HÍ mátti reka nemanda í geðrofi sem hótaði samnemanda lífláti Jón Þór Stefánsson skrifar 19. mars 2024 13:39 Háskólinn mátti víkja nemandanum úr námi vegna háttsemi hans þegar hann stundaði skiptinám í Bandaríkjunum. Vísir/Vilhelm Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema úrskurðaði í dag að Háskóla Íslands hafi verið heimilt að víkja nemanda úr skólanum. Nemandinn, sem stundaði nám við Lyfjafræðideild háskólans, krafðist þess að ákvörðun forseta Heilbrigðisvísindasviðs um að víkja honum úr skólanum yrði felld úr gildi, og yrði breytt þannig að honum yrði ekki heimiluð skólavist. Áfrýjunarnefndin féllst ekki á það. Nemandinn hafði farið í skiptinám til Bandaríkjanna haustið 2022. Meðan á því stóð hafði hann í líflátshótunum við samnemanda sinn og var kærður til lögreglu vestanhafs. Nemandinn játaði háttsemina. Í febrúar í fyrra sendi deildarforseti Lyfjafræðideildar skólans bréf á nemandann þar sem talið væri að háttsemi nemandans bryti í bága við lög um háskóla. Nemandinn fékk tíma til að svara erindinu, en gerði það ekki og í kjölfarið var honum vikið úr skólanum. Iðrast sárlega Í kjölfarið sendi lögmaður nemandans erindi á skólann og krafðist þess að mál hans yrði tekið upp að nýju. Það var samþykkt, og hann fékk aftur frest til að koma athugasemdum sínum á framfæri og gerði það að þessu sinni. Fram kom í athugasemdum nemandans að hann væri greindur með alvarlegan geðsjúkdóm og þyrfti að vera undir eftirliti lækna, en að það hefði farið úr skorðum í dvölinni í Bandaríkjunum og lyfjastillingu verið ábótavant. Því hafi hann lent í geðrofi, glímt við ranghugmyndir, aðsóknarkennd og ofsahræðslu og verið nauðungarvistaður eftir að hann kom aftur til Íslands. Hann hefði í kjölfar þessa fengið viðeigandi meðferð og lyfjastillingu, og væri ekki lengur í geðrofi og sinnti eftirliti með sjúkdómi sínum. Jafnframt kom fram að hann iðraðist sárlega framkomu sinnar og að hann hefði þurft að taka alvarlegum afleiðingum hennar. Skólinn féllst ekki á að draga ákvörðun sína til baka. Forseti Heilbrigðisvísindasviðs sagði háttsemi nemandans hafa verið verulega ógnandi og til þess fallna að valda miklum ótta. Háttsemin væri svo alvarleg að áminning kæmi ekki til álita, heldur væri rétt að víkja honum úr skólanum. Veikindi nemandans gætu ekki leyst hann undan ábyrgð á gjörðum hans. Nemandinn fór í kjölfarið með málið til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema. Hagsmunir felist í því að skólinn bíði ekki hnekki Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að háttsemi nemandans væri til þess fallinn að tilefni hafi verið til að beita umræddum agaviðurlögum. Jafnvel þótt fallist væri á að skýringin á háttseminni fælist í andlegum veikindum nemandans. „Að mati nefndarinnar verður að fallast á að HÍ hafi af því ríka hagsmuni af því, annars vegar að nemendur og starfsfólk skólans telji sig örugga í því umhverfi sem skólinn býður upp á og, hins vegar, að orðspor skólans og virðing fyrir honum bíði ekki hnekki,“ segir í úrskurðinum. Fram kemur að rektor Háskóla Íslands geti að hæfilegum tíma liðnum heimilað nemandanum að skrá sig aftur til náms ef aðstæður hans hafa breyst. Úrskurðinn má finna hér. Háskólar Bandaríkin Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Sjá meira
Nemandinn hafði farið í skiptinám til Bandaríkjanna haustið 2022. Meðan á því stóð hafði hann í líflátshótunum við samnemanda sinn og var kærður til lögreglu vestanhafs. Nemandinn játaði háttsemina. Í febrúar í fyrra sendi deildarforseti Lyfjafræðideildar skólans bréf á nemandann þar sem talið væri að háttsemi nemandans bryti í bága við lög um háskóla. Nemandinn fékk tíma til að svara erindinu, en gerði það ekki og í kjölfarið var honum vikið úr skólanum. Iðrast sárlega Í kjölfarið sendi lögmaður nemandans erindi á skólann og krafðist þess að mál hans yrði tekið upp að nýju. Það var samþykkt, og hann fékk aftur frest til að koma athugasemdum sínum á framfæri og gerði það að þessu sinni. Fram kom í athugasemdum nemandans að hann væri greindur með alvarlegan geðsjúkdóm og þyrfti að vera undir eftirliti lækna, en að það hefði farið úr skorðum í dvölinni í Bandaríkjunum og lyfjastillingu verið ábótavant. Því hafi hann lent í geðrofi, glímt við ranghugmyndir, aðsóknarkennd og ofsahræðslu og verið nauðungarvistaður eftir að hann kom aftur til Íslands. Hann hefði í kjölfar þessa fengið viðeigandi meðferð og lyfjastillingu, og væri ekki lengur í geðrofi og sinnti eftirliti með sjúkdómi sínum. Jafnframt kom fram að hann iðraðist sárlega framkomu sinnar og að hann hefði þurft að taka alvarlegum afleiðingum hennar. Skólinn féllst ekki á að draga ákvörðun sína til baka. Forseti Heilbrigðisvísindasviðs sagði háttsemi nemandans hafa verið verulega ógnandi og til þess fallna að valda miklum ótta. Háttsemin væri svo alvarleg að áminning kæmi ekki til álita, heldur væri rétt að víkja honum úr skólanum. Veikindi nemandans gætu ekki leyst hann undan ábyrgð á gjörðum hans. Nemandinn fór í kjölfarið með málið til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema. Hagsmunir felist í því að skólinn bíði ekki hnekki Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að háttsemi nemandans væri til þess fallinn að tilefni hafi verið til að beita umræddum agaviðurlögum. Jafnvel þótt fallist væri á að skýringin á háttseminni fælist í andlegum veikindum nemandans. „Að mati nefndarinnar verður að fallast á að HÍ hafi af því ríka hagsmuni af því, annars vegar að nemendur og starfsfólk skólans telji sig örugga í því umhverfi sem skólinn býður upp á og, hins vegar, að orðspor skólans og virðing fyrir honum bíði ekki hnekki,“ segir í úrskurðinum. Fram kemur að rektor Háskóla Íslands geti að hæfilegum tíma liðnum heimilað nemandanum að skrá sig aftur til náms ef aðstæður hans hafa breyst. Úrskurðinn má finna hér.
Háskólar Bandaríkin Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Sjá meira