Haldlögðu mikið magn skotvopna á höfuðborgarsvæðinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. mars 2024 11:34 Lögreglan haldlagði mikið magn vopna. Vísir/Vilhelm Mikið af skotvopnum, meðal annars skammbyssur og vélbyssur, og íhlututum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að megnið af þeim vopnum sem fundust við leitina séu í eigu húsráðanda og skráð á hann í skotvopnaskrá. Þó sé ljóst að hluti vopnanna sé það ekki og viðkomandi vopna ekki skráð hérlendis. Auk þessa var haldlagt nokkuð af skotgeymum sem ekki eru löglegir til innflutnings hérlendis, hljóðdeyfar og fleira smálegt. Húsráðandinn sem um ræðir er með skotvopnaleyfi og er með leyfi fyrir öllum þeim flokkum skotvopna sem í boði eru hérlendis, þar með talið safnvopnum. Handtekinn á flugvelli í Bandaríkjunum í síðustu viku Í tilkynningu lögreglunnar segir að tilurð málsins sé sú að húsráðandi, sem er íslenskur karlmaður, hafi verið handtekinn á flugvelli í Bandaríkjunum í síðustu viku. Þar var hann á leið til Íslands en í flugfarangri hans fundust skotvopn, íhlutir skotvopna og skotfæri. „Ólöglegur útflutningur skotvopna og tengdra hluta er litinn mjög alvarlegum augum vestanhafs og hefur maðurinn því setið í varðhaldi allt frá handtöku. Íslensk lögregla fékk í kjölfarið greinargóða tilkynningu um málið frá bandarískum löggæsluyfirvöldum og í framhaldinu fékk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu húsleitarheimild á heimili mannsins.“ Þá segist lögreglan hvetja alla þá sem hyggjast flytja til landsins skotvopn, skotfæri eða tengda hluti að gera slíkt á löglegan hátt. Í öllum tilvikum þurfi að liggja fyrir innflutningsleyfi lögreglu áður en slíkt sé flutt til Íslands og í mörgum tilvikum þurfi líka útflutningsleyfi frá brottfararlandinu. Vopnasmygl sé víða um heim lagt að jöfnu við skipulagða brota- eða hryðjuverkastarfsemi og viðurlög við slíku því jafnan mjög ströng. Lögreglumál Skotvopn Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að megnið af þeim vopnum sem fundust við leitina séu í eigu húsráðanda og skráð á hann í skotvopnaskrá. Þó sé ljóst að hluti vopnanna sé það ekki og viðkomandi vopna ekki skráð hérlendis. Auk þessa var haldlagt nokkuð af skotgeymum sem ekki eru löglegir til innflutnings hérlendis, hljóðdeyfar og fleira smálegt. Húsráðandinn sem um ræðir er með skotvopnaleyfi og er með leyfi fyrir öllum þeim flokkum skotvopna sem í boði eru hérlendis, þar með talið safnvopnum. Handtekinn á flugvelli í Bandaríkjunum í síðustu viku Í tilkynningu lögreglunnar segir að tilurð málsins sé sú að húsráðandi, sem er íslenskur karlmaður, hafi verið handtekinn á flugvelli í Bandaríkjunum í síðustu viku. Þar var hann á leið til Íslands en í flugfarangri hans fundust skotvopn, íhlutir skotvopna og skotfæri. „Ólöglegur útflutningur skotvopna og tengdra hluta er litinn mjög alvarlegum augum vestanhafs og hefur maðurinn því setið í varðhaldi allt frá handtöku. Íslensk lögregla fékk í kjölfarið greinargóða tilkynningu um málið frá bandarískum löggæsluyfirvöldum og í framhaldinu fékk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu húsleitarheimild á heimili mannsins.“ Þá segist lögreglan hvetja alla þá sem hyggjast flytja til landsins skotvopn, skotfæri eða tengda hluti að gera slíkt á löglegan hátt. Í öllum tilvikum þurfi að liggja fyrir innflutningsleyfi lögreglu áður en slíkt sé flutt til Íslands og í mörgum tilvikum þurfi líka útflutningsleyfi frá brottfararlandinu. Vopnasmygl sé víða um heim lagt að jöfnu við skipulagða brota- eða hryðjuverkastarfsemi og viðurlög við slíku því jafnan mjög ströng.
Lögreglumál Skotvopn Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira