Frumvarpið vonbrigði og hefði viljað metnaðarfyllri aðgerðir Magnús Jochum Pálsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 21. mars 2024 20:17 Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir frumvarp háskólamálaráðherra um Menntasjóð námsmanna vera vonbrigði og að frumvarpið gangi ekki nógu langt. Vísir/Sigurjón Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta segir frumvarp háskólamálaráðherra um Menntasjóð námsmanna vera vonbrigði. Það þrengi að möguleikum fólks sem flokkað er sem ótryggir lántakar til að stunda nám og þá sé of skammt gengið í breytingum á styrkjafyrirkomulagi. BHM og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hafa skrifað umsögn um frumvarp háskólaráðherra um menntasjóð námsmanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra leggur til að ábyrgðarmannakerfið verði lagt niður að fullu og að ábyrgðarmenn lánanna verði felldir á brott. Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, fagnar þessu skrefi, það sé löngu tímabært en gagnrýnir um leið að ekki sé tekið utan um þá sem kallaðir eru ótryggir lántakar. „Í lögum hefur verið þessi undantekning fyrir þá sem kallaðir eru ekki tryggir lántakar. Þau hafa getað fengið lán með því að koma með ábyrgðamenn en með þessum breytingum þá er verið að leggja stein í götu þeirra og segja, nú getið þið einfaldlega ekki fengið lán og það er auðvitað virkilega slæmt og þetta er fólk til dæmis á vanskilaskrá og við þurfum að hafa það í huga að fólk getur verið á vanskilaskrá út af félagslegum ástæðum, það hefur kannski misstigið sig,“ segir Alexandra. Ráðherra gleymi hlutverki námslánakerfisins Alexandra segir að málið sé alvarlegt. Námslánakerfið eigi að veita fólki tækifæri án tillits til efnahagslegra aðstæðna. „Þarna hefur ráðherra einfaldlega gleymt því hvert hlutverk námslánakerfisins er en það er auðvitað að vera félagslegur jöfnunarsjóður og veita fólki tækifæri á að stunda nám án tillits til félagslegra eða efnahagslegra ástæðna,“ segir hún. Alexandra segist þá hafa bundið vonir við metnaðarfyllri aðgerðir í þágu stúdenta. „Það eru einfaldlega gífurleg vonbrigði að ráðherra ætli ekki að hreyfa neitt við þessu gífurlega háa vaxtaþaki og ráðherra ætlar ekki heldur að afnema vaxtaálag á lántakendur þannig að lántakar sitja ennþá uppi með þessar háu greiðslur og stuðningur er einfaldlega ekki bættur neitt svakalega.“ Námslán Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Leggur til að ríkið hætti að ganga á eftir ábyrgðarmönnum námslána Ekki verður lengur gengið á eftir ábyrgðarmönnum námslána til innheimtu skuldar ef nýtt frumvarp háskólaráðherra nær fram að ganga. Ráðherra segir sanngjarnt að lántakandinn sjálfur beri ábyrgð á sínum skuldum og vill afnema ábyrgðarmannakerfið í heild sinni. 14. mars 2024 18:31 Gæti þurft að greiða námslán manns sem hann er ekki í neinu sambandi við Einar Erlingsson óttast að þurfa einn daginn að bera ábyrgð á margra milljón króna námsláni manns sem hann er ekki í neinu sambandi við, en faðir Einars gekkst í ábyrgð fyrir láni mannsins áður en Einar fæddist. 4. apríl 2023 07:00 Óskar eftir gögnum um ábyrgðarmenn námslána Háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðamenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún segir hrakfarir áttræðrar konu, sem stendur frammi fyrir fjárnámi, sýna að tilefni sé til endurskoðunar. 24. mars 2023 20:01 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
BHM og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) hafa skrifað umsögn um frumvarp háskólaráðherra um menntasjóð námsmanna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra leggur til að ábyrgðarmannakerfið verði lagt niður að fullu og að ábyrgðarmenn lánanna verði felldir á brott. Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, fagnar þessu skrefi, það sé löngu tímabært en gagnrýnir um leið að ekki sé tekið utan um þá sem kallaðir eru ótryggir lántakar. „Í lögum hefur verið þessi undantekning fyrir þá sem kallaðir eru ekki tryggir lántakar. Þau hafa getað fengið lán með því að koma með ábyrgðamenn en með þessum breytingum þá er verið að leggja stein í götu þeirra og segja, nú getið þið einfaldlega ekki fengið lán og það er auðvitað virkilega slæmt og þetta er fólk til dæmis á vanskilaskrá og við þurfum að hafa það í huga að fólk getur verið á vanskilaskrá út af félagslegum ástæðum, það hefur kannski misstigið sig,“ segir Alexandra. Ráðherra gleymi hlutverki námslánakerfisins Alexandra segir að málið sé alvarlegt. Námslánakerfið eigi að veita fólki tækifæri án tillits til efnahagslegra aðstæðna. „Þarna hefur ráðherra einfaldlega gleymt því hvert hlutverk námslánakerfisins er en það er auðvitað að vera félagslegur jöfnunarsjóður og veita fólki tækifæri á að stunda nám án tillits til félagslegra eða efnahagslegra ástæðna,“ segir hún. Alexandra segist þá hafa bundið vonir við metnaðarfyllri aðgerðir í þágu stúdenta. „Það eru einfaldlega gífurleg vonbrigði að ráðherra ætli ekki að hreyfa neitt við þessu gífurlega háa vaxtaþaki og ráðherra ætlar ekki heldur að afnema vaxtaálag á lántakendur þannig að lántakar sitja ennþá uppi með þessar háu greiðslur og stuðningur er einfaldlega ekki bættur neitt svakalega.“
Námslán Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Leggur til að ríkið hætti að ganga á eftir ábyrgðarmönnum námslána Ekki verður lengur gengið á eftir ábyrgðarmönnum námslána til innheimtu skuldar ef nýtt frumvarp háskólaráðherra nær fram að ganga. Ráðherra segir sanngjarnt að lántakandinn sjálfur beri ábyrgð á sínum skuldum og vill afnema ábyrgðarmannakerfið í heild sinni. 14. mars 2024 18:31 Gæti þurft að greiða námslán manns sem hann er ekki í neinu sambandi við Einar Erlingsson óttast að þurfa einn daginn að bera ábyrgð á margra milljón króna námsláni manns sem hann er ekki í neinu sambandi við, en faðir Einars gekkst í ábyrgð fyrir láni mannsins áður en Einar fæddist. 4. apríl 2023 07:00 Óskar eftir gögnum um ábyrgðarmenn námslána Háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðamenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún segir hrakfarir áttræðrar konu, sem stendur frammi fyrir fjárnámi, sýna að tilefni sé til endurskoðunar. 24. mars 2023 20:01 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Leggur til að ríkið hætti að ganga á eftir ábyrgðarmönnum námslána Ekki verður lengur gengið á eftir ábyrgðarmönnum námslána til innheimtu skuldar ef nýtt frumvarp háskólaráðherra nær fram að ganga. Ráðherra segir sanngjarnt að lántakandinn sjálfur beri ábyrgð á sínum skuldum og vill afnema ábyrgðarmannakerfið í heild sinni. 14. mars 2024 18:31
Gæti þurft að greiða námslán manns sem hann er ekki í neinu sambandi við Einar Erlingsson óttast að þurfa einn daginn að bera ábyrgð á margra milljón króna námsláni manns sem hann er ekki í neinu sambandi við, en faðir Einars gekkst í ábyrgð fyrir láni mannsins áður en Einar fæddist. 4. apríl 2023 07:00
Óskar eftir gögnum um ábyrgðarmenn námslána Háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðamenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún segir hrakfarir áttræðrar konu, sem stendur frammi fyrir fjárnámi, sýna að tilefni sé til endurskoðunar. 24. mars 2023 20:01