Biðin að lengjast og skilyrðin þrengjast Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2024 21:07 Karen Kjartansdóttir fór út til Egyptalands ásamt Aski syni sínum á föstudag til að reyna að koma fjölskyldu ungs Palestínumanns yfir landamærin. Vísir/vilhelm Íslensk kona sem kom frá Egyptalandi í nótt segir að biðin eftir því að koma fólki yfir landamærin frá Gasa virðist vera að lengjast. Henni telst til að um 140 manns hafi hingað til komist yfir landamærin með hjálp Íslendinga og enn séu sjálfboðaliðar staddir úti. Karen Kjartansdóttir og fjölskylda hennar hafa síðustu misseri aðstoðað pilt frá Palestínu sem er hér á Íslandi en er ekki með samþykkta fjölskyldusameiningu. „En auðvitað í sömu þörf og aðrir að bjarga fjölskyldu sinni, hann er með móður, tvær systur og bróður á Gasa og þau hafa dvalið í Rafah undanfarið,“ segir Karen, sem kom frá Egyptalandi nú í nótt. Mo, ungi maðurinn sem Karen og fjölskylda hennar hafa tekið undir sinn verndarvæng, ræðir hér við móður sína, systur og bróður. Henni hafi borist til eyrna fyrir helgi að verið væri að þrengja skilyrðin sem þurfi að uppfylla til að vera gjaldgengur á útgöngulista frá Gasa. Náinn ættingi þurfi nú að vera með í för til að fá fólk skráð. „Þannig að við ákváðum að stökkva til með þriggja klukkustunda fyrirvara ég og sonur minn af því að við vildum ná að hafa systur móður hans með okkur á skrifstofunni til að gæta þess að við fengjum þessa skráningu. Það hafðist á sunnudaginn.“ Vonir hafi staðið til að fjölskyldan sem þau aðstoða kæmist yfir landamærin eftir tvær vikur. En biðin er að lengjast, að sögn Karenar. Hún áréttar mikilvægi þess að hjálpa þeim sem hægt er að hjálpa, eins og hópur Íslendinga hefur verið að gera síðustu vikur og mánuði. „Þá held ég að hafi tekist að koma hingað til um 140 manns, setja þau á útgöngulistann, með þessari aðferð og nú er verið að reyna að nýta alla þá peninga sem hafa safnast hingað til, til að aðstoða fólk sem best og hreinlega gera sem mest gagn í þessum málum,“ segir Karen. „Ég veit af [íslensku] fólki sem er nú í Egyptalandi og fékk fréttir í nótt að það væri verið að sprengja allt í kringum þær fjölskyldur sem það er að aðstoða,“ segir Karen Kjartansdóttir. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stórmál fari Ísrael ekki eftir ályktun öryggisráðsins Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa marka vatnaskil. Ísraelar færu gegn stofnsáttmála SÞ með því að lúta ekki ályktuninni. Hún telur ólíklegt að Hamas sleppi gíslunum, eins og ályktunin kveður á um. 25. mars 2024 19:28 Netanjahú í fýlu við Biden Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. 25. mars 2024 19:15 Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. 25. mars 2024 14:57 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sjá meira
Karen Kjartansdóttir og fjölskylda hennar hafa síðustu misseri aðstoðað pilt frá Palestínu sem er hér á Íslandi en er ekki með samþykkta fjölskyldusameiningu. „En auðvitað í sömu þörf og aðrir að bjarga fjölskyldu sinni, hann er með móður, tvær systur og bróður á Gasa og þau hafa dvalið í Rafah undanfarið,“ segir Karen, sem kom frá Egyptalandi nú í nótt. Mo, ungi maðurinn sem Karen og fjölskylda hennar hafa tekið undir sinn verndarvæng, ræðir hér við móður sína, systur og bróður. Henni hafi borist til eyrna fyrir helgi að verið væri að þrengja skilyrðin sem þurfi að uppfylla til að vera gjaldgengur á útgöngulista frá Gasa. Náinn ættingi þurfi nú að vera með í för til að fá fólk skráð. „Þannig að við ákváðum að stökkva til með þriggja klukkustunda fyrirvara ég og sonur minn af því að við vildum ná að hafa systur móður hans með okkur á skrifstofunni til að gæta þess að við fengjum þessa skráningu. Það hafðist á sunnudaginn.“ Vonir hafi staðið til að fjölskyldan sem þau aðstoða kæmist yfir landamærin eftir tvær vikur. En biðin er að lengjast, að sögn Karenar. Hún áréttar mikilvægi þess að hjálpa þeim sem hægt er að hjálpa, eins og hópur Íslendinga hefur verið að gera síðustu vikur og mánuði. „Þá held ég að hafi tekist að koma hingað til um 140 manns, setja þau á útgöngulistann, með þessari aðferð og nú er verið að reyna að nýta alla þá peninga sem hafa safnast hingað til, til að aðstoða fólk sem best og hreinlega gera sem mest gagn í þessum málum,“ segir Karen. „Ég veit af [íslensku] fólki sem er nú í Egyptalandi og fékk fréttir í nótt að það væri verið að sprengja allt í kringum þær fjölskyldur sem það er að aðstoða,“ segir Karen Kjartansdóttir.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stórmál fari Ísrael ekki eftir ályktun öryggisráðsins Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa marka vatnaskil. Ísraelar færu gegn stofnsáttmála SÞ með því að lúta ekki ályktuninni. Hún telur ólíklegt að Hamas sleppi gíslunum, eins og ályktunin kveður á um. 25. mars 2024 19:28 Netanjahú í fýlu við Biden Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. 25. mars 2024 19:15 Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. 25. mars 2024 14:57 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Sjá meira
Stórmál fari Ísrael ekki eftir ályktun öryggisráðsins Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa marka vatnaskil. Ísraelar færu gegn stofnsáttmála SÞ með því að lúta ekki ályktuninni. Hún telur ólíklegt að Hamas sleppi gíslunum, eins og ályktunin kveður á um. 25. mars 2024 19:28
Netanjahú í fýlu við Biden Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas. 25. mars 2024 19:15
Öryggisráð SÞ samþykkir ályktun um vopnahlé á Gasa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasa á meðan Ramadan stendur en það er föstumánuður múslima. Ramadan er hálfnað eins og stendur og lýkur þann 9. apríl næstkomandi. 14 meðlimir ráðsins af 15 samþykktu ályktuna. 25. mars 2024 14:57