Haldlögðu mikið magn skotvopna á höfuðborgarsvæðinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. mars 2024 11:34 Lögreglan haldlagði mikið magn vopna. Vísir/Vilhelm Mikið af skotvopnum, meðal annars skammbyssur og vélbyssur, og íhlututum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að megnið af þeim vopnum sem fundust við leitina séu í eigu húsráðanda og skráð á hann í skotvopnaskrá. Þó sé ljóst að hluti vopnanna sé það ekki og viðkomandi vopna ekki skráð hérlendis. Auk þessa var haldlagt nokkuð af skotgeymum sem ekki eru löglegir til innflutnings hérlendis, hljóðdeyfar og fleira smálegt. Húsráðandinn sem um ræðir er með skotvopnaleyfi og er með leyfi fyrir öllum þeim flokkum skotvopna sem í boði eru hérlendis, þar með talið safnvopnum. Handtekinn á flugvelli í Bandaríkjunum í síðustu viku Í tilkynningu lögreglunnar segir að tilurð málsins sé sú að húsráðandi, sem er íslenskur karlmaður, hafi verið handtekinn á flugvelli í Bandaríkjunum í síðustu viku. Þar var hann á leið til Íslands en í flugfarangri hans fundust skotvopn, íhlutir skotvopna og skotfæri. „Ólöglegur útflutningur skotvopna og tengdra hluta er litinn mjög alvarlegum augum vestanhafs og hefur maðurinn því setið í varðhaldi allt frá handtöku. Íslensk lögregla fékk í kjölfarið greinargóða tilkynningu um málið frá bandarískum löggæsluyfirvöldum og í framhaldinu fékk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu húsleitarheimild á heimili mannsins.“ Þá segist lögreglan hvetja alla þá sem hyggjast flytja til landsins skotvopn, skotfæri eða tengda hluti að gera slíkt á löglegan hátt. Í öllum tilvikum þurfi að liggja fyrir innflutningsleyfi lögreglu áður en slíkt sé flutt til Íslands og í mörgum tilvikum þurfi líka útflutningsleyfi frá brottfararlandinu. Vopnasmygl sé víða um heim lagt að jöfnu við skipulagða brota- eða hryðjuverkastarfsemi og viðurlög við slíku því jafnan mjög ströng. Lögreglumál Skotvopn Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að megnið af þeim vopnum sem fundust við leitina séu í eigu húsráðanda og skráð á hann í skotvopnaskrá. Þó sé ljóst að hluti vopnanna sé það ekki og viðkomandi vopna ekki skráð hérlendis. Auk þessa var haldlagt nokkuð af skotgeymum sem ekki eru löglegir til innflutnings hérlendis, hljóðdeyfar og fleira smálegt. Húsráðandinn sem um ræðir er með skotvopnaleyfi og er með leyfi fyrir öllum þeim flokkum skotvopna sem í boði eru hérlendis, þar með talið safnvopnum. Handtekinn á flugvelli í Bandaríkjunum í síðustu viku Í tilkynningu lögreglunnar segir að tilurð málsins sé sú að húsráðandi, sem er íslenskur karlmaður, hafi verið handtekinn á flugvelli í Bandaríkjunum í síðustu viku. Þar var hann á leið til Íslands en í flugfarangri hans fundust skotvopn, íhlutir skotvopna og skotfæri. „Ólöglegur útflutningur skotvopna og tengdra hluta er litinn mjög alvarlegum augum vestanhafs og hefur maðurinn því setið í varðhaldi allt frá handtöku. Íslensk lögregla fékk í kjölfarið greinargóða tilkynningu um málið frá bandarískum löggæsluyfirvöldum og í framhaldinu fékk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu húsleitarheimild á heimili mannsins.“ Þá segist lögreglan hvetja alla þá sem hyggjast flytja til landsins skotvopn, skotfæri eða tengda hluti að gera slíkt á löglegan hátt. Í öllum tilvikum þurfi að liggja fyrir innflutningsleyfi lögreglu áður en slíkt sé flutt til Íslands og í mörgum tilvikum þurfi líka útflutningsleyfi frá brottfararlandinu. Vopnasmygl sé víða um heim lagt að jöfnu við skipulagða brota- eða hryðjuverkastarfsemi og viðurlög við slíku því jafnan mjög ströng.
Lögreglumál Skotvopn Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira