Staðan í stjórnmálum vorið 2024 Björn Leví Gunnarsson skrifar 25. mars 2024 11:31 Ég heyri reglulega alls konar greiningar á stjórnmálunum og oftar en ekki þá er ekki öll sagan sögð. Yfirleitt er það annað hvort af því að viðkomandi þekkir ekki öll sjónarmið eða gögn mála eða er einfaldlega bara að flytja ákveðinn pólitískan boðskap. Það er nefnilega pólitík í öllu mögulegu og því þarf alltaf að íhuga hagsmunatengsl þeirra sem flytja pólitísk skilaboð. Á sama tíma eru langflestir annað hvort að reyna að gera sitt besta, eða að minnsta kosti að láta líta út fyrir að svo sé, eða að verja eigin hagsmuni eða jafnvel klúður (eins og sölu Íslandsbanka) með afvegleiðingum eða afneitunum. Vinsamlegast hafið það í huga þegar þið lesið þennan pistil því ég er auðvitað einnig í pólitík og er því hlutdrægur í afstöðu minni gagnvart ýmsu. Staða ríkisstjórnarinnar Staðan í stjórnmálunum umhverfist yfirleitt í kringum stöðu ríkisstjórnarinnar hverju sinni. Það er ríkisstjórnin sem er í aðstöðu til þess að taka ákvarðanir og eyða almannafé í hin ýmsu verkefni. Ég held að það sé óumdeilanlegt og augljóst, þó að það hafi kannski ekki verið sagt með skýrum hætti enn sem komið er, að samstarfi núverandi ríkisstjórnar er lokið. Þó þau myndu fá meirihluta í næstu kosningum þá munu þau ekki starfa saman aftur. Líklega vegna þess að einn eða fleiri af formönnum flokkanna verður ekki lengur á þingi, en tengsl þeirra hafa í rauninni verið límið sem heldur saman ríkisstjórninni. Ef svo ólíklega vill til að þau verði öll áfram í framboði og nái aftur meirihluta, hins vegar, þá vita þau öll að það væri stórkostlega slæm hugmynd að halda samstarfinu áfram. Þau vita það út af því hvernig samstarfið gengur fyrir sig á þessu kjörtímabili, en það er augljóst að hver ráðherra er bara að klára kjörtímabilið í sínu ráðherrahorni að sinna hvaða málefnum sem viðkomandi ráðherra telur sig geta komið í gegnum þingið sem skrautfjöður fyrir næstu kosningar. Formenn ríkisstjórnarinnar voru duglegir að tönnlast á því eftir síðustu kosningar að þau hafi nú fengið meirihluta, og bætt við sig þingmönnum meira að segja. Þess vegna hafi ákallið eftir áframhaldandi samstarfi verið augljóst. Hið rétta er hins vegar að það var Framsóknarflokkurinn sem fékk aukið fylgi og tryggði meirihluta ríkisstjórnarflokkanna. Skilaboð kjósenda gátu alveg eins verið ákall um forystu Framsóknarflokksins, með eða án hinna ríkisstjórnarflokkanna. Það er í raun ómögulegt að segja, og því er fullyrðing formanna ríkisstjórnarinnar um ákall eftir sömu ríkisstjórn í besta falli ágiskun. Staðan á þinginu Eins og staðan er núna þá eru 32 ríkisstjórnarmál í nefnd. 12 önnur mál eru að klárast í þinginu eða bíða fyrstu umræðu. 43 mál hafa þegar verið samþykkt. Einhver mál eiga líklega eftir að vera lögð fram en það er ólíklegt að mörg af þeim klárist, eins og það er í raun ólíklegt að öll þau mál sem þegar hafa verið lögð fram muni klárast. Fjöldi mála núna, sem eru samtals 88 er því væntanlega ekki fjarri þeim fjölda ríkisstjórnarmála sem munu verða samþykkt á þessu þingi. Til samanburðar voru 173 mál kláruð á 149. þingi, sem var fyrsta heila þing núverandi ríkisstjórnar. 186 mál voru kláruð á 150. þingi og 184 voru kláruð á síðasta þingi síðasta kjörtímabils. Hér skal auðvitað hafa í huga að fjöldi mála segir ekki allt, en það er ákveðin vísbending. Sérstaklega þegar sum málanna eru í raun innantómar þingsályktunartillögur frá ríkisstjórninni um að það þurfi nú að fara eftir lögum eða skipa nokkra starfshópa. Hér er ég að vísa í þingsályktanir um stefnu og aðgerðaráætlanir í hinum ýmsu málaflokkum. Stefnurnar eru svo sem ágætar út af fyrir sig, en aðgerðaáætlanirnar eru alla jafna “skipa starfshóp um …”, “greina stöðuna á …” sem eru í raun og veru ekki aðgerðir heldur það sem kemur yfirleitt á undan aðgerðum. Að skipa starfshóp er ekki aðgerðaráætlun. Það sem starfshópurinn skilar af sér getur hins vegar verið aðgerðaráætlun. Að minnsta kosti tillögur að aðgerðum. Nú ætla ég ekki að kvarta yfir því að starfshópar séu skipaðir til þess að koma með tillögur að úrbótum á öllu milli himins og jarðar, en ég ætla að kvarta yfir því að þingið sé spurt hvort það eigi að skipa starfshópa. Ríkisstjórnin getur bara skipað þessa blessuðu starfshópa án þess að spyrja kóng eða prest. Hvað þá þingið. En þar liggur hundurinn grafinn. Ríkisstjórnin getur ekki komið sér saman um hvað á að gera. Síðasta kjörtímabil einkenndist af skipun verkefnahópa, spretthópa, starfshópa og hvaða nöfnum sem mátti kalla þessa hópa. Það þurfti líklega að kalla þá svona mörgum mismunandi nöfnum til þess að ofbjóða ekki fólki og það veit hreinlega ekki hversu marga hópa þurfti að skipa til þess að segja ríkisstjórninni hvað átti að gera. Á síðasta kjörtímabili kom ríkisstjórnin sér allavega saman um að búa til alla þessa hópa. Núna þarf að fá þingsályktun til þess að setja saman hóp. Þingið þarf að segja ríkisstjórninni að búa til hóp af því að hún getur ekki gert það sjálf. Hér ýki ég vissulega aðeins, en einungis til áherslu. Þarna eru stigsmunur á því hvernig ríkisstjórnin starfaði á síðasta kjörtímabili og á þessu kjörtímabili. Ríkisstjórnin er einfaldlega búin að gefast upp, sama hvað hún segir um hversu frábært það er að vinna saman. Það er einfaldlega enginn sannfæringarkraftur þar á bak við og það. Fjöldi mála (eða réttara sagt hversu fá málin eru) eru vísbending um það og líka þetta starfshópabix sem ríkisstjórnin rúllar í gegnum þingið til þess að láta það líta út fyrir að þau séu að gera eitthvað. En eins og ég sagði í upphafi. Þau halda örugglega að þau séu að reyna sitt besta. Ég skal alveg trúa því upp á þau … þau eru að reyna. En sjálfsblekkingin er sterk. Mörg þeirra sjá ekki muninn þar sem þó nokkuð var um nýliðun í þingmannaliði ríkisstjórnarflokkanna. Það eru ekki mörg þar sem sjá endilega muninn á síðasta kjörtímabili og þessu kjörtímabili. Við sem stöndum utan ríkisstjórnarinnar, og sjáum muninn frá því í upphafi síðasta kjörtímabils (fyrir Covid) og hvernig mál standa núna, okkur er uppgjöfin augljós. Það er að segja uppgjöfin á þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Staðreyndin er sú að hvernig sem næstu kosningar fara þá munu þessir flokkar hver fara sína leið. Staðan í stjórnmálunum Málið er auðvitað ekki alveg svo einfalt að hver flokkur mun bara fara sína leið eftir næstu kosningar. Framsókn getur alltaf hoppað upp í rúmið með hverjum sem er þó að þau séu alltaf hrifnust af Sjálfstæðisflokknum. Það er þó tiltölulega augljóst að sú sambúð er flóknari en hún var á árum áður, en aldrei kvartar Framsókn samt heldur læðist bara meðfram veggjum til þess að sinna sér og sínum áhugamálum. Vill bara fá að vera í friði. Kletturinn úti í hafi sem vill bara fá að vera í friði. Er ekki bara best að leyfa þeim það? Sjálfstæðisflokkurinn er í leiðtogakrísu. Núverandi formaður er svo gjörsamlega búinn að raka traustið af flokknum gagnvart öllum utan flokksins að flokkurinn er orðinn óstjórntækur. Þrátt fyrir að formaðurinn þreytist ekki á því að monta sig af því að hafa fengið flest atkvæði, þá er það satt á sama tíma og það er satt að fæstir af öllum hinum treysta honum til verka. Meira að segja færri treysta honum til verka en kjósa flokkinn sem hann fer með forystu í. Eftir síðasta landsfund þar sem því er básúnað sem einhvers konar glæstum sigri að sitjandi formaður hafi náð rétt um 60% atkvæða er krísan enn augljósari. Það er lítill munur fyrir sitjandi formann. Sigur, vissulega. En ekki traustsyfirlýsing. Sjálfstæðisflokkurinn þarf því að finna sér nýjan formann fyrir næstu kosningar en ekkert gengur að koma réttu aðilunum að innan flokksins. “Röngu” aðilarnir, að mati núverandi flokkseigendafélags, eru líklegri til þess að sigra og því er alveg séns að Bjarni haldi bara áfram í stað þess að afhenda flokkinn í hendur Guðlaugs Þórs. Slúðrið segir að Guðlaugi hafi verið boðin sendiherrastaðan í Washington en hafnað henni af því að Guðlaugur veit að hann sigrar allar formannskosningar í flokknum eins og staðan er í dag. Það verður því áhugavert að fylgjast með þróun mála í Sjálfstæðisflokknum. VG á við enn stærri krísu að glíma. Skoðanakannanir gefa vísbendingar um að flokkurinn komist ekki einu sinni inn á þing og má því spyrja hvort málamiðlanirnar hafi verið aðeins of margar. Það er nefnilega svo auðvelt að blekkja sig með þeirri möntru, að fyrst stjórnmál snúist um málamiðlanir þá þurfi nú að gera málamiðlanir í öllum málum. Líka málunum sem gera það að verkum að þú stígur yfir þær línur sem þú dróst áður í sandinn. Ég held að ég sé ekki að segja neinum fréttir þegar ég segi að VG er löngu búið að hoppa yfir allar sannfæringarlínur sínar. Ég hef nú kosið ýmsa flokka í gegnum tíðina, áður en Píratar urðu til og get fúslega vottað að mitt atkvæði til VG hvarf áður en Píratar urðu til. Kísilver á Bakka var ekki græn ákvörðun, svo mikið er víst. Það er mitt mat að erindi VG í íslensk stjórnmál sé lokið. Upprunaleg stefna flokksins lifir áfram í fleiri flokkum. Það má alveg hrósa þeim fyrir að hafa komið umhverfismálunum á dagskrá íslenskra stjórnmála - en eldmóður þeirra í málaflokknum hefur dvínað mjög mikið. Píratar eru þar betri kostur eins og sást í mati Ungra umhverfissinna fyrir síðustu kosningar. Svo er það auðvitað eitt verst geymda leyndarmál íslenskra stjórnmála þessa dagana að verið er að leita ljósum logum að einhverju starfi fyrir forsætisráðherra, þannig að líkurnar á að forsætisráðherra verði með í næstu kosningum eru ekki miklar. Það, frekar en nokkuð annað gerir það ómögulegt fyrir núverandi ríkisstjórnarflokka að starfa aftur saman eftir næstu kosningar. Sem dæmi um þetta er svarleysi forsætisráðherra um forsetaframboð. Ef einhver manneskja á landinu ætti að geta sagt skýrt nei um forsetaframboð þá er það sitjandi forsætisráðherra. Fyrst forsætisráðherra getur ekki sagt bara skýrt nei þá er það í alvörunni möguleiki að sitjandi forsætisráðherra bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Hversu skrítið er það? Deilumálin og áherslumálin Það er frekar augljóst að flokkarnir eru komnir í kosningagír. Formenn nokkra flokka sjást varla á þingi eða í þingstörfunum heldur eru bara á flakki um landið þrátt fyrir að það séu tæknilega eitt og hálft ár í kosningar. Allar líkur eru þó á því að haldnar verði kosningar vorið 2025 en ekki um haustið. Ríkisstjórnin getur sagt að ekki sé góð reynsla af haustkosningum vegna fjárlagagerðar eða eitthvað slíkt, en það hafi verið þess virði að reyna það aftur síðast. Það er varla til augljósara pólitískt þvaður. Það hentaði bara ekki ríkisstjórninni að kjósa að vori 2021, og það sama gæti alveg gerst aftur 2025 - að ráðherrarnir vilji nýta sumarið til þess að spreða almannafé í kosningabaráttu án þess að þingið sé að trufla þau. Kosningagírinn sést einnig á málunum sem nú er verið að tromma upp. Það eru orkumálin, efnahagsmálin og útlendingamálin einna helst. Þar er verið að búa til alls konar söguskýringar - um stöðnun í virkjanaframkvæmdum eða áróður um yfirvofandi orkuskort sem hækkar orkureikninginn til heimilanna. Hvort tveggja er útúrsnúningur. Efnahagsmálin eru frekar eitthvað sem ríkisstjórnarflokkarnir eru á harðahlaupum frá, eða reyna hvað þau geta til þess að varpa allri ábyrgð yfir á seðlabankann. Þau vilja ekki taka neina ábyrgð á verðbólgunni eða vöxtunum og þegar loksins risavaxnir stýrivextir ná að lemja hagkerfið niður og verðbólgunni með má búast við því að ríkisstjórnin komi og klappi sjálfri sér á bakið fyrir að gera ekki neitt. Og svo eru það útlendingamálin. Það er augljóst að það eru nokkrir flokkar sem ætla að herma eftir stjórnmálunum í Evrópu og gera útlendingamálin að kosningamáli, sem má auðvitað gera því í kosningum eru öll mál undir. En orðræða þeirra flokka er á algjörum villigötum - viljandi vil ég meina. Það er mjög áhugavert að sjá ráðherra Sjálfstæðisflokksins segja að við þurfum á fleiri útlendingum að halda, en það megi bara ekki vera fleiri sem koma í gegnum verndarkerfið. Það skiptir þau sem sagt máli hvaða útlendingar það eru sem koma hingað til lands. Slík stefna ætti að hringja öllum viðvörunarbjöllum, svona sögulega séð. Á sama tíma er aukinn fjöldi útlendinga viðfangsefni sem þarf að bregðast við. En lausnin er því miður flóknari en að koma bara í veg fyrir að fólk sæki hér um vernd. Enda eru langflest sem koma hingað bara að koma frá Evrópu að vinna í ferðaþjónustu og framkvæmdum. Það skortir innviði til þess að taka bæði á móti fólki þaðan og einnig til þess að taka á móti erlendum ferðamönnum. Innviði sem stjórnvöld hafa trassað að byggja. Í þessum málaflokki eru ríkisstjórnarflokkarnir því í ákveðinni nauðvörn gagnvart eigin klúðri og hafa fundið hóp til þess að taka á sig sökina fyrir þau - fólk á flótta. Afvegaleiðingarnar gerast ekki mikið verri. Því meiri hávaða sem ríkisstjórnarflokkunum tekst að tromma upp um orkumálin og útlendingamálin því líklegra er að þau komist upp með að þurfa ekki að tala um stöðuna í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, velferðarkerfinu, löggæslu, fangelsismálum, landhelgismálum, hjúkrunarmálum, lífeyrismálum, landbúnaði. Að enn hefur ekkert gengið að leysa upp fákeppnina sem malar gull á kostnað almennings í sjávarútvegi og í bankakerfinu. Og enn eru stjórnarskrárbreytingar ofan í skúffu, þrátt fyrir að gallarnir í núverandi stjórnarskrá séu sífellt að verða augljósari. Hvað svo? Ráðherrar ríkisstjórnarinnar þurfa tíma til þess að koma einhverjum málum í gegnum þingið til þess að geta montað sig af þeim í næstu kosningum. Á meðan verðum við bara að þola biðina þrátt fyrir að við vitum öll að núverandi ríkisstjórn er í rauninni bara starfsstjórn sem bíður eftir að næsta ríkisstjórn taki við. Staðan er semsagt sú að ríkisstjórnin getur í rauninni ekki tekið neinar ákvarðanir sem eru ekki augljósar og hvaða flokkar sem er í ríkisstjórn gætu tekið. Það þýðir að erfiðar pólitískar ákvarðanir eru ekki teknar. Þeim er jafnvel útvistað eins og í nýgerðum kjarasamningum. Þar gat ríkisstjórnin ekki tekið ákvörðun sjálf um stefnu í velferðarmálum eða efnahagsmálum. Ríkisstjórnin eftirlét aðilum vinnumarkaðarins að taka þá ákvörðun fyrir sig. Með öðrum orðum þá var núverandi ríkisstjórn tilgangslaus í þeim viðræðum, þvældist frekar fyrir ef eitthvað. Með því er ég ekki að segja að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi ekki verið að reyna sitt besta, eða talið sig vera að reyna sitt besta. Einhverjum sögum fer af því að tillaga forsætisráðherra um gjaldfrjálsar skólamáltíðir hafi einhvern veginn skorið á einhvern hnút, en vandinn er að ríkisstjórnin var sjálf búin að búa til alla hnútana sem þurfti að skera á með aðgerðaleysi og ákvarðanaleysi í aðdraganda kjarasamninga. Það á ekki að hrósa fólki fyrir að leysa vandamál sem það býr sjálft til. Og það er staðan í stjórnmálunum vorið 2024 í hnotskurn. Vandamálin eru heimatilbúin. Orkumálin, efnahagsmálin, útlendingamálin og öll hin málin líka. Ástæðan er að við höfum búið við ríkisstjórn hins minnsta samnefnara frá 2017, og þar áður ríkisstjórn sem lifði af í tæpt ár, og þar áður ríkisstjórn sem sprakk út af spillingu og þar áður ríkisstjórn sem var að glíma við hrun hagkerfis og hugmyndafræðilegt hrun eftirlitslausra markaðsafla. Þess vegna verður verkefni næstu ríkisstjórnar tiltekt. Það þarf að endurreisa svo margar grunnstoðir samfélagsins, með meira lýðræði, meira gagnsæi, meiri ábyrgð og síðast en ekki síst meiri auðmýkt fyrir verkefnunum og þjóðinni. Verkefnin eftir stöðnunarstefnu undanfarinna kjörtimabila eru mjög mörg og við getum einungis leyst þau með nýjum stjórnmálum. Gömlu flokkarnir hjakka bara alltaf í sama farinu, þó þau skipti um bíl af og til þá keyra þau bara alltaf sömu leiðina. Við þurfum að gera betur, öðruvísi líka. Meira lýðræði, meira gagnsæi, meiri ábyrgð. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Píratar Alþingi Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Ég heyri reglulega alls konar greiningar á stjórnmálunum og oftar en ekki þá er ekki öll sagan sögð. Yfirleitt er það annað hvort af því að viðkomandi þekkir ekki öll sjónarmið eða gögn mála eða er einfaldlega bara að flytja ákveðinn pólitískan boðskap. Það er nefnilega pólitík í öllu mögulegu og því þarf alltaf að íhuga hagsmunatengsl þeirra sem flytja pólitísk skilaboð. Á sama tíma eru langflestir annað hvort að reyna að gera sitt besta, eða að minnsta kosti að láta líta út fyrir að svo sé, eða að verja eigin hagsmuni eða jafnvel klúður (eins og sölu Íslandsbanka) með afvegleiðingum eða afneitunum. Vinsamlegast hafið það í huga þegar þið lesið þennan pistil því ég er auðvitað einnig í pólitík og er því hlutdrægur í afstöðu minni gagnvart ýmsu. Staða ríkisstjórnarinnar Staðan í stjórnmálunum umhverfist yfirleitt í kringum stöðu ríkisstjórnarinnar hverju sinni. Það er ríkisstjórnin sem er í aðstöðu til þess að taka ákvarðanir og eyða almannafé í hin ýmsu verkefni. Ég held að það sé óumdeilanlegt og augljóst, þó að það hafi kannski ekki verið sagt með skýrum hætti enn sem komið er, að samstarfi núverandi ríkisstjórnar er lokið. Þó þau myndu fá meirihluta í næstu kosningum þá munu þau ekki starfa saman aftur. Líklega vegna þess að einn eða fleiri af formönnum flokkanna verður ekki lengur á þingi, en tengsl þeirra hafa í rauninni verið límið sem heldur saman ríkisstjórninni. Ef svo ólíklega vill til að þau verði öll áfram í framboði og nái aftur meirihluta, hins vegar, þá vita þau öll að það væri stórkostlega slæm hugmynd að halda samstarfinu áfram. Þau vita það út af því hvernig samstarfið gengur fyrir sig á þessu kjörtímabili, en það er augljóst að hver ráðherra er bara að klára kjörtímabilið í sínu ráðherrahorni að sinna hvaða málefnum sem viðkomandi ráðherra telur sig geta komið í gegnum þingið sem skrautfjöður fyrir næstu kosningar. Formenn ríkisstjórnarinnar voru duglegir að tönnlast á því eftir síðustu kosningar að þau hafi nú fengið meirihluta, og bætt við sig þingmönnum meira að segja. Þess vegna hafi ákallið eftir áframhaldandi samstarfi verið augljóst. Hið rétta er hins vegar að það var Framsóknarflokkurinn sem fékk aukið fylgi og tryggði meirihluta ríkisstjórnarflokkanna. Skilaboð kjósenda gátu alveg eins verið ákall um forystu Framsóknarflokksins, með eða án hinna ríkisstjórnarflokkanna. Það er í raun ómögulegt að segja, og því er fullyrðing formanna ríkisstjórnarinnar um ákall eftir sömu ríkisstjórn í besta falli ágiskun. Staðan á þinginu Eins og staðan er núna þá eru 32 ríkisstjórnarmál í nefnd. 12 önnur mál eru að klárast í þinginu eða bíða fyrstu umræðu. 43 mál hafa þegar verið samþykkt. Einhver mál eiga líklega eftir að vera lögð fram en það er ólíklegt að mörg af þeim klárist, eins og það er í raun ólíklegt að öll þau mál sem þegar hafa verið lögð fram muni klárast. Fjöldi mála núna, sem eru samtals 88 er því væntanlega ekki fjarri þeim fjölda ríkisstjórnarmála sem munu verða samþykkt á þessu þingi. Til samanburðar voru 173 mál kláruð á 149. þingi, sem var fyrsta heila þing núverandi ríkisstjórnar. 186 mál voru kláruð á 150. þingi og 184 voru kláruð á síðasta þingi síðasta kjörtímabils. Hér skal auðvitað hafa í huga að fjöldi mála segir ekki allt, en það er ákveðin vísbending. Sérstaklega þegar sum málanna eru í raun innantómar þingsályktunartillögur frá ríkisstjórninni um að það þurfi nú að fara eftir lögum eða skipa nokkra starfshópa. Hér er ég að vísa í þingsályktanir um stefnu og aðgerðaráætlanir í hinum ýmsu málaflokkum. Stefnurnar eru svo sem ágætar út af fyrir sig, en aðgerðaáætlanirnar eru alla jafna “skipa starfshóp um …”, “greina stöðuna á …” sem eru í raun og veru ekki aðgerðir heldur það sem kemur yfirleitt á undan aðgerðum. Að skipa starfshóp er ekki aðgerðaráætlun. Það sem starfshópurinn skilar af sér getur hins vegar verið aðgerðaráætlun. Að minnsta kosti tillögur að aðgerðum. Nú ætla ég ekki að kvarta yfir því að starfshópar séu skipaðir til þess að koma með tillögur að úrbótum á öllu milli himins og jarðar, en ég ætla að kvarta yfir því að þingið sé spurt hvort það eigi að skipa starfshópa. Ríkisstjórnin getur bara skipað þessa blessuðu starfshópa án þess að spyrja kóng eða prest. Hvað þá þingið. En þar liggur hundurinn grafinn. Ríkisstjórnin getur ekki komið sér saman um hvað á að gera. Síðasta kjörtímabil einkenndist af skipun verkefnahópa, spretthópa, starfshópa og hvaða nöfnum sem mátti kalla þessa hópa. Það þurfti líklega að kalla þá svona mörgum mismunandi nöfnum til þess að ofbjóða ekki fólki og það veit hreinlega ekki hversu marga hópa þurfti að skipa til þess að segja ríkisstjórninni hvað átti að gera. Á síðasta kjörtímabili kom ríkisstjórnin sér allavega saman um að búa til alla þessa hópa. Núna þarf að fá þingsályktun til þess að setja saman hóp. Þingið þarf að segja ríkisstjórninni að búa til hóp af því að hún getur ekki gert það sjálf. Hér ýki ég vissulega aðeins, en einungis til áherslu. Þarna eru stigsmunur á því hvernig ríkisstjórnin starfaði á síðasta kjörtímabili og á þessu kjörtímabili. Ríkisstjórnin er einfaldlega búin að gefast upp, sama hvað hún segir um hversu frábært það er að vinna saman. Það er einfaldlega enginn sannfæringarkraftur þar á bak við og það. Fjöldi mála (eða réttara sagt hversu fá málin eru) eru vísbending um það og líka þetta starfshópabix sem ríkisstjórnin rúllar í gegnum þingið til þess að láta það líta út fyrir að þau séu að gera eitthvað. En eins og ég sagði í upphafi. Þau halda örugglega að þau séu að reyna sitt besta. Ég skal alveg trúa því upp á þau … þau eru að reyna. En sjálfsblekkingin er sterk. Mörg þeirra sjá ekki muninn þar sem þó nokkuð var um nýliðun í þingmannaliði ríkisstjórnarflokkanna. Það eru ekki mörg þar sem sjá endilega muninn á síðasta kjörtímabili og þessu kjörtímabili. Við sem stöndum utan ríkisstjórnarinnar, og sjáum muninn frá því í upphafi síðasta kjörtímabils (fyrir Covid) og hvernig mál standa núna, okkur er uppgjöfin augljós. Það er að segja uppgjöfin á þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Staðreyndin er sú að hvernig sem næstu kosningar fara þá munu þessir flokkar hver fara sína leið. Staðan í stjórnmálunum Málið er auðvitað ekki alveg svo einfalt að hver flokkur mun bara fara sína leið eftir næstu kosningar. Framsókn getur alltaf hoppað upp í rúmið með hverjum sem er þó að þau séu alltaf hrifnust af Sjálfstæðisflokknum. Það er þó tiltölulega augljóst að sú sambúð er flóknari en hún var á árum áður, en aldrei kvartar Framsókn samt heldur læðist bara meðfram veggjum til þess að sinna sér og sínum áhugamálum. Vill bara fá að vera í friði. Kletturinn úti í hafi sem vill bara fá að vera í friði. Er ekki bara best að leyfa þeim það? Sjálfstæðisflokkurinn er í leiðtogakrísu. Núverandi formaður er svo gjörsamlega búinn að raka traustið af flokknum gagnvart öllum utan flokksins að flokkurinn er orðinn óstjórntækur. Þrátt fyrir að formaðurinn þreytist ekki á því að monta sig af því að hafa fengið flest atkvæði, þá er það satt á sama tíma og það er satt að fæstir af öllum hinum treysta honum til verka. Meira að segja færri treysta honum til verka en kjósa flokkinn sem hann fer með forystu í. Eftir síðasta landsfund þar sem því er básúnað sem einhvers konar glæstum sigri að sitjandi formaður hafi náð rétt um 60% atkvæða er krísan enn augljósari. Það er lítill munur fyrir sitjandi formann. Sigur, vissulega. En ekki traustsyfirlýsing. Sjálfstæðisflokkurinn þarf því að finna sér nýjan formann fyrir næstu kosningar en ekkert gengur að koma réttu aðilunum að innan flokksins. “Röngu” aðilarnir, að mati núverandi flokkseigendafélags, eru líklegri til þess að sigra og því er alveg séns að Bjarni haldi bara áfram í stað þess að afhenda flokkinn í hendur Guðlaugs Þórs. Slúðrið segir að Guðlaugi hafi verið boðin sendiherrastaðan í Washington en hafnað henni af því að Guðlaugur veit að hann sigrar allar formannskosningar í flokknum eins og staðan er í dag. Það verður því áhugavert að fylgjast með þróun mála í Sjálfstæðisflokknum. VG á við enn stærri krísu að glíma. Skoðanakannanir gefa vísbendingar um að flokkurinn komist ekki einu sinni inn á þing og má því spyrja hvort málamiðlanirnar hafi verið aðeins of margar. Það er nefnilega svo auðvelt að blekkja sig með þeirri möntru, að fyrst stjórnmál snúist um málamiðlanir þá þurfi nú að gera málamiðlanir í öllum málum. Líka málunum sem gera það að verkum að þú stígur yfir þær línur sem þú dróst áður í sandinn. Ég held að ég sé ekki að segja neinum fréttir þegar ég segi að VG er löngu búið að hoppa yfir allar sannfæringarlínur sínar. Ég hef nú kosið ýmsa flokka í gegnum tíðina, áður en Píratar urðu til og get fúslega vottað að mitt atkvæði til VG hvarf áður en Píratar urðu til. Kísilver á Bakka var ekki græn ákvörðun, svo mikið er víst. Það er mitt mat að erindi VG í íslensk stjórnmál sé lokið. Upprunaleg stefna flokksins lifir áfram í fleiri flokkum. Það má alveg hrósa þeim fyrir að hafa komið umhverfismálunum á dagskrá íslenskra stjórnmála - en eldmóður þeirra í málaflokknum hefur dvínað mjög mikið. Píratar eru þar betri kostur eins og sást í mati Ungra umhverfissinna fyrir síðustu kosningar. Svo er það auðvitað eitt verst geymda leyndarmál íslenskra stjórnmála þessa dagana að verið er að leita ljósum logum að einhverju starfi fyrir forsætisráðherra, þannig að líkurnar á að forsætisráðherra verði með í næstu kosningum eru ekki miklar. Það, frekar en nokkuð annað gerir það ómögulegt fyrir núverandi ríkisstjórnarflokka að starfa aftur saman eftir næstu kosningar. Sem dæmi um þetta er svarleysi forsætisráðherra um forsetaframboð. Ef einhver manneskja á landinu ætti að geta sagt skýrt nei um forsetaframboð þá er það sitjandi forsætisráðherra. Fyrst forsætisráðherra getur ekki sagt bara skýrt nei þá er það í alvörunni möguleiki að sitjandi forsætisráðherra bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Hversu skrítið er það? Deilumálin og áherslumálin Það er frekar augljóst að flokkarnir eru komnir í kosningagír. Formenn nokkra flokka sjást varla á þingi eða í þingstörfunum heldur eru bara á flakki um landið þrátt fyrir að það séu tæknilega eitt og hálft ár í kosningar. Allar líkur eru þó á því að haldnar verði kosningar vorið 2025 en ekki um haustið. Ríkisstjórnin getur sagt að ekki sé góð reynsla af haustkosningum vegna fjárlagagerðar eða eitthvað slíkt, en það hafi verið þess virði að reyna það aftur síðast. Það er varla til augljósara pólitískt þvaður. Það hentaði bara ekki ríkisstjórninni að kjósa að vori 2021, og það sama gæti alveg gerst aftur 2025 - að ráðherrarnir vilji nýta sumarið til þess að spreða almannafé í kosningabaráttu án þess að þingið sé að trufla þau. Kosningagírinn sést einnig á málunum sem nú er verið að tromma upp. Það eru orkumálin, efnahagsmálin og útlendingamálin einna helst. Þar er verið að búa til alls konar söguskýringar - um stöðnun í virkjanaframkvæmdum eða áróður um yfirvofandi orkuskort sem hækkar orkureikninginn til heimilanna. Hvort tveggja er útúrsnúningur. Efnahagsmálin eru frekar eitthvað sem ríkisstjórnarflokkarnir eru á harðahlaupum frá, eða reyna hvað þau geta til þess að varpa allri ábyrgð yfir á seðlabankann. Þau vilja ekki taka neina ábyrgð á verðbólgunni eða vöxtunum og þegar loksins risavaxnir stýrivextir ná að lemja hagkerfið niður og verðbólgunni með má búast við því að ríkisstjórnin komi og klappi sjálfri sér á bakið fyrir að gera ekki neitt. Og svo eru það útlendingamálin. Það er augljóst að það eru nokkrir flokkar sem ætla að herma eftir stjórnmálunum í Evrópu og gera útlendingamálin að kosningamáli, sem má auðvitað gera því í kosningum eru öll mál undir. En orðræða þeirra flokka er á algjörum villigötum - viljandi vil ég meina. Það er mjög áhugavert að sjá ráðherra Sjálfstæðisflokksins segja að við þurfum á fleiri útlendingum að halda, en það megi bara ekki vera fleiri sem koma í gegnum verndarkerfið. Það skiptir þau sem sagt máli hvaða útlendingar það eru sem koma hingað til lands. Slík stefna ætti að hringja öllum viðvörunarbjöllum, svona sögulega séð. Á sama tíma er aukinn fjöldi útlendinga viðfangsefni sem þarf að bregðast við. En lausnin er því miður flóknari en að koma bara í veg fyrir að fólk sæki hér um vernd. Enda eru langflest sem koma hingað bara að koma frá Evrópu að vinna í ferðaþjónustu og framkvæmdum. Það skortir innviði til þess að taka bæði á móti fólki þaðan og einnig til þess að taka á móti erlendum ferðamönnum. Innviði sem stjórnvöld hafa trassað að byggja. Í þessum málaflokki eru ríkisstjórnarflokkarnir því í ákveðinni nauðvörn gagnvart eigin klúðri og hafa fundið hóp til þess að taka á sig sökina fyrir þau - fólk á flótta. Afvegaleiðingarnar gerast ekki mikið verri. Því meiri hávaða sem ríkisstjórnarflokkunum tekst að tromma upp um orkumálin og útlendingamálin því líklegra er að þau komist upp með að þurfa ekki að tala um stöðuna í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, velferðarkerfinu, löggæslu, fangelsismálum, landhelgismálum, hjúkrunarmálum, lífeyrismálum, landbúnaði. Að enn hefur ekkert gengið að leysa upp fákeppnina sem malar gull á kostnað almennings í sjávarútvegi og í bankakerfinu. Og enn eru stjórnarskrárbreytingar ofan í skúffu, þrátt fyrir að gallarnir í núverandi stjórnarskrá séu sífellt að verða augljósari. Hvað svo? Ráðherrar ríkisstjórnarinnar þurfa tíma til þess að koma einhverjum málum í gegnum þingið til þess að geta montað sig af þeim í næstu kosningum. Á meðan verðum við bara að þola biðina þrátt fyrir að við vitum öll að núverandi ríkisstjórn er í rauninni bara starfsstjórn sem bíður eftir að næsta ríkisstjórn taki við. Staðan er semsagt sú að ríkisstjórnin getur í rauninni ekki tekið neinar ákvarðanir sem eru ekki augljósar og hvaða flokkar sem er í ríkisstjórn gætu tekið. Það þýðir að erfiðar pólitískar ákvarðanir eru ekki teknar. Þeim er jafnvel útvistað eins og í nýgerðum kjarasamningum. Þar gat ríkisstjórnin ekki tekið ákvörðun sjálf um stefnu í velferðarmálum eða efnahagsmálum. Ríkisstjórnin eftirlét aðilum vinnumarkaðarins að taka þá ákvörðun fyrir sig. Með öðrum orðum þá var núverandi ríkisstjórn tilgangslaus í þeim viðræðum, þvældist frekar fyrir ef eitthvað. Með því er ég ekki að segja að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi ekki verið að reyna sitt besta, eða talið sig vera að reyna sitt besta. Einhverjum sögum fer af því að tillaga forsætisráðherra um gjaldfrjálsar skólamáltíðir hafi einhvern veginn skorið á einhvern hnút, en vandinn er að ríkisstjórnin var sjálf búin að búa til alla hnútana sem þurfti að skera á með aðgerðaleysi og ákvarðanaleysi í aðdraganda kjarasamninga. Það á ekki að hrósa fólki fyrir að leysa vandamál sem það býr sjálft til. Og það er staðan í stjórnmálunum vorið 2024 í hnotskurn. Vandamálin eru heimatilbúin. Orkumálin, efnahagsmálin, útlendingamálin og öll hin málin líka. Ástæðan er að við höfum búið við ríkisstjórn hins minnsta samnefnara frá 2017, og þar áður ríkisstjórn sem lifði af í tæpt ár, og þar áður ríkisstjórn sem sprakk út af spillingu og þar áður ríkisstjórn sem var að glíma við hrun hagkerfis og hugmyndafræðilegt hrun eftirlitslausra markaðsafla. Þess vegna verður verkefni næstu ríkisstjórnar tiltekt. Það þarf að endurreisa svo margar grunnstoðir samfélagsins, með meira lýðræði, meira gagnsæi, meiri ábyrgð og síðast en ekki síst meiri auðmýkt fyrir verkefnunum og þjóðinni. Verkefnin eftir stöðnunarstefnu undanfarinna kjörtimabila eru mjög mörg og við getum einungis leyst þau með nýjum stjórnmálum. Gömlu flokkarnir hjakka bara alltaf í sama farinu, þó þau skipti um bíl af og til þá keyra þau bara alltaf sömu leiðina. Við þurfum að gera betur, öðruvísi líka. Meira lýðræði, meira gagnsæi, meiri ábyrgð. Höfundur er þingmaður Pírata.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun