Innlent

Milljónum stolið í Hamra­borg og verð­bólgan eykst á ný

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um þjófnað úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi sem fram var í gærmorgun. 

Talið er að þjófunum hafi tekist að komast á brott með milljónir og er þeirra nú leitað. 

Einnig verður rætt við hagfræðing um nýjar verðbólgutölur en sem sýna aukningu á verðbólgunni frá því í síðasta mánuði. 

Að auki verður rætt við aðila frá Solaris hjálparsamtökunum sem enn reyna að ná Palestínufólki sem þegar hefur fengið dvalarleyfi hér á landi út af Gasa svæðinu. 

Í íþróttafréttum verður stóra málið landsleikurinn í kvöld þar sem Íslendingar mæta Úkraínumönnum í Póllandi um laust sæti á EM í sumar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×