Umfangsmiklar árásir á Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2024 11:56 Slökkviliðsmenn að störfum í Úkraínu í morgun. AP/Almnnavarnir Úkraínu Rafmagnsleysi hefur orðið víða í Úkraínu eftir umfangsmikla árás Rússa á orkuinnviði landsins í nótt og í morgun. Úkraínumenn segja Rússa hafa notað rúmlega sextíu Shahed-sjálfsprengidróna frá Íran og tæplega níutíu eld- og stýriflaugar. Minnst tveir eru sagðir hafa dáið og fjórtán eru særðir. Degi áður höfðu Rússar gert umfangsmikla árás á Kænugarð þar að minnsta kosti sautján dóu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Úkraínumenn þurfa fleiri loftvarnarkerfi og eldflaugar í þau kerfi sem þeir hafa. Skortinn á eldflaugum í loftvarnarkerfi má að miklu leyti rekja til þess að lítil sem engin hernaðaraðstoð hefur borist frá Bandaríkjunum um mánaða skeið. Sjá einnig: Samkomulag að nást um að nýta vexti af Rússaeignum í þágu Úkraínu Í yfirlýsingu sem Selenskí birti í morgun segir hann skotfæraskort Úkraínumanna vera vandræðalegan fyrir Evrópu. Ríki Evrópu geti aðstoðað Úkraínumenn betur og mikilvægt sé að sanna það. This night, Russia launched over 60 "Shahed" drones and nearly 90 missiles of various types at Ukraine. The world sees the Russian terrorists' targets as clearly as possible: power plants and energy supply lines, a hydroelectric dam, ordinary residential buildings, and even a pic.twitter.com/5dX2fAMMiE— Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) March 22, 2024 Í frétt BBC er vitnað í ríkisstjóra Karkívhéraðs en hann segir fimmtán sprengingar hafa verið tilkynntar þar og að rúmlega 53 þúsund heimili hafi misst rafmagn. Næst stærsta borg landsins hafi orðið alfarið rafmagnslaus. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar eldflaug hæfði stíflu og orkuver á Dníproá í Sapórisjíahéraði. Eldur kviknaði en ekki hafa borist fregnir af því að stíflan sjálf hafi skemmst mikið. The moment Russian missile hits the Dnipro hydroelectric power plant. pic.twitter.com/77vyfCuqF0— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) March 22, 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar segja íslenska málaliða í Úkraínu María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir íslenska málaliða berjast í Úkraínu, sem er ekki rétt. Hún gagnrýnir að Alþingi Íslendinga sé að skoða að festa stuðning við Úkraínu í sessi og að verið væri að endurskoða opinber samskipti Rússlands og Íslands. 20. mars 2024 15:20 Úkraínumenn senda fjölda dróna langt inn í Rússland Varnarmálaráðuneyti Rússlands sakar stjórnvöld í Úkraínu um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í landinu með einni umfangsmestu drónaárás sem Úkraínumenn hafa gert á Rússland. 18. mars 2024 08:24 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Hægt hefur á sókn Rússa vestur af Avdívka, fyrstu borgina sem fallið hefur í hendur Rússa um langt skeið. Rússneskir hermenn gera þó áfram tiltölulega smáar árásir víðsvegar á víglínunni í austurhluta Rússlands, að virðist í leit að veikleikum á vörnum Úkraínumanna. 17. mars 2024 08:00 Látinn horfa á hermenn nauðga óléttri móður sinni og kærustu Rússneskir hermenn ruddust inn á heimili í Kyiv-héraði í Úkraínu í mars 2022, skömmu eftir að innrás Rússa hófst. Þar nauðguðu þeir 42 ára konu sem gengin var þrjá mánuði á leið og sautján ára kærustu sonar hennar ítrekað, á meðan þeir þvinguðu soninn til að horfa á. 16. mars 2024 16:01 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Minnst tveir eru sagðir hafa dáið og fjórtán eru særðir. Degi áður höfðu Rússar gert umfangsmikla árás á Kænugarð þar að minnsta kosti sautján dóu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Úkraínumenn þurfa fleiri loftvarnarkerfi og eldflaugar í þau kerfi sem þeir hafa. Skortinn á eldflaugum í loftvarnarkerfi má að miklu leyti rekja til þess að lítil sem engin hernaðaraðstoð hefur borist frá Bandaríkjunum um mánaða skeið. Sjá einnig: Samkomulag að nást um að nýta vexti af Rússaeignum í þágu Úkraínu Í yfirlýsingu sem Selenskí birti í morgun segir hann skotfæraskort Úkraínumanna vera vandræðalegan fyrir Evrópu. Ríki Evrópu geti aðstoðað Úkraínumenn betur og mikilvægt sé að sanna það. This night, Russia launched over 60 "Shahed" drones and nearly 90 missiles of various types at Ukraine. The world sees the Russian terrorists' targets as clearly as possible: power plants and energy supply lines, a hydroelectric dam, ordinary residential buildings, and even a pic.twitter.com/5dX2fAMMiE— Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) March 22, 2024 Í frétt BBC er vitnað í ríkisstjóra Karkívhéraðs en hann segir fimmtán sprengingar hafa verið tilkynntar þar og að rúmlega 53 þúsund heimili hafi misst rafmagn. Næst stærsta borg landsins hafi orðið alfarið rafmagnslaus. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar eldflaug hæfði stíflu og orkuver á Dníproá í Sapórisjíahéraði. Eldur kviknaði en ekki hafa borist fregnir af því að stíflan sjálf hafi skemmst mikið. The moment Russian missile hits the Dnipro hydroelectric power plant. pic.twitter.com/77vyfCuqF0— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) March 22, 2024
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar segja íslenska málaliða í Úkraínu María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir íslenska málaliða berjast í Úkraínu, sem er ekki rétt. Hún gagnrýnir að Alþingi Íslendinga sé að skoða að festa stuðning við Úkraínu í sessi og að verið væri að endurskoða opinber samskipti Rússlands og Íslands. 20. mars 2024 15:20 Úkraínumenn senda fjölda dróna langt inn í Rússland Varnarmálaráðuneyti Rússlands sakar stjórnvöld í Úkraínu um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í landinu með einni umfangsmestu drónaárás sem Úkraínumenn hafa gert á Rússland. 18. mars 2024 08:24 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Hægt hefur á sókn Rússa vestur af Avdívka, fyrstu borgina sem fallið hefur í hendur Rússa um langt skeið. Rússneskir hermenn gera þó áfram tiltölulega smáar árásir víðsvegar á víglínunni í austurhluta Rússlands, að virðist í leit að veikleikum á vörnum Úkraínumanna. 17. mars 2024 08:00 Látinn horfa á hermenn nauðga óléttri móður sinni og kærustu Rússneskir hermenn ruddust inn á heimili í Kyiv-héraði í Úkraínu í mars 2022, skömmu eftir að innrás Rússa hófst. Þar nauðguðu þeir 42 ára konu sem gengin var þrjá mánuði á leið og sautján ára kærustu sonar hennar ítrekað, á meðan þeir þvinguðu soninn til að horfa á. 16. mars 2024 16:01 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Rússar segja íslenska málaliða í Úkraínu María Sakaróva, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir íslenska málaliða berjast í Úkraínu, sem er ekki rétt. Hún gagnrýnir að Alþingi Íslendinga sé að skoða að festa stuðning við Úkraínu í sessi og að verið væri að endurskoða opinber samskipti Rússlands og Íslands. 20. mars 2024 15:20
Úkraínumenn senda fjölda dróna langt inn í Rússland Varnarmálaráðuneyti Rússlands sakar stjórnvöld í Úkraínu um að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í landinu með einni umfangsmestu drónaárás sem Úkraínumenn hafa gert á Rússland. 18. mars 2024 08:24
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Hægt hefur á sókn Rússa vestur af Avdívka, fyrstu borgina sem fallið hefur í hendur Rússa um langt skeið. Rússneskir hermenn gera þó áfram tiltölulega smáar árásir víðsvegar á víglínunni í austurhluta Rússlands, að virðist í leit að veikleikum á vörnum Úkraínumanna. 17. mars 2024 08:00
Látinn horfa á hermenn nauðga óléttri móður sinni og kærustu Rússneskir hermenn ruddust inn á heimili í Kyiv-héraði í Úkraínu í mars 2022, skömmu eftir að innrás Rússa hófst. Þar nauðguðu þeir 42 ára konu sem gengin var þrjá mánuði á leið og sautján ára kærustu sonar hennar ítrekað, á meðan þeir þvinguðu soninn til að horfa á. 16. mars 2024 16:01