20-47. Úrslitin eru gríðarleg vonbrigði fyrir liðið enda 59-45 yfir í leiknum þegar þriðji leikhluti var næstum því hálfnaður. Vísir/Hulda Margrét Þau vonbrigði bætast ofan á stöðu liðsins í deildinni þar sem Tindastólsmenn eru langt frá því að vera öruggir með sæti í úrslitakeppninni. Callum Lawson þekkir varla annað en að vinna titil síðan hann kom til Íslands en vann varð deildar- og bikarmeistari með Val í fyrra, Íslandsmeistari með Val árið árið 2022 og Íslandsmeistari með Þórsurum vorið 2021. Hann hefur unnið titil á öllum þremur heilu tímabilum sínum hér á landi en nú gæti hann mögulega misst af úrslitakeppninni. Skilaboðin hans eru kannski ákall í tilefni stöðunnar. „Ekki týpan til að gefast upp,“ skrifaði Callum Lawson og birti myndir af sér úr bikarúrslitaleiknum þar sem hann skoraði 11 stig og tók 10 fráköst en hitti aðeins úr 5 af 13 skotum sínum. Tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni og Stólarnir eru eins og er inn í úrslitakeppninni með tveimur stigum meira en Stjarnan sem situr í níunda sætinu. Stjörnuliðið er hins vegar betri innbyrðis á móti Stólunum og verður því ofar endi liðin jöfn að stigum. Tindastóll mætir Hetti á útivelli annað kvöld á sama tíma og Stjarnan tekur á móti Grindvíkingum. Í lokaumferðinni fá Stólarnir Hamar í heimsókn en Stjarnan tekur þá á móti Breiðabliki. Á blaði er verkefnið þægilegra fyrir Stólana en Stjörnumenn ætla sér örugglega að sýna fram á annað. View this post on Instagram A post shared by Callum Lawson (@_callumlawson)
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira