Verstappen óvænt úr leik eftir örfáar mínútur og Ferrari fagnaði Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2024 09:31 Kampavínið flæddi hjá Ferrari-mönnum eftir kappaksturinn í Ástralíu. Getty/Kym Illman Hlé varð á einokun heimsmeistarans Max Verstappen í Formúlu 1 kappakstrinum í nótt því hann varð að hætta keppni snemma í Ástralíkukappakstrinum. Carlos Sainz vann keppnina. Verstappen var að vanda á ráspól en missti Sainz fram úr sér á öðrum hring og Hollendingurinn hætti svo keppni eftir aðeins fjóra hringi, vegna bilunar í hemlabúnaði. Þetta er aðeins í fyrsta sinn í tvö ár sem Verstappen neyðist til að hætta keppni. Það rauk úr bíl Max Verstappen og hann varð að hætta keppni.AP/Scott Barbour Sainz hafði fulla stjórn á hlutunum eftir þetta og liðsfélagi hans, Charles Leclerc, vann sig upp úr 5. sæti í 2. sæti svo að sigur Ferrari var tvöfaldur. Lando Norris hjá McLaren-Mercedes varð í 3. sæti en keppnin endaði á rólegum nótum því kalla þurfti út öryggisbíl eftir árekstur George Russell en hann slapp ómeiddur. McLaren-menn náðu 3. og 4. sætinu því Oscar Piastri komst fram úr Sergio Perez, liðsfélaga Verstappen, sem varð að láta sér 5. sæti nægja. Keppnin hleypti strax mun meiri spennu í keppnina um heimsmeistaratitilinn en Verstappen er enn efstur með 51 stig. Leclerc kemur næstur með 47 og Pérez er með 46, en Sainz er með 40 stig í 4. sæti eftir að hafa misst af keppninni í Sádi Arabíu vegna meiðsla. Red Bull er efst í keppni bílasmiða með 97 sti gen Ferrari er núna nærri með 93 stig. Næsta keppni er í Japan, 7. apríl. Akstursíþróttir Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Verstappen var að vanda á ráspól en missti Sainz fram úr sér á öðrum hring og Hollendingurinn hætti svo keppni eftir aðeins fjóra hringi, vegna bilunar í hemlabúnaði. Þetta er aðeins í fyrsta sinn í tvö ár sem Verstappen neyðist til að hætta keppni. Það rauk úr bíl Max Verstappen og hann varð að hætta keppni.AP/Scott Barbour Sainz hafði fulla stjórn á hlutunum eftir þetta og liðsfélagi hans, Charles Leclerc, vann sig upp úr 5. sæti í 2. sæti svo að sigur Ferrari var tvöfaldur. Lando Norris hjá McLaren-Mercedes varð í 3. sæti en keppnin endaði á rólegum nótum því kalla þurfti út öryggisbíl eftir árekstur George Russell en hann slapp ómeiddur. McLaren-menn náðu 3. og 4. sætinu því Oscar Piastri komst fram úr Sergio Perez, liðsfélaga Verstappen, sem varð að láta sér 5. sæti nægja. Keppnin hleypti strax mun meiri spennu í keppnina um heimsmeistaratitilinn en Verstappen er enn efstur með 51 stig. Leclerc kemur næstur með 47 og Pérez er með 46, en Sainz er með 40 stig í 4. sæti eftir að hafa misst af keppninni í Sádi Arabíu vegna meiðsla. Red Bull er efst í keppni bílasmiða með 97 sti gen Ferrari er núna nærri með 93 stig. Næsta keppni er í Japan, 7. apríl.
Akstursíþróttir Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Fleiri fréttir Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira