Best í heimi í sínum aldursflokki í CrossFit Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2024 09:00 Bergrós Björnsdóttir er til alls líkleg á þessu tímabili enda með þeim allra bestu í heimi í sínum aldursflokki. @bergrosbjornsdottir Hin sautján ára gamla Bergrós Björnsdóttir frá Selfossi er að byrja CrossFit tímabilið vel. Bergrós kláraði opna hluta undankeppninnar með sannfærandi hætti og tryggði sér um leið efsta sætið í sinum aldursflokki. Í aldursflokknum 16 til 17 ára þá deildi Bergrós efsta sætinu með hinni bandarísku Kendall Gilmore sem er einnig sautján ára gömul. Þegar við lítum á hennar aldursflokk þá var Bergrós í þriðja sæti í fyrstu viku, í þriðja sætið í annarri viku og loks í sjötta sæti í lokavikunni. Hún endaði þar einu sæti á undan Kendall og sá til þess að þær enduðu jafnar í toppsætinu. Hér má sjá árangurinn hjá Bergrós í CrossFit Open í ár.CrossFit Þessi miklu stöðugleiki skilaði okkar stelpu því sigri í CrossFit Open í flokki sextán til ára kvenna. Næst á eftir þeim Bergrós og Kendall var María Granizo frá Sviss. Þessi byrjun á nýju tímabili er gott framhalda af síðasta tímabili þar sem Bergrós vann brons á heimsleikunum í sama aldursflokki en þá var hún á yngra ári. Bergrós keppir aftur í flokknum í ár en núna á eldra ári og þessi frammistaða lofar svo sannarlega góðu. Bergrós var líka ánægð með sig eins og sjá má á færslu hennar á samfélagsmiðlum. „CrossFit Open 2024 er að baki. Öflug byrjun á tímabilinu. Ég er mjög ánægð með að hafa þegar náð miklum bætingum og er spennt fyrir að halda áfram að byggja ofan á þetta,“ skrifaði Bergrós. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) CrossFit Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira
Bergrós kláraði opna hluta undankeppninnar með sannfærandi hætti og tryggði sér um leið efsta sætið í sinum aldursflokki. Í aldursflokknum 16 til 17 ára þá deildi Bergrós efsta sætinu með hinni bandarísku Kendall Gilmore sem er einnig sautján ára gömul. Þegar við lítum á hennar aldursflokk þá var Bergrós í þriðja sæti í fyrstu viku, í þriðja sætið í annarri viku og loks í sjötta sæti í lokavikunni. Hún endaði þar einu sæti á undan Kendall og sá til þess að þær enduðu jafnar í toppsætinu. Hér má sjá árangurinn hjá Bergrós í CrossFit Open í ár.CrossFit Þessi miklu stöðugleiki skilaði okkar stelpu því sigri í CrossFit Open í flokki sextán til ára kvenna. Næst á eftir þeim Bergrós og Kendall var María Granizo frá Sviss. Þessi byrjun á nýju tímabili er gott framhalda af síðasta tímabili þar sem Bergrós vann brons á heimsleikunum í sama aldursflokki en þá var hún á yngra ári. Bergrós keppir aftur í flokknum í ár en núna á eldra ári og þessi frammistaða lofar svo sannarlega góðu. Bergrós var líka ánægð með sig eins og sjá má á færslu hennar á samfélagsmiðlum. „CrossFit Open 2024 er að baki. Öflug byrjun á tímabilinu. Ég er mjög ánægð með að hafa þegar náð miklum bætingum og er spennt fyrir að halda áfram að byggja ofan á þetta,“ skrifaði Bergrós. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir)
CrossFit Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira