„Ekki týpan til að gefast upp“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2024 13:31 Callum Lawson í bikarúrslitaleiknum á móti Keflavík um síðustu helgi. Vísir/Hulda Margrét Þau eru stutt og hnitmiðuð skilaboðin frá Tindastólsmanninum Callum Lawson á samfélagsmiðlum nú þegar úrslitastundin nálgast í deildarkeppni Subway deildar karla í körfubolta. Stólarnir töpuðu á móti Keflavík í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi eftir að hafa tapað síðustu sextán mínútum leiksins með 27 stigum, 20-47. Úrslitin eru gríðarleg vonbrigði fyrir liðið enda 59-45 yfir í leiknum þegar þriðji leikhluti var næstum því hálfnaður. Vísir/Hulda Margrét Þau vonbrigði bætast ofan á stöðu liðsins í deildinni þar sem Tindastólsmenn eru langt frá því að vera öruggir með sæti í úrslitakeppninni. Callum Lawson þekkir varla annað en að vinna titil síðan hann kom til Íslands en vann varð deildar- og bikarmeistari með Val í fyrra, Íslandsmeistari með Val árið árið 2022 og Íslandsmeistari með Þórsurum vorið 2021. Hann hefur unnið titil á öllum þremur heilu tímabilum sínum hér á landi en nú gæti hann mögulega misst af úrslitakeppninni. Skilaboðin hans eru kannski ákall í tilefni stöðunnar. „Ekki týpan til að gefast upp,“ skrifaði Callum Lawson og birti myndir af sér úr bikarúrslitaleiknum þar sem hann skoraði 11 stig og tók 10 fráköst en hitti aðeins úr 5 af 13 skotum sínum. Tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni og Stólarnir eru eins og er inn í úrslitakeppninni með tveimur stigum meira en Stjarnan sem situr í níunda sætinu. Stjörnuliðið er hins vegar betri innbyrðis á móti Stólunum og verður því ofar endi liðin jöfn að stigum. Tindastóll mætir Hetti á útivelli annað kvöld á sama tíma og Stjarnan tekur á móti Grindvíkingum. Í lokaumferðinni fá Stólarnir Hamar í heimsókn en Stjarnan tekur þá á móti Breiðabliki. Á blaði er verkefnið þægilegra fyrir Stólana en Stjörnumenn ætla sér örugglega að sýna fram á annað. View this post on Instagram A post shared by Callum Lawson (@_callumlawson) Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira
Stólarnir töpuðu á móti Keflavík í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi eftir að hafa tapað síðustu sextán mínútum leiksins með 27 stigum, 20-47. Úrslitin eru gríðarleg vonbrigði fyrir liðið enda 59-45 yfir í leiknum þegar þriðji leikhluti var næstum því hálfnaður. Vísir/Hulda Margrét Þau vonbrigði bætast ofan á stöðu liðsins í deildinni þar sem Tindastólsmenn eru langt frá því að vera öruggir með sæti í úrslitakeppninni. Callum Lawson þekkir varla annað en að vinna titil síðan hann kom til Íslands en vann varð deildar- og bikarmeistari með Val í fyrra, Íslandsmeistari með Val árið árið 2022 og Íslandsmeistari með Þórsurum vorið 2021. Hann hefur unnið titil á öllum þremur heilu tímabilum sínum hér á landi en nú gæti hann mögulega misst af úrslitakeppninni. Skilaboðin hans eru kannski ákall í tilefni stöðunnar. „Ekki týpan til að gefast upp,“ skrifaði Callum Lawson og birti myndir af sér úr bikarúrslitaleiknum þar sem hann skoraði 11 stig og tók 10 fráköst en hitti aðeins úr 5 af 13 skotum sínum. Tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni og Stólarnir eru eins og er inn í úrslitakeppninni með tveimur stigum meira en Stjarnan sem situr í níunda sætinu. Stjörnuliðið er hins vegar betri innbyrðis á móti Stólunum og verður því ofar endi liðin jöfn að stigum. Tindastóll mætir Hetti á útivelli annað kvöld á sama tíma og Stjarnan tekur á móti Grindvíkingum. Í lokaumferðinni fá Stólarnir Hamar í heimsókn en Stjarnan tekur þá á móti Breiðabliki. Á blaði er verkefnið þægilegra fyrir Stólana en Stjörnumenn ætla sér örugglega að sýna fram á annað. View this post on Instagram A post shared by Callum Lawson (@_callumlawson)
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ Sjá meira