Getur ekki lagt fram trygginguna og biðlar til dómstóla um miskunn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2024 06:53 Trump hefur átt í mestu vandræðum fyrir dómstólum síðustu misseri en það virðist ekki hafa komið niður á vinsældum hans meðal kjósenda. Getty/Scott Olson Lögmenn Donald Trump segja forsetann fyrrverandi hafa komið að lokuðum dyrum hjá 30 fyrirtækjum sem sérhæfa sig í að veita tryggingu í dómsmálum. Þeir segja hann þannig ekki munu geta lagt fram þá 454 milljón dala tryggingu sem hefur verið krafist. Trygginguna þarf Trump að leggja fram eftir að hann var dæmdur til að greiða áðurnefnda upphæði í sekt eftir að hann var fundinn sekur um að hafa ýkt virði eigna sinna til að tryggja sér betri lánakjör. Trump, sem á fjölda dómsmála yfir höfði sér á sama tíma og hann freistar þess að komast aftur í Hvíta húsið, hefur biðlað til áfrýjunardómstóls um að frysta sektargreiðsluna eða samþykkja að lækka tryggingakröfu saksóknara í 100 milljónir dala. Ef dómstóllinn verður ekki við beiðni hans geta yfirvöld krafist þess að hann reiði af hendi allt það lausafé sem hann á og geri eignarnám fyrir afgangnum. Til að koma í veg fyrir þetta gæti Trump hins vegar gripið til neyðarúrræða; selt sjálfur eina af fasteignum sínum eða leitað á náðir annarra efnamanna. Þess má geta í þessu samhengi að greint hefur verið frá því að Trump hygðist funda með Elon Musk á næstunni. Ástæða þess að fyrirtækin eru sögð hafa neitað Trump um tryggingu er að hann á hreinlega ekki nóg af lausafé til að leggja fram á móti. Að teknu tilliti til þóknana og vaxta er hann sagður þurfa að leggja fram 550 milljónir dala í lausafé gegn hinu 454 milljón dala tryggingabréfi. Trump er sagður liggja á 350 milljónum í lausafé en það hefur gengið á forðann síðustu misseri, ekki síst eftir að hann neyddist til að leggja fram yfir 90 milljónir dala í tryggingu í meiðyrðamáli sem E. Jean Carroll, sem sakaði Trump um kynferðisofbeldi, höfðaði gegn forsetaefninu og vann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef New York Times. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Trygginguna þarf Trump að leggja fram eftir að hann var dæmdur til að greiða áðurnefnda upphæði í sekt eftir að hann var fundinn sekur um að hafa ýkt virði eigna sinna til að tryggja sér betri lánakjör. Trump, sem á fjölda dómsmála yfir höfði sér á sama tíma og hann freistar þess að komast aftur í Hvíta húsið, hefur biðlað til áfrýjunardómstóls um að frysta sektargreiðsluna eða samþykkja að lækka tryggingakröfu saksóknara í 100 milljónir dala. Ef dómstóllinn verður ekki við beiðni hans geta yfirvöld krafist þess að hann reiði af hendi allt það lausafé sem hann á og geri eignarnám fyrir afgangnum. Til að koma í veg fyrir þetta gæti Trump hins vegar gripið til neyðarúrræða; selt sjálfur eina af fasteignum sínum eða leitað á náðir annarra efnamanna. Þess má geta í þessu samhengi að greint hefur verið frá því að Trump hygðist funda með Elon Musk á næstunni. Ástæða þess að fyrirtækin eru sögð hafa neitað Trump um tryggingu er að hann á hreinlega ekki nóg af lausafé til að leggja fram á móti. Að teknu tilliti til þóknana og vaxta er hann sagður þurfa að leggja fram 550 milljónir dala í lausafé gegn hinu 454 milljón dala tryggingabréfi. Trump er sagður liggja á 350 milljónum í lausafé en það hefur gengið á forðann síðustu misseri, ekki síst eftir að hann neyddist til að leggja fram yfir 90 milljónir dala í tryggingu í meiðyrðamáli sem E. Jean Carroll, sem sakaði Trump um kynferðisofbeldi, höfðaði gegn forsetaefninu og vann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef New York Times.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira