Nær ómöglegt að hætta við kaupin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. mars 2024 21:00 Már Wolfgang Mixa dósent við viðskiptafræðideild HÍ telur nær ómöglegt fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM af Kvikubanka. Hann sjái ekkert óeðlilegt við kaupin sem séu í samræmi við aðra þróun á fjármálamarkaði. Vísir/Arnar Nær ómögulegt er fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM að mati dósents við Háskóla Íslands. Hætti bankinn við séu allar líkur á að hann baki sér skaðabótaskyldu. Fjármálafyrirtæki hafi undanfarið keypt tryggingafyrirtæki og því ekkert óeðlilegt við kauptilboðið. Það var á sunnudaginn sem opinberlega var tilkynnt að Landsbankinn hefði ákveðið að kaupa allt hlutafé í TM tryggingafélagi af Kvikubanka. Kaupverðið væri um 29 milljarða og yrði greitt með reiðufé. Kviku banki eignaðist TM tryggingafélag í janúar 2021 þegar eigendur tryggingafélagsins og Lykils fengu í skiptum fyrir félögin tvö, hlutabréf að markaðsvirði um 43 milljarða í Kviku banka. Með tilfærslunni varð fjárfestingafyrirtækið Stoðir sem fyrir var var stærsti hluthafi TM, þriðji stærsti hluthafinn í Kviku banka. Fjármálaráðherra hefur lýst sig andsnúna sölunni og stjórnendur Bankasýslunnar sem eiga að hafa eftirlit með slíkum kaupum, segjast hafa komið af fjöllum. Már Wolfang Mixa dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands telur ekki mögulegt að hætta við kaupin. „Ef að það eru engir fyrirvarar á þessu kauptilboði og búið er að samþykkja það þá hefur bankinn að öllum líkindum bakað sér skaðabótaskyldu hætti hann við. Ég sé ekki hvernig það á að vera gjörlegt að ríkið hætti við kaup á TM. Ég sé ekki hvernig það er mögulegt að banki í eigu ríkisins setji fram skuldbindandi tilboð og segi svo bara, afsakið ég er hættur við,“ segir Már. Kaup Landsbankans séu í samræmi við þróun á fjármálamarkaði undanfarin ár. „Það er ekkert óeðlilegt við þessi kaup. Stór fyrirtæki í bankarekstri hafa verið að bæta við sig tryggingafyrirtækjum undanfarin ár. Arion keypti t.d. Vörð tryggingafélag á sínum tíma og það hefur gengið vel. Það er því ekkert óeðlilegt að annar banki kaupi tryggingafélag til að auka við sig í þjónustu og samlegð,“ segir Már. Hann telur líkur á að kaupin fari þau í gegn hafi jákvæð áhrif á Landsbankann. „Ég geri nú ráð fyrir því að það sé búið að fara yfir það að kaupin hafi góð áhrif á rekstur bankans,“ segir hann. Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tryggingar Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Það var á sunnudaginn sem opinberlega var tilkynnt að Landsbankinn hefði ákveðið að kaupa allt hlutafé í TM tryggingafélagi af Kvikubanka. Kaupverðið væri um 29 milljarða og yrði greitt með reiðufé. Kviku banki eignaðist TM tryggingafélag í janúar 2021 þegar eigendur tryggingafélagsins og Lykils fengu í skiptum fyrir félögin tvö, hlutabréf að markaðsvirði um 43 milljarða í Kviku banka. Með tilfærslunni varð fjárfestingafyrirtækið Stoðir sem fyrir var var stærsti hluthafi TM, þriðji stærsti hluthafinn í Kviku banka. Fjármálaráðherra hefur lýst sig andsnúna sölunni og stjórnendur Bankasýslunnar sem eiga að hafa eftirlit með slíkum kaupum, segjast hafa komið af fjöllum. Már Wolfang Mixa dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands telur ekki mögulegt að hætta við kaupin. „Ef að það eru engir fyrirvarar á þessu kauptilboði og búið er að samþykkja það þá hefur bankinn að öllum líkindum bakað sér skaðabótaskyldu hætti hann við. Ég sé ekki hvernig það á að vera gjörlegt að ríkið hætti við kaup á TM. Ég sé ekki hvernig það er mögulegt að banki í eigu ríkisins setji fram skuldbindandi tilboð og segi svo bara, afsakið ég er hættur við,“ segir Már. Kaup Landsbankans séu í samræmi við þróun á fjármálamarkaði undanfarin ár. „Það er ekkert óeðlilegt við þessi kaup. Stór fyrirtæki í bankarekstri hafa verið að bæta við sig tryggingafyrirtækjum undanfarin ár. Arion keypti t.d. Vörð tryggingafélag á sínum tíma og það hefur gengið vel. Það er því ekkert óeðlilegt að annar banki kaupi tryggingafélag til að auka við sig í þjónustu og samlegð,“ segir Már. Hann telur líkur á að kaupin fari þau í gegn hafi jákvæð áhrif á Landsbankann. „Ég geri nú ráð fyrir því að það sé búið að fara yfir það að kaupin hafi góð áhrif á rekstur bankans,“ segir hann.
Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tryggingar Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira