Gæsluvarðhald framlengt um tvær vikur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 14:26 Brotaþolar eru fjörutíu talsins. Vísir Gæsluvarðhald yfir þremur sakborningum í mansalsmáli tengdu veitingastöðum Pho Vietnam hefur verið framlengt um tvær vikur. Aðstoðaryfirlögrelguþjónn segir rannsókn miða vel en umfang gagna sé mikið og því hægur gangur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í dag fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þremur sakborningum í málinu. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt kröfuna og verða þremenningarnir - Davíð Viðarsson eigandi Pho Vietnam, kærasta hans og bróðir - í gæsluvarðhaldi til 9. apríl. Davíð situr áfram í einangrun. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild segir í samtali við fréttastofu að búið sé að úrskurða fólkið í áframhaldandi gæsluvarðhald. Þá staðfestir hún að fjórir brotaþolanna í málinu, sem í heildina eru um fjörutíu talsins, hafi verið yfirheyrðir fyrir dómi eins og greint var frá á RÚV fyrr í dag. „Þau gætu farið eða eitthvað slíkt. Þetta snýst um það að tryggja kannski eitthvað. Þau eru ekki í farbanni, enda brotaþolar. Þetta er bara til að tryggja að við höfum eitthvað, ef eitthvað breytist,“ segir Elín Agnes. Ekki hefur fjölgað í hópi sakborninga að sögn Elínar Agnesar en þeir eru í heildina níu talsins. Sex voru upprunalega úrskurðaðir í gæsluvarðhald en þremur hefur verið sleppt. „Rannsóknin gengur nokkuð vel miðað við allt og allt. Þetta er mikið magn af gögnum til að fara yfir og það tekur tíma,“ segir Elín Agnes. Mál Davíðs Viðarssonar Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Kærustuparið og bróðirinn enn í haldi Davíð Viðarsson, kærasta hans og bróðir hans sæta enn einangrun í tengslum við rannsókn lögreglu á vinnumansali, peningaþvætti og skipulagðri brotastarfsemi. Bókara fyrirtækja Davíðs, föður hennar og eiginkonu bróður hans hefur verið sleppt. 24. mars 2024 11:19 Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00 Reynt að hafa áhrif á meinta þolendur mansals Davíðs Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendunum hafa verið hótað brottvísun á þeim tíma sem þau störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs. 15. mars 2024 18:31 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í dag fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þremur sakborningum í málinu. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt kröfuna og verða þremenningarnir - Davíð Viðarsson eigandi Pho Vietnam, kærasta hans og bróðir - í gæsluvarðhaldi til 9. apríl. Davíð situr áfram í einangrun. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild segir í samtali við fréttastofu að búið sé að úrskurða fólkið í áframhaldandi gæsluvarðhald. Þá staðfestir hún að fjórir brotaþolanna í málinu, sem í heildina eru um fjörutíu talsins, hafi verið yfirheyrðir fyrir dómi eins og greint var frá á RÚV fyrr í dag. „Þau gætu farið eða eitthvað slíkt. Þetta snýst um það að tryggja kannski eitthvað. Þau eru ekki í farbanni, enda brotaþolar. Þetta er bara til að tryggja að við höfum eitthvað, ef eitthvað breytist,“ segir Elín Agnes. Ekki hefur fjölgað í hópi sakborninga að sögn Elínar Agnesar en þeir eru í heildina níu talsins. Sex voru upprunalega úrskurðaðir í gæsluvarðhald en þremur hefur verið sleppt. „Rannsóknin gengur nokkuð vel miðað við allt og allt. Þetta er mikið magn af gögnum til að fara yfir og það tekur tíma,“ segir Elín Agnes.
Mál Davíðs Viðarssonar Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Kærustuparið og bróðirinn enn í haldi Davíð Viðarsson, kærasta hans og bróðir hans sæta enn einangrun í tengslum við rannsókn lögreglu á vinnumansali, peningaþvætti og skipulagðri brotastarfsemi. Bókara fyrirtækja Davíðs, föður hennar og eiginkonu bróður hans hefur verið sleppt. 24. mars 2024 11:19 Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00 Reynt að hafa áhrif á meinta þolendur mansals Davíðs Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendunum hafa verið hótað brottvísun á þeim tíma sem þau störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs. 15. mars 2024 18:31 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Kærustuparið og bróðirinn enn í haldi Davíð Viðarsson, kærasta hans og bróðir hans sæta enn einangrun í tengslum við rannsókn lögreglu á vinnumansali, peningaþvætti og skipulagðri brotastarfsemi. Bókara fyrirtækja Davíðs, föður hennar og eiginkonu bróður hans hefur verið sleppt. 24. mars 2024 11:19
Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00
Reynt að hafa áhrif á meinta þolendur mansals Davíðs Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendunum hafa verið hótað brottvísun á þeim tíma sem þau störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs. 15. mars 2024 18:31