Málfyrirmyndir barna á máltökuskeiði Bjartey Sigurðardóttir og Aleksandra Kozimala skrifa 22. mars 2024 10:30 Mikið hefur verið fjallað um slaka frammistöðu íslenskra grunnskólanema í lesskilningi. Ein af meginforsendum góðs lesskilnings er að barn hafi náð aldurssvarandi tökum á viðkomandi tungumáli, sé með ríkulegan orðaforða og góðan málskilning. Börn með góðan málþroska hafa betri skilning á viðfangsefnum skólans, þ.m.t. lesskilningi, og eiga auk þess auðveldara með að mynda félagsleg tengsl. Grunnur að málþroska er lagður á máltökuskeiði barns en á því skeiði dvelja flest íslensk börn í leikskólum 7-9 tíma á dag, fimm daga vikunnar. Það skiptir miklu hvaða málfyrirmyndir börn á máltökuskeiði hafa í nærumhverfi sínu. Rannsóknir hafa sýnt að til þess að barn eigi möguleika á að ná fullum tökum á tungumáli þarf það að dvelja a.m.k. 50% af vökutíma sínum í því málumhverfi (Elín Þöll Þórðardóttir, 2019). Það þýðir að ef barn er með annað heimamál en íslensku verður það að hafa aðgang að vönduðu málumhverfi í leikskólanum, umhverfi þar sem töluð er góð íslenska og mikil áhersla lögð á gagnvirkni í samskiptum. Annars er hætta á að barnið fari upp í grunnskólann með lélegan grunn í íslensku. Ef barn er t.d. með fátæklegan orðaforða eru miklar líkur á að það muni lenda í erfiðleikum í námi. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskum fræðum, hefur talað um að ef fer sem horfir sé hætta á málfarslegri stéttaskiptingu þar sem hluti barna nær aldrei að njóta sín í námi og er dæmdur til brotthvarfs úr framhaldsskóla. Í leikskólum fer hlutfall starfsmanna af erlendum uppruna sífellt hækkandi. Í leikskólum Hafnarfjarðar er hlutfallið komið upp í 22 % (frá níu upp í 45%) og dæmi eru um sveitarfélög þar sem talan er jafnvel enn hærri. Margt fólk með erlendan bakgrunn er frábært starfsfólk leik- og grunnskóla og er ekki verið að finna að því. Hins vegar þurfum við að hafa kjark til að staldra við og horfa raunsætt á stöðuna eins og hún er. Ef við viljum að börn komi inn í grunnskólann með góð aldurssvarandi tök á íslensku þarf að gera kröfu um vandað íslenskt málumhverfi fyrir börn á máltökuskeiði. Hér þurfa sérfræðingar á vegum ríkis og sveitarfélaga að setjast að borðinu og setja viðmið um reglur um hámarksfjölda starfsmanna á deild sem er með annan málbakgrunn en íslensku. Að sjálfsögðu gildir öðru máli um fólk af erlendum uppruna sem talar vandaða íslensku. Hér má nefna að hægt er að nýta evrópska tungumálarammann sem inniheldur matsviðmið fyrir bæði þá sem sækja um störf sem og vinnuveitendur. Viðhorf foreldra barna af erlendum uppruna til tungumálsins Reynslumikið starfsfólk leikskóla telur sig sjá fylgni milli þess hvert viðhorf erlendra foreldra er til íslenskunnar og þess hvernig barni þeirra síðan gengur að tileinka sér tungumálið, þannig að ef foreldrar eru opnir fyrir því að læra tungumálið veiti það barninu einnig ákveðið brautargengi í íslenskunáminu. Íslensk rannsókn (Figlarska o.fl., 2017) sýndi að samskipti leikskólafólks við foreldra af erlendum uppruna gengu betur í þeim tilvikum þar sem foreldrarnir töluðu íslensku, en hins vegar komu fram erfiðleikar í samskiptum vegna tungumálaerfiðleika ef ekki var um slíkt að ræða. Að tileinka sér tungumál landsins er aðgangur að viðkomandi samfélagi, það er valdeflandi og með því að læra tungumálið opna foreldrar greiðari leið fyrir bæði sig og börn sín inn í íslenskt samfélag. Ábyrgð okkar sem eigum íslensku að móðurmáli er mikil. Erum við of fljót að grípa til enskunnar af því að það er einfaldara en að styðja við fólk sem vill læra málið og er skammt á veg komið? Hvað með okkur sem störfum við leik- og grunnskóla, hvernig aðstoðum við erlenda foreldra við íslenskunámið, er strax gripið til enskunnar í stað þess nota íslensku? Við þurfum einnig að beina athygli okkar að því hvernig við styðjum við íslenskunám barna af erlendum uppruna innan skólanna. Í rannsókn Ástrósar Þóru Valsdóttur (2022) kom m.a. fram að leikskólastarfsfólk beinir tali sínu í minna mæli að börnum sem eiga annað móðurmál en íslensku, minna er um að opnum spurningum sé beint til þeirra og einnig er talað mun einfaldara mál við þau. Mikilvægi þess að hafa skilvirka málstefnu Sveitarfélög og stofnanir þurfa að móta sér málstefnu og hún þarf að vera virk. Eftir því sem við best vitum hafa aðeins tvö sveitarfélög af 64 sett sér slíka stefnu og hafa tvö til við bótar tekið ákvörðum um að fara út í slíka vinnu. Hafnarfjörður er annað þeirra sveitarfélaga og er undirbúningur nú hafinn. Við mótun málstefnu þarf m.a. að leggja áherslu á að íslenska sé í öndvegi í öllum störfum, að erlent starfsfólk sé hvatt til að læra íslensku og að því standi til boða að sækja íslenskunámskeið á vinnutíma sér að kostnaðarlausu. Málumhverfi barna í leik- og grunnskólum ætti að vera einn þeirra þátta sem málstefna tekur á. Það eru þó aðeins fyrstu skrefin því við sem samfélag þurfum að ákveða að setja íslenskuna og þar með framtíð barnanna okkar í forgang. Höfundar starfa á skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar: Bjartey Sigurðardóttir, talmeinafræðingur og verkefnisstjóri læsis. Aleksandra Kozimala , kennslufulltrúi fjölmenningar í leikskólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um slaka frammistöðu íslenskra grunnskólanema í lesskilningi. Ein af meginforsendum góðs lesskilnings er að barn hafi náð aldurssvarandi tökum á viðkomandi tungumáli, sé með ríkulegan orðaforða og góðan málskilning. Börn með góðan málþroska hafa betri skilning á viðfangsefnum skólans, þ.m.t. lesskilningi, og eiga auk þess auðveldara með að mynda félagsleg tengsl. Grunnur að málþroska er lagður á máltökuskeiði barns en á því skeiði dvelja flest íslensk börn í leikskólum 7-9 tíma á dag, fimm daga vikunnar. Það skiptir miklu hvaða málfyrirmyndir börn á máltökuskeiði hafa í nærumhverfi sínu. Rannsóknir hafa sýnt að til þess að barn eigi möguleika á að ná fullum tökum á tungumáli þarf það að dvelja a.m.k. 50% af vökutíma sínum í því málumhverfi (Elín Þöll Þórðardóttir, 2019). Það þýðir að ef barn er með annað heimamál en íslensku verður það að hafa aðgang að vönduðu málumhverfi í leikskólanum, umhverfi þar sem töluð er góð íslenska og mikil áhersla lögð á gagnvirkni í samskiptum. Annars er hætta á að barnið fari upp í grunnskólann með lélegan grunn í íslensku. Ef barn er t.d. með fátæklegan orðaforða eru miklar líkur á að það muni lenda í erfiðleikum í námi. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskum fræðum, hefur talað um að ef fer sem horfir sé hætta á málfarslegri stéttaskiptingu þar sem hluti barna nær aldrei að njóta sín í námi og er dæmdur til brotthvarfs úr framhaldsskóla. Í leikskólum fer hlutfall starfsmanna af erlendum uppruna sífellt hækkandi. Í leikskólum Hafnarfjarðar er hlutfallið komið upp í 22 % (frá níu upp í 45%) og dæmi eru um sveitarfélög þar sem talan er jafnvel enn hærri. Margt fólk með erlendan bakgrunn er frábært starfsfólk leik- og grunnskóla og er ekki verið að finna að því. Hins vegar þurfum við að hafa kjark til að staldra við og horfa raunsætt á stöðuna eins og hún er. Ef við viljum að börn komi inn í grunnskólann með góð aldurssvarandi tök á íslensku þarf að gera kröfu um vandað íslenskt málumhverfi fyrir börn á máltökuskeiði. Hér þurfa sérfræðingar á vegum ríkis og sveitarfélaga að setjast að borðinu og setja viðmið um reglur um hámarksfjölda starfsmanna á deild sem er með annan málbakgrunn en íslensku. Að sjálfsögðu gildir öðru máli um fólk af erlendum uppruna sem talar vandaða íslensku. Hér má nefna að hægt er að nýta evrópska tungumálarammann sem inniheldur matsviðmið fyrir bæði þá sem sækja um störf sem og vinnuveitendur. Viðhorf foreldra barna af erlendum uppruna til tungumálsins Reynslumikið starfsfólk leikskóla telur sig sjá fylgni milli þess hvert viðhorf erlendra foreldra er til íslenskunnar og þess hvernig barni þeirra síðan gengur að tileinka sér tungumálið, þannig að ef foreldrar eru opnir fyrir því að læra tungumálið veiti það barninu einnig ákveðið brautargengi í íslenskunáminu. Íslensk rannsókn (Figlarska o.fl., 2017) sýndi að samskipti leikskólafólks við foreldra af erlendum uppruna gengu betur í þeim tilvikum þar sem foreldrarnir töluðu íslensku, en hins vegar komu fram erfiðleikar í samskiptum vegna tungumálaerfiðleika ef ekki var um slíkt að ræða. Að tileinka sér tungumál landsins er aðgangur að viðkomandi samfélagi, það er valdeflandi og með því að læra tungumálið opna foreldrar greiðari leið fyrir bæði sig og börn sín inn í íslenskt samfélag. Ábyrgð okkar sem eigum íslensku að móðurmáli er mikil. Erum við of fljót að grípa til enskunnar af því að það er einfaldara en að styðja við fólk sem vill læra málið og er skammt á veg komið? Hvað með okkur sem störfum við leik- og grunnskóla, hvernig aðstoðum við erlenda foreldra við íslenskunámið, er strax gripið til enskunnar í stað þess nota íslensku? Við þurfum einnig að beina athygli okkar að því hvernig við styðjum við íslenskunám barna af erlendum uppruna innan skólanna. Í rannsókn Ástrósar Þóru Valsdóttur (2022) kom m.a. fram að leikskólastarfsfólk beinir tali sínu í minna mæli að börnum sem eiga annað móðurmál en íslensku, minna er um að opnum spurningum sé beint til þeirra og einnig er talað mun einfaldara mál við þau. Mikilvægi þess að hafa skilvirka málstefnu Sveitarfélög og stofnanir þurfa að móta sér málstefnu og hún þarf að vera virk. Eftir því sem við best vitum hafa aðeins tvö sveitarfélög af 64 sett sér slíka stefnu og hafa tvö til við bótar tekið ákvörðum um að fara út í slíka vinnu. Hafnarfjörður er annað þeirra sveitarfélaga og er undirbúningur nú hafinn. Við mótun málstefnu þarf m.a. að leggja áherslu á að íslenska sé í öndvegi í öllum störfum, að erlent starfsfólk sé hvatt til að læra íslensku og að því standi til boða að sækja íslenskunámskeið á vinnutíma sér að kostnaðarlausu. Málumhverfi barna í leik- og grunnskólum ætti að vera einn þeirra þátta sem málstefna tekur á. Það eru þó aðeins fyrstu skrefin því við sem samfélag þurfum að ákveða að setja íslenskuna og þar með framtíð barnanna okkar í forgang. Höfundar starfa á skrifstofu mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar: Bjartey Sigurðardóttir, talmeinafræðingur og verkefnisstjóri læsis. Aleksandra Kozimala , kennslufulltrúi fjölmenningar í leikskólum.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun