HÍ mátti reka nemanda í geðrofi sem hótaði samnemanda lífláti Jón Þór Stefánsson skrifar 19. mars 2024 13:39 Háskólinn mátti víkja nemandanum úr námi vegna háttsemi hans þegar hann stundaði skiptinám í Bandaríkjunum. Vísir/Vilhelm Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema úrskurðaði í dag að Háskóla Íslands hafi verið heimilt að víkja nemanda úr skólanum. Nemandinn, sem stundaði nám við Lyfjafræðideild háskólans, krafðist þess að ákvörðun forseta Heilbrigðisvísindasviðs um að víkja honum úr skólanum yrði felld úr gildi, og yrði breytt þannig að honum yrði ekki heimiluð skólavist. Áfrýjunarnefndin féllst ekki á það. Nemandinn hafði farið í skiptinám til Bandaríkjanna haustið 2022. Meðan á því stóð hafði hann í líflátshótunum við samnemanda sinn og var kærður til lögreglu vestanhafs. Nemandinn játaði háttsemina. Í febrúar í fyrra sendi deildarforseti Lyfjafræðideildar skólans bréf á nemandann þar sem talið væri að háttsemi nemandans bryti í bága við lög um háskóla. Nemandinn fékk tíma til að svara erindinu, en gerði það ekki og í kjölfarið var honum vikið úr skólanum. Iðrast sárlega Í kjölfarið sendi lögmaður nemandans erindi á skólann og krafðist þess að mál hans yrði tekið upp að nýju. Það var samþykkt, og hann fékk aftur frest til að koma athugasemdum sínum á framfæri og gerði það að þessu sinni. Fram kom í athugasemdum nemandans að hann væri greindur með alvarlegan geðsjúkdóm og þyrfti að vera undir eftirliti lækna, en að það hefði farið úr skorðum í dvölinni í Bandaríkjunum og lyfjastillingu verið ábótavant. Því hafi hann lent í geðrofi, glímt við ranghugmyndir, aðsóknarkennd og ofsahræðslu og verið nauðungarvistaður eftir að hann kom aftur til Íslands. Hann hefði í kjölfar þessa fengið viðeigandi meðferð og lyfjastillingu, og væri ekki lengur í geðrofi og sinnti eftirliti með sjúkdómi sínum. Jafnframt kom fram að hann iðraðist sárlega framkomu sinnar og að hann hefði þurft að taka alvarlegum afleiðingum hennar. Skólinn féllst ekki á að draga ákvörðun sína til baka. Forseti Heilbrigðisvísindasviðs sagði háttsemi nemandans hafa verið verulega ógnandi og til þess fallna að valda miklum ótta. Háttsemin væri svo alvarleg að áminning kæmi ekki til álita, heldur væri rétt að víkja honum úr skólanum. Veikindi nemandans gætu ekki leyst hann undan ábyrgð á gjörðum hans. Nemandinn fór í kjölfarið með málið til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema. Hagsmunir felist í því að skólinn bíði ekki hnekki Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að háttsemi nemandans væri til þess fallinn að tilefni hafi verið til að beita umræddum agaviðurlögum. Jafnvel þótt fallist væri á að skýringin á háttseminni fælist í andlegum veikindum nemandans. „Að mati nefndarinnar verður að fallast á að HÍ hafi af því ríka hagsmuni af því, annars vegar að nemendur og starfsfólk skólans telji sig örugga í því umhverfi sem skólinn býður upp á og, hins vegar, að orðspor skólans og virðing fyrir honum bíði ekki hnekki,“ segir í úrskurðinum. Fram kemur að rektor Háskóla Íslands geti að hæfilegum tíma liðnum heimilað nemandanum að skrá sig aftur til náms ef aðstæður hans hafa breyst. Úrskurðinn má finna hér. Háskólar Bandaríkin Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Sjá meira
Nemandinn hafði farið í skiptinám til Bandaríkjanna haustið 2022. Meðan á því stóð hafði hann í líflátshótunum við samnemanda sinn og var kærður til lögreglu vestanhafs. Nemandinn játaði háttsemina. Í febrúar í fyrra sendi deildarforseti Lyfjafræðideildar skólans bréf á nemandann þar sem talið væri að háttsemi nemandans bryti í bága við lög um háskóla. Nemandinn fékk tíma til að svara erindinu, en gerði það ekki og í kjölfarið var honum vikið úr skólanum. Iðrast sárlega Í kjölfarið sendi lögmaður nemandans erindi á skólann og krafðist þess að mál hans yrði tekið upp að nýju. Það var samþykkt, og hann fékk aftur frest til að koma athugasemdum sínum á framfæri og gerði það að þessu sinni. Fram kom í athugasemdum nemandans að hann væri greindur með alvarlegan geðsjúkdóm og þyrfti að vera undir eftirliti lækna, en að það hefði farið úr skorðum í dvölinni í Bandaríkjunum og lyfjastillingu verið ábótavant. Því hafi hann lent í geðrofi, glímt við ranghugmyndir, aðsóknarkennd og ofsahræðslu og verið nauðungarvistaður eftir að hann kom aftur til Íslands. Hann hefði í kjölfar þessa fengið viðeigandi meðferð og lyfjastillingu, og væri ekki lengur í geðrofi og sinnti eftirliti með sjúkdómi sínum. Jafnframt kom fram að hann iðraðist sárlega framkomu sinnar og að hann hefði þurft að taka alvarlegum afleiðingum hennar. Skólinn féllst ekki á að draga ákvörðun sína til baka. Forseti Heilbrigðisvísindasviðs sagði háttsemi nemandans hafa verið verulega ógnandi og til þess fallna að valda miklum ótta. Háttsemin væri svo alvarleg að áminning kæmi ekki til álita, heldur væri rétt að víkja honum úr skólanum. Veikindi nemandans gætu ekki leyst hann undan ábyrgð á gjörðum hans. Nemandinn fór í kjölfarið með málið til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema. Hagsmunir felist í því að skólinn bíði ekki hnekki Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að háttsemi nemandans væri til þess fallinn að tilefni hafi verið til að beita umræddum agaviðurlögum. Jafnvel þótt fallist væri á að skýringin á háttseminni fælist í andlegum veikindum nemandans. „Að mati nefndarinnar verður að fallast á að HÍ hafi af því ríka hagsmuni af því, annars vegar að nemendur og starfsfólk skólans telji sig örugga í því umhverfi sem skólinn býður upp á og, hins vegar, að orðspor skólans og virðing fyrir honum bíði ekki hnekki,“ segir í úrskurðinum. Fram kemur að rektor Háskóla Íslands geti að hæfilegum tíma liðnum heimilað nemandanum að skrá sig aftur til náms ef aðstæður hans hafa breyst. Úrskurðinn má finna hér.
Háskólar Bandaríkin Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“