Hraunið að færast upp á varnargarðana Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. mars 2024 14:48 Hraunrennsli þrýstir nú á varnargarða við Grindavík og mögulegt er að það fari yfir garðana. Vísir/Arnar Hraunrásin í eldgosinu á Reykjanesskaga hefur skriðið kröftuglega fram í dag og þrýstir nú á varnargarðana fyrir framan Grindavík. Mögulegt er að hraunið komist yfir garðana á næstu klukkustundum. Virknin upp úr gígunum er stöðug og er svipuð og undanfarna daga. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvásérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að vendingar hafi orðið upp úr hádegi þegar hraunrásin tók að skríða kröftugar fram. Hraunið er komið upp að varnargörðum L7 og L11 sem umlykja Grindavík og er að þrýsta á þá. „Þannig það er spurning hvort hraunið komist þarna yfir á næstu klukkustundum eða seinna í kvöld eða nótt,“ segir Elísabet. Er veruleg hætta á því? „Auðvitað viljum við að varnargarðarnir stoppi þetta en þarna hefur byggst upp hátt hraun sem hefur ferðast á myndarlegum hraða síðustu klukkustundir. Þannig já, það getur farið þarna yfir og þá er auðvitað Grindavík þarna fyrir framan.“ Myndatexti: Kort sem sýnir útbreiðslu þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofan Aðspurð um hversu langt sé fyrir hraunið að fyrstu húsum í Grindavík eftir að það færi yfir garðana, segir Elísabet gróflega áætla að það séu um 800 metrar. „Þannig það er ekki eitthvað sem við búumst við að gerist í dag og hugsanlega er hægt að gera eitthvað til að koma veg fyrir það.“ Hraunbreiðan meira og minna öll á hreyfingu Á mynd sem fylgir nýrri færslu á vef Eldgosa og náttúruváhóps Suðurlands sést hvar hraunbráð er að leka undan því sem virðist vera storknaður hraunmassi. Bráðin sýnir hinsvegar að kjarni þessa hraunbreiðu er bráðinn og hefur hún verið meir og minna öll á hreyfingu síðustu klukkutíma. Landris að flæða beint til yfirborðs og fæðir eldgosið Í gærmorgun fóru sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands í mælingaflug yfir gosstöðvarnar. Í uppfærði frétt á vef Veðurstofunnar kemur fram að út frá gögnum sem safnað var í því flugi sé áætlað að meðalhraunflæði frá gígunum á tímabilinu frá 17. til 20. mars hafi verið um 14,5 m3/s. „Það er svipað hraunflæði og mældist í eldgosunum við Fagradalsfjall 2021 – 2023. Mun meira hraunflæði var þó frá gígunum fyrsta sólarhring gossins sem hófst að kvöldi 16. mars. Flatarmál hraunsins er orðið 5.58 km2 og rúmmál þess um 20.9 milljón rúmmetrar.“ Þá þykir ljóst að kvika sem safnaðist undir Svartsengi og olli landrisi er nú að mestu leyti að flæða beint til yfirborðs og fæðir eldgosið. Vísir er með beint streymi frá gosstöðvunum hér að neðan. Einnig er hægt að horfa á Stöð 2 Vísi á rás 5 hjá notendum Vodafone og rás 8 hjá notendum Símans. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Landris í Svartsengi hefur stöðvast Áfram er góður kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og stóra Skógfells. Ljóst þykir að landris í Svartsengi hefur stöðvast. Því virðist jafnvægi komið á kerfið þar sem innflæði kviku upp í jarðskorpuna er til jafns við það sem streymir út í eldgosinu. 21. mars 2024 13:26 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Virknin upp úr gígunum er stöðug og er svipuð og undanfarna daga. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvásérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að vendingar hafi orðið upp úr hádegi þegar hraunrásin tók að skríða kröftugar fram. Hraunið er komið upp að varnargörðum L7 og L11 sem umlykja Grindavík og er að þrýsta á þá. „Þannig það er spurning hvort hraunið komist þarna yfir á næstu klukkustundum eða seinna í kvöld eða nótt,“ segir Elísabet. Er veruleg hætta á því? „Auðvitað viljum við að varnargarðarnir stoppi þetta en þarna hefur byggst upp hátt hraun sem hefur ferðast á myndarlegum hraða síðustu klukkustundir. Þannig já, það getur farið þarna yfir og þá er auðvitað Grindavík þarna fyrir framan.“ Myndatexti: Kort sem sýnir útbreiðslu þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofan Aðspurð um hversu langt sé fyrir hraunið að fyrstu húsum í Grindavík eftir að það færi yfir garðana, segir Elísabet gróflega áætla að það séu um 800 metrar. „Þannig það er ekki eitthvað sem við búumst við að gerist í dag og hugsanlega er hægt að gera eitthvað til að koma veg fyrir það.“ Hraunbreiðan meira og minna öll á hreyfingu Á mynd sem fylgir nýrri færslu á vef Eldgosa og náttúruváhóps Suðurlands sést hvar hraunbráð er að leka undan því sem virðist vera storknaður hraunmassi. Bráðin sýnir hinsvegar að kjarni þessa hraunbreiðu er bráðinn og hefur hún verið meir og minna öll á hreyfingu síðustu klukkutíma. Landris að flæða beint til yfirborðs og fæðir eldgosið Í gærmorgun fóru sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands í mælingaflug yfir gosstöðvarnar. Í uppfærði frétt á vef Veðurstofunnar kemur fram að út frá gögnum sem safnað var í því flugi sé áætlað að meðalhraunflæði frá gígunum á tímabilinu frá 17. til 20. mars hafi verið um 14,5 m3/s. „Það er svipað hraunflæði og mældist í eldgosunum við Fagradalsfjall 2021 – 2023. Mun meira hraunflæði var þó frá gígunum fyrsta sólarhring gossins sem hófst að kvöldi 16. mars. Flatarmál hraunsins er orðið 5.58 km2 og rúmmál þess um 20.9 milljón rúmmetrar.“ Þá þykir ljóst að kvika sem safnaðist undir Svartsengi og olli landrisi er nú að mestu leyti að flæða beint til yfirborðs og fæðir eldgosið. Vísir er með beint streymi frá gosstöðvunum hér að neðan. Einnig er hægt að horfa á Stöð 2 Vísi á rás 5 hjá notendum Vodafone og rás 8 hjá notendum Símans.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Landris í Svartsengi hefur stöðvast Áfram er góður kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og stóra Skógfells. Ljóst þykir að landris í Svartsengi hefur stöðvast. Því virðist jafnvægi komið á kerfið þar sem innflæði kviku upp í jarðskorpuna er til jafns við það sem streymir út í eldgosinu. 21. mars 2024 13:26 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Landris í Svartsengi hefur stöðvast Áfram er góður kraftur í eldgosinu á Reykjanesskaga milli Hagafells og stóra Skógfells. Ljóst þykir að landris í Svartsengi hefur stöðvast. Því virðist jafnvægi komið á kerfið þar sem innflæði kviku upp í jarðskorpuna er til jafns við það sem streymir út í eldgosinu. 21. mars 2024 13:26