„Ekki týpan til að gefast upp“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2024 13:31 Callum Lawson í bikarúrslitaleiknum á móti Keflavík um síðustu helgi. Vísir/Hulda Margrét Þau eru stutt og hnitmiðuð skilaboðin frá Tindastólsmanninum Callum Lawson á samfélagsmiðlum nú þegar úrslitastundin nálgast í deildarkeppni Subway deildar karla í körfubolta. Stólarnir töpuðu á móti Keflavík í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi eftir að hafa tapað síðustu sextán mínútum leiksins með 27 stigum, 20-47. Úrslitin eru gríðarleg vonbrigði fyrir liðið enda 59-45 yfir í leiknum þegar þriðji leikhluti var næstum því hálfnaður. Vísir/Hulda Margrét Þau vonbrigði bætast ofan á stöðu liðsins í deildinni þar sem Tindastólsmenn eru langt frá því að vera öruggir með sæti í úrslitakeppninni. Callum Lawson þekkir varla annað en að vinna titil síðan hann kom til Íslands en vann varð deildar- og bikarmeistari með Val í fyrra, Íslandsmeistari með Val árið árið 2022 og Íslandsmeistari með Þórsurum vorið 2021. Hann hefur unnið titil á öllum þremur heilu tímabilum sínum hér á landi en nú gæti hann mögulega misst af úrslitakeppninni. Skilaboðin hans eru kannski ákall í tilefni stöðunnar. „Ekki týpan til að gefast upp,“ skrifaði Callum Lawson og birti myndir af sér úr bikarúrslitaleiknum þar sem hann skoraði 11 stig og tók 10 fráköst en hitti aðeins úr 5 af 13 skotum sínum. Tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni og Stólarnir eru eins og er inn í úrslitakeppninni með tveimur stigum meira en Stjarnan sem situr í níunda sætinu. Stjörnuliðið er hins vegar betri innbyrðis á móti Stólunum og verður því ofar endi liðin jöfn að stigum. Tindastóll mætir Hetti á útivelli annað kvöld á sama tíma og Stjarnan tekur á móti Grindvíkingum. Í lokaumferðinni fá Stólarnir Hamar í heimsókn en Stjarnan tekur þá á móti Breiðabliki. Á blaði er verkefnið þægilegra fyrir Stólana en Stjörnumenn ætla sér örugglega að sýna fram á annað. View this post on Instagram A post shared by Callum Lawson (@_callumlawson) Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Stólarnir töpuðu á móti Keflavík í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi eftir að hafa tapað síðustu sextán mínútum leiksins með 27 stigum, 20-47. Úrslitin eru gríðarleg vonbrigði fyrir liðið enda 59-45 yfir í leiknum þegar þriðji leikhluti var næstum því hálfnaður. Vísir/Hulda Margrét Þau vonbrigði bætast ofan á stöðu liðsins í deildinni þar sem Tindastólsmenn eru langt frá því að vera öruggir með sæti í úrslitakeppninni. Callum Lawson þekkir varla annað en að vinna titil síðan hann kom til Íslands en vann varð deildar- og bikarmeistari með Val í fyrra, Íslandsmeistari með Val árið árið 2022 og Íslandsmeistari með Þórsurum vorið 2021. Hann hefur unnið titil á öllum þremur heilu tímabilum sínum hér á landi en nú gæti hann mögulega misst af úrslitakeppninni. Skilaboðin hans eru kannski ákall í tilefni stöðunnar. „Ekki týpan til að gefast upp,“ skrifaði Callum Lawson og birti myndir af sér úr bikarúrslitaleiknum þar sem hann skoraði 11 stig og tók 10 fráköst en hitti aðeins úr 5 af 13 skotum sínum. Tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni og Stólarnir eru eins og er inn í úrslitakeppninni með tveimur stigum meira en Stjarnan sem situr í níunda sætinu. Stjörnuliðið er hins vegar betri innbyrðis á móti Stólunum og verður því ofar endi liðin jöfn að stigum. Tindastóll mætir Hetti á útivelli annað kvöld á sama tíma og Stjarnan tekur á móti Grindvíkingum. Í lokaumferðinni fá Stólarnir Hamar í heimsókn en Stjarnan tekur þá á móti Breiðabliki. Á blaði er verkefnið þægilegra fyrir Stólana en Stjörnumenn ætla sér örugglega að sýna fram á annað. View this post on Instagram A post shared by Callum Lawson (@_callumlawson)
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira